Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 4

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 4
bátinn bar fljótt yfir; leið og ekkiálöngu áður en þeir misstu sjónar á eyunni og skömmu síðar komu þeir auga á vitann i Ivuxhaven. Danjel var í góðu skapi; morgunkælan var svo hressandi og styrkjandi fyrir hann; lionum fannst mikið um turninn í Kuxhaven, sem vit- inn er kynntur á; en eigi fannst honum minna um, þegar hann sigldi upp eptir Hamborgarelfu, að sjá skóg- ana og þorpin til beggja handa og skipagrúann á ánni, og svo að lokum borgina sjálfameð öllum hinummiklu byggingum. Hann starði í allar áttir og setti ótal spurn- ingar fyrir félaga sína, sem komið höfðu opt fyrri til Hamborgar. Daginn eptir seldu þeir félagar vörur sínar, og er Danjel var búinn að því, fór hann að skoða sig um í borginni; þótti honum þar margt merkilegt; göturnar, liúsin, vagnarnir, hestarnir, sem hann aldrei hafði áður séð, því á Helgulandi eru engir hestar, varningurinn í sölubúðunum og margt annað. Um kveldið fóru Helgulendingarnir inn á veitinga- hús að fá sér hressingu ; var þar margmennt inni; þar voru menn frá Englandi og Frakklandi, Hollandi og A- meriku; töluðu þeir sitt tungumálið hver, svo Danjel skildi valla neitt af því sem talað var. Meðal annara var þar ungur sjómaður sem átti heima í Hamborg og var háseti á kaupskipi einu; hann gaf sig á tal við Danjel, og fór að segja honum frá sjóferðum sínum og hversu margt og mikið hann hefði séð í útlöndum; var hann drjúgur mjög þegar hann var að segja honum frá ýmsu, er fyrir sig hefði komið; Danjel sagði honum, að sig langaði einnig mjög mikið til að komast í skip og sigla til annara landa, en foreldrar sínir vildu það eigi. «Hvað er þetta»? mælti sjómaðurinn, nforeldrar mínir vildu

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.