Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 3
3 i því hvít rák, sem var eins og fitukennd þegar hún var núin milli fingranna á meðan molarnir ekki voru orðnir þurrir. fegar jeg tók við sendingunni var hún þannig útlítandi: Molinn í krukkunni nr. i var þur, mjög holóttur og ljettur, nær því allur hvítur með gulum blæ. Stykkið var allt hjer um bil jafnholótt, og þunnir veggir greindu holurnar hverja frá annari. Holurnar voru aflangar og misstórar, flestar voru þó 7—8 miliimetra að lengd, en 1,5—2 millimetra að þvermáli. Veggirnir voru að innan nærri því sljettir. Botninn í holunum var skálmyndaður og var þar eitt eða fleiri op inn í holur þær er næstar voru. Molinn var næstum sljettur að neðan, og holurnar þar flatari en hinar efri. Á spjaldinu I eru tvær ljósmyndir af þessum mola í náttúrlegri stærð. Myndin 1. a. sýnir ytra útlit hans og lögun, en myndin 1. b. sýnir molann skorinn i sundur með neðri endann upp á við. Molarnir í krukkunni nr. 2 voru töluvert deigir, mjög holóttir og gráhvítir að lit og lagði af þeim myglulykt. Hvergi voru skarp- ar randir á hliðunum og lagið á molunum líkt og i krukkunni nr. 1 ; þó voru holurnar minni, hjer um bil 3 millimetra á lengd en 1 að þvermáli. Utan á molunum var nokkuð af öskunni sem þeir fundust í, og saman við sjálfa molana hafði jafnvel blandazt dálítið af sandi og ösku. Myndin 2 á spaldinu I sýnir ljósmynd af nokkr- um af molunum í náttúrlegri stærð, eins og þeir voru þegar þeir höfðu staðið á þurrum stað. í krukkunni nr. 3 var aðeins einn köggull næstum sljettur að utan, hann var grár að lit en þó dekkri en molarnir í krukkunni nr. 2, og með svörtum dílum; hann sýndist í fyrstu ekki vera hol- óttur, en er jeg braut hann í sundur og gætti vel að, sá jeg að hann var í öllu svipaður molunum í krukkunni nr. 2, og holóttur eins og þeir, en holurnar voru fullar af svörtu efni, og lítið eitt stærri en 1 krukkunni nr. 2, en aptur minni en í krukkunni nr. 1, að minnsta kosti voru þær ekki eins langar. Myndin 3 á spjaldinu I sýnir þrjú brot af þessum köggli. Svörtu blettirnir á myndinni eru svarta efnið, sem fyllir holurnar og má af þeim sjá hvernig holurnar eru lagaðar. Myndin er í náttúrlegri stærð. Molarnir í krukkunni nr. 4 voru deigir, brúnir að lit og moldar- kenndir, en í þeim rák af hvítu mjúku og röku efni, sem engar holur sáust í. Af stykkjunum lagði mikla myglulykt. f»essa mola Ijet jeg standa á þurrum stað og þorna sumarið 1886, og losnaði þá moldin frá hvíta efninu. þegar jeg þá skoðaði hvíta efnið í stækkunargleri, sá jeg að það var eins holótt eins og molinn í krukkunni nr. 3, en holurnar voru sumar flatar og allar fullar af sama svarta efni sem í krukkunni nr. 3. Myndin 4 á spjaldinu I sýnir ljósmynd af nokkrum molum úr fjórðu krukkunni. Sumir af »molum þessum eru að þvf leyti merkilegir, að í hvíta efninu er

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.