Ameríka - 11.02.1874, Síða 6

Ameríka - 11.02.1874, Síða 6
22 liarðfisk) með jarðeplum, samt plómu- hrísgrjdna- eða sætsópu, „labskós8 og sfipu endur og eins, ogásunnudög- um kjöt-rjctti og „budding8. Iívöldverður kl. 6J: The, sikur, skipsbrauð (norskt hveitibrauð) og smjör. A öllum skipunum er bakaraofn og bakari, svo far- þegjar fá iðulega nýbakað brauð. Læknir er á hverju skipi og fá farþegjar læknis- hjálp o,g lyf ókeypis. Til þess að halda góðu lopti og hreinlæti, farþegjum til heilsubætis, er Jiað almenn regla, að allir sem ekki eru því vcikari, verða hvern morgun, eða svo opt sem læknirinn segir fyrir, að fara upp á þilj- ur svo millumdekkið verði gjört hreint og nýju lopti hleypt inn, og verða farþegjar að hlýða rækilega þeim fyrirskip- unuin sera gjörðar eru í þessu tilliti. Aður hvert skip í hverri ferð fer frá Christiania, er löglegur sjörjettur haldinn á skipinu, og vandlegalitið eptir allri tilhögun á því, svo og eptir matar- og vatns-byrgðum. Tilhögunin á skipunum er þannig: Aptast er sal- ur mikill með svefnherbergjum til beggja hliða, og er það kallað „fyrsta kaeta8, þar næst fyrir framan á mið- eða millidekkinu er hið eiginlega ‘Emigranta rúm í þremur megin rúmum. í aptasta rúminu eru ógiptar kon- ur, miðrúminu gipt hjón og hörn þeirra (Familiur) og í fremsta iúminu ógiptir karlmenn. Rúmstæðin í öllum þessum rúmum eru laus hvert frá öðru með bili á milli, en eru þó svo uinbúinn, að eitt rúmstæði (breitt) má gjöra úr tveimur, og fremst er salur með svefnherbergjum út í frá, og er það hin svonefnda „önnur káeta“. A skip- unuin eru 2 mikil salerni, annað fyrir konur, hitt fyrir karlmenn, sem jafnótt hreinsast með vatnsstraum og dag lega eru þvegin1. A ferðínni frá Islandi til New-York má hver sem er eldri en 14 ára hafa írítt í fari sínu 200 punda þungan farangur, börn milli 1 og 14 ára 100 pund , en börn á 1. ári ekkert. 1) Salernanna vildum vjer eigi láta ógetið af því marg- ir hafa spurt oss þar að lutandi.

x

Ameríka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ameríka
https://timarit.is/publication/100

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.