Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 13

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 13
13 «Nei, nú þykir mér það ekkilengur; eg hefl kom- izt í lifsháska og reynt hvað það er, að hafa óendan- lega eilífð fyrir framan sig, en andvaralaust líf að baki. í dauðanum bregst máttur og megin, og þá verður manninum það eitt fyrir, að ákalla almáttugan guð og leita náðar hjá honum fyrir Jesúm Kristu. Eptir nokkra þögn mælti Ðanjel: «Eg ber ekki hatur eða heipt til nokkurs manns; en guð fyrirgefi mér að eg hefi hatað þig; það var illa gjört af mér; fyrirgefðu mér það. Eg vil framvegis vera vinur þinn og lagsbróðir; vilt þú það? Móðir Danjels kom inn í þessu; Danjel bað hana að lofa þeim að vera einum, því þeir hefðu nokkuð að tala saman, sem enginn mætti vita. Hún gekk þá út. Í*ví næst sagði skipbrotsmaðurinn Danjeli æfisögu sína, og skýrði honum frá, hvernig hann jafnan hefði lifað í andvaraleysi, eins og enginn guð væri til. Danjel mælti: »vissulega er til einn lifandi guð, hei- lagur guð, sem hegnir fyrir syndirnar; ef Kristur hefði eigi fyrir oss iiðið, þá værum vér glataðir. Trúum því á Krist; í þeirri trú dó faðir minn og svo vil eg gjöra. í dauðanum er gott að hafa elskað frelsarann». Og skipbrotsmaðurinn mælti: »Eg hefi liðið skip- brot, en, guði sé lof, eg hefi þó náð landi. Eptir þetta var Hamborgarmaðurinn allur annar maður; hann leitaði upp foreldra sína og annaðist þá í elli þeirra; var Danjel honum til fyrirmyndar í öllu góðu; urðu þeir svo báðir gæfumenn og héldu vináttu sinni til dauðadags.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.