Alþýðublaðið - 06.03.1960, Síða 5

Alþýðublaðið - 06.03.1960, Síða 5
Stýrimaður ur en að fara til ísÍenzkrar hafnar Eftirfarandi frásögn birt- ist nýlega í Daily Mail í London og var frá þessum atburði sagt í mörgum ( enskum blöðum: GRIMSBY-TOGARINN Grimsby Town valt ógur- lega á Ishafsöldunum 15 mílur út af strönd íslands. Undir þiljum lá Bob Altmore háseti með brotna höfuðkúpu. Hann hafði misst fótanna er alda reið yfir skipið. En sk'pstjórinn, Len Brown, vissi, að hann yrði handtekinn ef hann leitaði íslenzkrar hafnar. Og hann vissi líka, að mæsta skip, sem sigldi í átt til hans á fullri ferð, var margar mílur í burtu. Þá sagði Frank Brown stýri- maður, bróðir skipstjórans: „Það er aðeins eitt að gera, Len. Ég verð að framkvæma aðgerðina". Altmore var settur á „skurð- arborð“ í baðklefa skipstjór- ans, og í hinum ógurlega velt- ingi sótti Len lækningatæki skipsins og tók þrædda saum- nál. Engin deyfilyf voru til. Bob, Sem var enn með meðvitund, fékk sterkt kaffi að drekka. Síðan hóf stýrimaðurinn, sem nú var orðinn skurðlækn- ir, að sauma saman svöðusárið á höfði'- hásetans. 'Skipið valt svo ofsalega, að hann varð að sitja á særða manninum til þess að hann lægi kyrr. Fjór- ,.um röínútum síðar kom Frank upp í brúna til bróðúr síns og sagði: „Það er búið, Len-. Ég held hann nái sér alveg“. Hinn 711 smálestá togari hafði . áður sent út neyðar- skeyti, en það liðu 24 klukku- stundir áður en Len Brown tréysti sér t'l þess að sigla til freigátunnar Undine. Læknir- inn á Undine fór á björgunar- fleka út í Grimsby Town. Hann rannsakaði Bob, sneri sér síð- an að Frank og sagði: „Ég hefði ekki gert þetta betur“. Fimm dögum seinna tók Frank þráðinn úr með rakvél- arblaði. Þegar togarinn kom til Gr'msby, var farið með Bob, sem er 24 ára, þriggja barna faðir, í sjúkrahús. Eftir aðgerð þar fékk hann að fara heim til sín á Cambridge Road í Grims- by. Hinn 44 ára Frank Brown, tveggja barna faðir, sagði: „Það er himinhrópandi skömm, að slíkir hlutir verði að gerast, af því einu að ekki er hægt að le'ta íslenzkrar hafnar án þess að eiga á hættu handtöku“. Um aðgerðina sagði Frank: ,,Ég var ekkert taugaóstyrkur, ég varð einfaldlega að gera þetta. Bob var hugrakkur“. Þessi frásögn er ekkert eins- dæmi. Fleiri slíkar hafa birzt í brezkum blöðum, að því er virðist til þess að sverta ís- lendinga og koma þeim hug- myndum inn hjá brezkum les- endum, að þeir fari ómannúð- lega með brezka togarasjómenn í neyð. Út af þessu vill Alþýðublað- ið segja: Allar íslenzkar hafnir standa brezkum jafnt sem öðrum skiþ- um opnar, og allir íslenzkir læknar eru til reiðu, hvenær sem þeir geta veitt hjálp. Ef brezkir togaraskipstjórar hafa brotið íslenzka landhelgi og eiga von á því að verða sekt- aðir fyrir áfbrot sín, þegar tll þeirra næst, þá verða þeir að gera það upp við sig, hvort þeir vilja hætta lífi særðra eða sjúkra sjómanna sinna til að spara útgerðarfélagi sínu fé- sekt. Segjum svo, að brezkur mað- ur liggi uhdir opinberri ákæru og brezka lögreglan leitaði hans. Maðurinn yrði fyrir slysi, en þyrði ekki að láta flytja sig á sjúkrahús af hræðslu við að lenda í höndum lögreglunnar. Gæti þessi maður með nokkr- um rétti sagt, að brezk sjúkra- hús væru honum lokuð? Hér er um að ræða þá sví-> virðu, að brezkir togaxaeigend- ur skiþuleggja áróður og not- færa sér slys og veikindl raanna sinna til að koma ilha orði á íslendinga. Þetta er lúa- leg starfsaðferð, Bretum til vansæmdar. ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin j|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiii!iiiiniiiiiiiiiniiiiiDiiiiiiiiiiiiiiiiii1iiiiiniiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|||,|||||l|||||mi|||ll|l||||m,||,IIC}, M E N N rak í rogastans, þégar tilkynnt var í Oslo, að frá Sovétríkjunum hefði borist tlllaga um það, að Krústjov fengi friðarverðlaun Nóbels við næstu úthlutun. Hér ræðir b'andaríski blaðamaðurinn Roscoe Drummond þetta uppá- tæki Rússa. fái að kjósa. Og hann vill láta Þ E G A R Nikita Krústjov langar í eitthvað bíður hann eftir að fá það gefins. Hiann biður um það hástafum — ógnandi ef ekki vill betur. Þegar hann vildi, að Ung- verjar hættu að hugsa sem svo að þeir gætu stjórnað landi sínu sjálfir, bað hann þá ekki eins né neins. Hann sendi ein- faldlega skriðdreka á vett- vang. Þegar hann langaði í Vestur Berlín spurði hann vesturveld in ekki hvað þeim sýndist um það. Hann sagði þeim bara að fara þaðan innan sex mánaða -----að öðrum kosti . . . Nú langar Krústjov í friðar- verðlfaun Nobels fyrir árið 1960. Og hann lætur úthlut urarnefndina ekki um að stinga upp á sér. Hann sendir bara umsókn. Og hann lætur ekki nægja, |að senda nefndinni örfáar Iín- ur: — „Munið þið eftir mér? Mesta friðarvim heimsins?“ Hann lætur sendiherra Sovét- ríkjanna í Noregi fara á fund Gunnars Jahn, formianns út- hlutunarnefndar friðarverð- launanna og afhenda honum lista yfir verðleika sína. Og sovézki sendiherrann læt ur ékki við það sitja að leggja málið fyrir Jahn. Hann heim- sækir líka hina nefndarmenn in'a, því verið getur að Gunnar Jahn sé „fasistískur stríðsæs- ingamaður“ og líti þar af leið andi ekki Krústjov réttu auga. Kannski ætti Krústjov !að fá verðlaun, — jafnvel Nobels- verðlaun. Hann gæti fengið verðlaun sem hinn mikli sam- þykkjandi. Hann andmælti ekki er Stalin lét drepa nokkra samstarfsmenn, eða þegar Stalin útrýmdi nokkr- um milljónum bænda, eða þeg ar Stalin gerði sáttmálann við Hitler, sem gerði þeim síðar- nefnda kleyft að hefja síðari heimsstyrjöldina, Þett'a er glæsileg skýrsla um mann, — sem alltaf er samþykkur, — enda þótt hún tryggi honum un tæplega friðarverðlaun Nob- els. Þá mætti einnig veita Krúst jov Nobelsverðlaun fyrir póli- tíska starfsemi, ekki ósvipað og þau hafa verið veitt fyrir að kljúfa atómið. Engum stjórnmálamanni hefur rækilegar tekist að að- skilja orð og gerðir. Enginn hefur oftar og rækilegar hald- ið fram „afskiptaleysi um inn- aníkismál annarra þjóða“ og enginn hefur lagt minni stund á það. „Látum þjóðirnar sjálf- ar ákveða þjóðfélagskerfi sitt“ — segir Krústjov í hvert ein- asta sinn ér hann talar til frjálsra Þjóða. Og þegar Ung- verjar vildu sjálfir ákveða þjóðfélagsform sitt skipaði Krústjov skriðdrekum sínum, að skjóta þá niður. Og eins fór í Austur-Þýzkalandi. Og Pól- landi. Kannski væri rétt að veita Krústjóv verðlaun fyrir bar- áttu sína fyrir alm. rnana- réttindum. Hann vill að allir kosningar vera svo auðveldar, að kjósandinn þurfi ekki tað kjósa um neitt. Einn flokkur -----eltki þetta heimskulega, gamla kerfi, að kjósa um flokka. Einn Iisti, einn fram- bjóðandi------ekki hinn úr- kynjaði lýðræðislegi siður að stilla frambjóðendum hvorum gegn öðrum. Greiða opinber- um lista atkvyði, — — um annað er ekki að ræða. Og listamenn? Þeir búa við fullkomið frelsi, — eða hvað? Vissulega mega þeir styðja kommúnismann á hvaða hátt, sem þeir viija,---— cða hér um bil. Það hljóta að vera til ein- hver verðlaun, — — það er bara a® láta sér detta þau i hug. En ég býst við að úthlut- unarnefndin muni hugsa sig vel um,-----eða jafnvel ekk- ert hugsa sig um, áður en hún ákveður hvort Krústjov skuIS. veitt friðarverðlaun Nobels eða ekki. Það er ekki nema rúmt ár liðið síðan bókmenntaveið- laun Nobels voru veitt sovézk-. um rithöfúndi. Sænskia aka-> demían var sammála um veit- ingu verðlaunanna og listamað urinn þakk'aði heiðurinn, stolt ur og hrærður. Og þá reis Krústjov upp i reiði og sgði nei, Boris Paster- nak getur ekki tekið við verð- laununum. Þetta var kapital- iskt samsæri sænsku ak'ademi unnar, til þess gert að valda vandræðum í Sovétríkjunum. Þetta var skoðun Krústjovs á Nobelsverðlaunum fyrir ári síðan, sömu verðlaununum og hann nú sækir unl. Væntanlega býst engihn viíJ því, að Krústjov ógni Norð- mönnum eða styrjöld ef liana fær ekki friðarverðlaunin? Alþýðublaðið — 6. marz 1960 K|

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.