Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Page 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Page 13
'3 Skyraska viatarsaltslaus: Fosforsýra . . • 44.15 °lo Kalk .... . 19,10 — Magr.esía . . . . 3.!8 — Kalf .... . 22,46 — Natron . . . . 0,20 — Járnsýringur • 0,17 — Brennisteinssýra 9.94 — Kfsilsýra . . . . 0,80 — samtals 100,00 Rannsókn þessi ber ljóslega með sjer, að hjer gætir mest fos- forsýrunnar eins og i hvíta efninu í krukkunni nr. 1, en sá er munurinn á hvíta efninu og skyröskunni, að í hinni siðari er mik- ið af kalí, en mikið minna af kalki. Brennisteinssýran er tiltölu- lega mikil í skyröskunni, og getur hún eigi stafað frá öðru en brennisteini ostefnisins, sem við brunann hefir sýrzt í brennisteins- sýru1. Sýra þessi heyrir þvi eiginlega ekki til öskuefni skyrsins. Ef vjer því sleppum brennisteinssýrunni, og setjum svo að magnesía, kalí og natron sje í sambandi við fosforsýru, sem neutröl fosforsúr sölt, verður hlutfallið milli allrar hinnar eptirskyldu fosforsýru og alls kalksins eins og 100 : 66, sem nákvæmlega er hið sama hlut- fa.ll, sem fundið er milli fosforsýrunnar og kalksins í hvíta efninu úr krukkunni nr. 1. Eigi þetta efni uppruna sinn að rekja til skyrs þá verður að ætla, að magnesía og kalí, sem í skyrinu er, hafi að mestu leyti horfið á burt, sem neutröl fosforsúr sölt, við að liggja í jörðunni. En þar eð þessir partar at öskunni eru eigi svo nátengd- ir ostefninu, eins og kalk og fosforsýra, er einnig mjög sennilegt, að vatnið í jörðunni hafi skolað þeim úr skyrinu, áður en organ- sku partar efnisins voru orðnir fullkomlega ummyndaðir. það kann nú að vera efasamt, að þessi sjerstaka matartegund úr mjólk, sem íslendingar nefna skyr, hafi að öllu verið búin til á sama hátt fyrir goo árum, eins og nú á dögum. Einkum gæti það verið efunarmál, hvort íslendingar, um þær mundir er Njála gjörð- ist, hafa notað hleypi til að búa til jafnsúrt efni, og skyrið er; að minnsta kosti er, eins og kunnugt er, hægt að ná ostefni út úr mjólk, einungis með því að láta hana súrna af sjálfu sjer. jpað væri þvi hugsanlegt, að hvíta efnið stafaði frá osti, sem til væri búinn úr mjólk, sem hefði sýrzt á þennan hátt. Jeg hefi því einnig rannsakað ösku ostefnis, sem tekið er úr mjólk, sem súrnað hefir 1) f>ar eð kúamjólk inniheldur mjög lítið af brennisteinssúrum sölt- um, hlýtur brennisteinssýran, sem jafnan er í mjólkuröskunni, að stafa mestmegnis frá brennisteini í eggjahvítunni.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.