Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 8

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 8
8 þó víst, að Tómas væri dáinn. Hún varð mjög óróleg af þessu og óskaði þess innilega, að Danjel væri kom- inn lieim. Daginn eptir kom Danjei heim; hann hafði vaknað með höfuðverk snemma um morguninn, þar sem hann lá í veitingahúsinu. Hann vissi fyrst ckki, hvar hann var staddur, en er hann litaðist um, fór hann að ranka við sér, og mundi þá eptir, hvernig gengið hafði um kveldið; varð hann þá bæði hryggur og reiður, og vissi þó ekki, hverjum hann átti heldur að reiðast, sjálfum sér eða sjómanninum, sem hafði farið svo illa með hann. Hann hugsaði lieim til sín, til föður síns og móður sinnar, og hvað þeim mundi verða mikið um, ef þau vissu, hve ósæmilega hann hefði hagað sér. Hann fór nú að leita að félögum sínum, en viltist, og leið langt um, áður en hann fékk spurt þá uppi. Þeir spurðu hvar hann hefði verið um nóttina, en liann vildi ekki segja það; gátu þeir þá ails ills til og stríddu honum á allar lundir. Danjel hafði verið svo heppinn að geyma peninga þá, er hann fékk fyrir fisk föður síns hjá farangrinum; en peningum þeim, sem liann sjálfur hafði átt, varhann búinn að eyða; hann hafði í langan tíma varið mikilli fyrirhöfn, til að draga þá saman, og hlakkaði mjög til, að gleðja foreldra sína með gjöf nokkurri og kaupa sjálfum sér eitthvað til gagns eða gamans, þá er hann í fyrsta sinni færi til Hamborgar; en nú var þess ekki kostur. fegar leið á daginn, lögðu þeir félagar á stað; veður var fagurt, eins og hinn fyrra dag; byggingar borgarinnar ljómuðu í kveldsólinni og hafgolan fyllti seglin á skipunum; þeir voru því allir í góðu skapi,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.