Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Side 3

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Side 3
3 fór Danjel að hátta; en liann gat með engu móli sofn- að, því hann hafði svo mikið að hugsa, þar sem hann átti fyrir höndum ferð til Hamborgar, sem hann hafði heyrt svo mikið sagt frá. Það er löngum vant að vera mikill ferðahugur í unglingum, og því var eigi von að Danjeli yrði svefnsamt, er hann hugsaði til, að fá nú að sjá öll þau furðuverk, sem hann svo opt hafði heyrt talað um; þar við bættist og, að hann lieyrði, hvernig faðir hans audvarpaði og stundi þungan ; varð Danjel þá angurvær í huga; hann fór að lesa bænir sínar, en honum gat samt ekki orðið rótt, og ekki kom honum dúr á auga. Þegar klukkan var búin að slá 3, fór Danjel ofan og tók að klæða sig; hafði hann hljótt um sig, svo að haun ekki skyldi vekja foreldra sína. En faðir hans var vakandi, því hann hafði eigi gelað fest svefn fyrir verkjum; þegar hann heyrði, að Danjel var farinn að klæða sig kallaði hann á liann. Danjel gengdi þegar, og gekk að rúmi föður síns. Tómas mælti þá: <'hegð- aðu þér nú vel, sonur minn, og gættu vandiega að því, sem þú átt að gjöra». «Vertu óhræddur um mig», mælti Danjel, «bara þér batni sem fyrst. Hefurðu ekki getað softð»? «Nei», mælti Tórnas og andvarpaði um Ieið. Danjel tók á enui föður síns og fann, að honum var ákatlega heitt. Tómas bað Danjel að rétta sér að drekka, og er Danjel var búinn að því, kvaddi ltann föður sinn og móður sína, sem vaknað hafði við samtal feðganna, en þau báðu guð, að ^era með honum og óskuðu, að honum gengi ferðin sem bezt. Þegar Danjel kom niður í fjöruna, stóðu samferða- menn hans þar og biðu eplir honum. í dögun lögðu þeir á slað; veður var heldur svalt, en byr góður, svo

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.