Heilbrigðistíðindi - 01.09.1872, Page 1
HEILBRIGÐIS-TÍÐIÍVDI.
Asmað ár. M 9-10. §ept.-Okt. 1899.
UM BRÁÐAPESTINA
og j'ras önnur fjárveikindi vor.
Á vorum tímura, þegar fólkið er að fjölga í landinu, virð-
ist það að liggja í augum uppi, hversu nauðsynlegt það sje, að
fjárrækt landsins gæti farið fram í líku hlutfalli og fólksfjölg-
unin vex; þvi miður er þetta eigi svo, eins og Landshags-
skýrslurnar ljóslega sýna, því að af þeira má sjá, að það er
talsvert minna fje fyrir þær 70,000, er nú lifa í landi voru,
en það var um 1830 eða fyrir rúmum 40 árum, er fólksfjöld-
inn eigi var meiri en liðug 50,000. Ýmsar orsakir hafa að
vísu stuðlað til þess, að fjártala landsins hefur aukizt svo harðla
lítið á hinum seinni tímum, og mun bráðasóttin, að minnsta
kosti allvíða um landið, eiga niikinn þátt í því, að svo er. 1
fyrra-vetur var bráðasóttin sögð mjög skæð víða hvar á Norð-
urlandi, enda var mjer ritað það af skynsömum og áreiðanleg-
um manni, að margir fjárríkir bændur þar nyrðra hefðu misst
allt að 50 fjár úr henni, en hinir fjárfærri milli 20 og 30.
Og svo hjer á Suðurlandi var hún mjög skæð, og þannig þekki
jeg fleiri bæi, sem misstu fjarska-mikið fje úr henni. Á Drag-
hálsi í Borgarfirði var sagt að dáið hefðu i hitt hið fyrra 90
kindur úr bráðasótt, en hjer á Iíjalarnesi drap hún allt að 40
bjá Runólfi bónda í Saurbæ, og víða um allt að 20.
Því er svo varið með bráðasóttina, eins og með aðra sjúk-
dóma, að það er nauðsynlegt fyrir menn, að rekja hinn sögulega
feril þeirra; en eigi það að verða gjört að gagni, verða menn að
gjöra það samkvæmt rjettum læknisreglum, og án þess menn láti
sig leiða í villu af óljósum sögum, munnmælum eða hjegiljum.
Það hefur verið alrnenn trú hjer á Suðurlandi, að bráða-
pestin hafi fyrst komið hjer upp eptir eldgosið úr Eyjafjalla-
jökli 1822, og hef jeg heyrt marga, og það jafnvel skynsama
5