Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Qupperneq 4
4
svartur blettur nokkuð stór, sem greinilega sýnir far eptir trje, sena
legið hefur í hvíta efninu. Molarnir eru sýndir f náttúrlegri stærð.
Af útliti allra stykkjanna f þessum fjórum krukkum þykir
mega ráða, að hvfta efnið f þeim hafi sama uppruna, enda liggur
nærri að halda það, þar sem öll stykkin hafa fundizt á sama stað.
Við hina kemisku rannsókn fann jeg f öllum stykkjunum mikið af
fosforsýru, kalki, leirjörff og járnsýringi, eigi alllítið af brennan-
legum efnum, sem köfnunarefni var f, og enn fremur meira og
minna af sandi, einkum svörtum blágrýtissandi, og nokkrum öðrum
kísilsúrum söltum. Af þessu verður þó eigi sjeð, hvernig hvfta
efnið er til komið. Brennanleg sambönd af köfnunarefni benda
reyndar á organiskan uppruna, en þess konar efni koma jafnaa
fyrir f hinum efri jarðlögum og eru komin af fúnum plöntuleifum,.
og væri því hugsanlegt, að þessi brennanlegu efni væru komin úr
jarðlögunum og hefðu blandazt saman við hvfta efnið. Til þess
að fá vitneskju um samsetningu hvfta efnisins, varð jeg því aö
rannsaka, hve mikið væri af hverju kemisku efni fyrir sig í þeim
fjórum sýnishornum, sem mjer voru send.
Til rannsóknarinnar skar jeg dálítið af molanum í krukkunni
nr. i, úr krukkunni nr. 2 og nr. 3 tók jeg lausa smámola, en úr
krukkunni nr. 4 náðist hvfta efnið ekki nema mjög blandað mold.
og sandi. Síðan muldi jeg í ffnt duft, hvert efnið fyrir sig, og
loks var lítið eitt vegið frá af duptinu og rannsakað. J>að er auð-
vitað, að með þvf að velja það, sem rannsakað var, svona af handa-
hófi, var ekki unnt að fá út, hvernig hvíta efnið var samsett af
kemiskum efnum að meðaltali, en, eins og jeg mun taka fram
síðar, þá gat jeg með því að fara þannig að, þó það væri ef til
vill ekki sem rjettast, fengið allmerkilega upplýsingu um hina
sönnu samsetningu hvfta efnisins. Rannsóknin á stykkinu, sem,
tekið var úr krukkunni nr. 4, reyndist ekki fullnægjandi, sem voa
var til, þvf að jeg hafði ekki getað losað moldina frá hvíta efninu
svo vel sem skyldi. Löngu síðar, þegar moldin var orðin vel þur^
heppnaðist mjer þó að leiða rannsóknina til lykta. Eins og áður
hefir sagt verið, voru stykkin ekki jafnþur í öllum krukkunum..
Til þess að finna, hve mikið væri í þeim af vatni, þurkaði jeg
jafnmikið að hverju efninu fyrir sig við 1050 C hita, þangað til,
allt vatn var gufað burt. Með þessu móti fann jeg, að í
stykkinu f krukkunni nr. 1, var 15,50 % af vatnij
----------------------— 3, — 10,10 — - — ’tekin upp 1883..
----------------------— 4. — 36,10 — - — I
----------------------— 2, — 46.35 — - — tekið upp 1885..
Að vatnið var svo misjafnlega mikið, kemur einkum til af því, að
stykkin voru ekki öll tekin upp á sama tíma ; þannig má sjá, að.
mest vatn var í því stykkinu, sem seinast var tekið upp, Eptir^