Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 11

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 11
11 vestur af eynni, og var þá eigi annað sýnna, en að allir mennirnir mundu farast. í sömu svipan leggnr bátur frá landi með tveimur mönnum; sjá menn, að í bátnum eru Danjel og lags- maður hans. l’eir liöfðu eigi verið lengi á báðum átt- um, heldur settu þeir bátinn fram, undir eins og skipið strandaði, og lögðu svo á stað í drottins nafni, ef verða mætti að þeir gætu bjargað nokkrum af mönnunum. En er þeir voru komnir út, urðu fleiri til að fylgja dæmi þeirra, og innan skamms voru þrír bátar komnir á stað; þeim gekk vel og varð flestum skipbrotsmönn- unum bjargað; að eins 2 drukknuðu. Skipið, sern slrandað hafði, var frá Englandi; flestir mennirnir, sem bjargað var, voru því Englendingar, en nokkrir þeirra þjóðverjar; voru þeir atlir að fram komnir af þreytu og vosi, því í fulla þrjá sólarhringa höfðu þeir búizt við, að skipið færist á hverri stundu. Helgu- léndingarnir skiptu þeim milli sín lil að veita þeim lijúkrun þá, er þeir höfðu svo mikla þörf á. Danjel tók einn af þeim heim til sín; það var þýzkur maður á ungum aldri; hann var því nær rænulaus og hafði móðir Danjels nóg að gjöra, að hjúkra honum sem bezt hún gat. Meðan á því stóð sat Danjel f þungum þönkum við gluggann og horfði út; liugur hans fylgdi þó ekki augunum; hann hvarilaði til þess, er gjörzt hafði meiru en ári áður; hann hugsaði til föður síns, þarsemhann var að skilja við; hann hugsaði til sín, sem á meðan gleymdi bæði honum og sjálfnm sér; hann hugsaði enn fremur til sjómannsins í Hamborg, sem hafði leitt hann lil þess og bakað honum svo mikið hugarangur. Þessi

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.