Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 5

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 5
5 það eigi heldur, en jeg fór ferða minna fyrir því, án þess að spyrja þá að». «Hvað er langt síðan», mælti Danjel. «6 ár», sagði sjómaðurinn, «og allan þann tíma hefi jeg verið frjáls sem fuglinn í loptinu og lifað og látið, eins og mér hefur bezt likað». «t>að er guð- leysi að óhlýðnast foreldrum símim», svaraði Danjel og ætlaði að ganga frá honum. Sjómanninnm gramdist þetta og hugsaði með sér: «jeg skal láta hann fá ann- að að gjöra enn að segja mér til siðanna». tvi uæst fór hann, að tala við hann um IlelgulaBd og spyrja hann, hvernig þar gengi til. Danjel hafði gaman af, að tala um það og gjörðist skrafhreifinn. Sjómaðnrinn var þá líka hinn bliðasti og hellti á hvert staupið eptir annaö fyrir Danjel, og gætti hann sín eigi, heldur drakk meira, en liann var maður fyrir og fór að verða ölvað- ur. Sjómaðurinn bauð honum þá, að koma út með sér og sagðist skyldi sýna honum ýmislegt; fóru þeir þá út og gengu eptir götunum, þangað til þeir komu að öðru veitingahúsi; þar fóru þeir inn. Hamborgarmað- urinn bauð Danjeli þegar að drekka með sér; Danjel færðist undan því og sagðist ekki rnega drekka meira, en lét þó um síðir tilleiðast, og drakk þangað til hann varð útúr. Menn fóru þá að spyrja, hver þessi drukkni mað- ur væri. Hamborgarmaðurinn sagði, að það væri Ilelgu- lendingur, sem væri svo hlýðinn foreldrum sínum, að liann vildi ekkert gjöra móti vilja þeirra, og hæddist svo að honum á ýmsan hátt. Að lokum valt Danjel sofandi ofan á gólfið; lét kunningi hans hann þá liggja þar, gekk burt og sagði, að nú fengi hann um annað að hugsa, en að prédika fyrir sér. Nú er að segja frá því, er gjörðist heima á Helgu- landi. Meðan á þessu stóð sat móðir Danjels grátandí

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.