Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 5
5
tektavert er það, hve mikið vatn var f stykkinu úr krukkunni nr.
4, þó að það hafi verið tekið upp 1883 um leið og stykkin I
krukkunum nr. 1 og nr. 3. Vatnsmegnið f stykkjunum gefur, að
minni hyggju, ekki neina bendingu um uppruna hvfta efnisins, og
gjörir því eigi annað en að villa fyrir þegar stykkin eru rann-
sökuð ; jeg hefi því kosið þá aðferð, að reikna út, f töflunni I,
sem hjer fer á eptir, efnasamsetningu stykkjanna eins og hún er,
þegar stykkin eru þurkuð-
Við rannsóknir þessar er fyrst og fremst athugavert, hve
viikið er af fosforsýru f öllum stykkjunum, alsstaðar meira en af
kalki, og í hreinasta stykkinu (í kr. nr. 1) jafnvel allt að 46 af
hundraði af öllu efninu; þá er einnig töluvert af leirjörð í öllum
stykkjunum, frá 6,42 — g,i6 af hundraði. Enn fremur má sjá á
töflunni að í öllum stykkjunum voru hjer um bil 12 af hundraði
brennanleg efni, og þar af nokkuð köfnunarefnissambönd. þessi
brennanlegu efni eru þó að líkindum ekki eingöngu organisk efni,
nokkur hluti þeirra hlýtur eflaust að vera kemiskt bundið vatn,
sem þá að sönnu ekki brenr.ur, en hverfur á burt sem gufa, þegar
stykkin eru hituð upp. Köfnunarefnið er einkennilega mikið í sam-
anburði við brennanlegu efnin; því að þó að öll hin brennanlegu
efni væru organisk, þá er köfnunarefnið að tiltölu meira en venju-
legt er f mold.
Tafla I.
Innihald hvíta efnisins, þegar það hefur verið þurkað við 1050 C. hita.
Kr. nr. 1. Kr. nr. iá. Kr. nr. i. Kr. nr. 4.
hundr. part. hundr. part. hundr. part. hundr. part.
Brennanleg efni1) . . . 12,31 12,86 I 1,40 I I,q6
Fosforsýra (P 2 O 5) . 45-86 25.49 34.54 27.23
Kalk 30.33 24.56 32.85 24,66
Magnesía 0,22 0,19 0,28 o,54
Kalí 0,14 0,21 0,15 0,18
Natron 0,18 o,43 0,64 0,32
I.eirjörð 6,51 9,16 8,15 6,42
Járnsýringur 0,39 2,05 1,36 3,45
Brennisteinssýra .... 0,32 0,18 O.52 0,51
Klór lítið sem ekk- ert
Sandur og kísilsýra 3.JÚ 21.97 8,11 24,73
Kolasýra og skakki . . 0,58 2,90 2,00 —
*) J>ar af köfnunarefni o,75 0.73 o,55 0,82
Ef maður á að geta fengið nokkra hugmynd um uppruna hvíta
efnsins, verður fyrst að rannsaka, hvort öll þau efni, sem fundizt
hafa f því, hafa upprunalega verið í því, eða hvort nokkur af þeim
eru síðar til komin úr öskunni, sem hvíta efnið fannst f. Fyrst og
fremst er þá árfðandi að fá vitneskju um, hvort meginhluti hinna
brennanlegu efna eru organisk efni, og sje svo, hvort þau þá hafi
af tilviljun blandazt saman við hvíta efnið, eða ekki. f>að leikur