Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 7

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1869, Blaðsíða 7
7 hann hreifðist ekki, hann var liðið lík. «Tómas‘), kall- aði hún, «Tómas, Tómas, guð minn góður». Hún hristi líkama hans og kyssli bleikar varirnar, en gat ekki vakið hann; hann svaf og mun eigi yakna fyrrien á efsta degi. Aumingja ekkjan stóð við rúmið og mælti grátandi: «Tómas, þú ert í drottins höndum; þar er betra að vera, en hér í þessum synduga heimi; þú hefur elskað frelsarann og leitað hans, því hefurðu líkq fundið hann». Því næst féll liún á kná og mælti: »jeg trúi á einn guð föður, almáltugan skapara himins og jarðar, og á Jes- úm Krist, son hans eingetinn — og jeg trúi á heilagan anda, og að sé ein heilög almennileg kristileg kirkja, sem er samneyti heilagra, fyrirgefning syndanna, holds- ins upprisa og — eptir þetta líf — eilíft líf». »Tóm- as», sagði hún aptur eptir litla þögn, «þetta var einnig þín trú, að líkaminn mundi upprísa og þú mundir erfa hið eilífa líf». Ilún grét mjög og vætti nábeðinn í tár- um; þannig kraup hún lengi við rúmið og bað til guðs með mörgum hjartnæmum orðum. Að stundu liðinni stóð hún upp, lagði sálmabókina á borðið, þurkaði dauðasvilann af enni hins andaða manns og breyddi yflr rúmið; því næst seltist hún við rúmstokkinn, til þess að vaka yflr líkinu um nóttina. Undir morguninn sofnaði hún; en hún hrökk óðar upp aptur, því hana dreymdi illa; henni þótti hún sjá bát staddan í sjávarháska; í bátnum þótti henni Jesús vera, maður hennar og Danjel; alda mikil reið á bátinn, sem hreif Danjel fyrir borð, og varð hqnum ekki bjargað; hljóðaði hann þá upp og við það yaknaði hún; þótti henni sem hún sæi á eptir bátnum og varð henni það fyrst fyrir, að líta í rúmið og gæta að, hvort það væri

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.