Alþýðublaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 7
Stjórnarkjör í Frama í DAG hefst allsherjarat- kvæðagreiðsla um kosningu stjórnar og annarra trúnaðar- manna í Sjálfseignafélagi Bif- reiðastjórafélagsins Fram. — Kosning hefst kl. 1 e.h. og stend ur til kl. 9 í kvöld á morgun verður kosið á sama tírna og lýkur kosningu því kl. 9 annað kvöld. Kosið verður í skrifstofu félagsins að Freyjugötu 26. Andstæðir.gar kommúnista bera fram A-lista, sem er skip- aður eftirtöldum mönnum: Formaður: Bergsteinn Guðjónsson, Bú- Etaðaveg 7.7, Hreyfill. V araf ormaður: Andreas Sverrisson, Álfhóls- veg 14 A, B.S.R. Ritari: Sófus Bender, Guðrúnargötu 1, Borgarbílastöðin. Meðstjórnendur; Jóhann V. Jónsson, Álfheim- um 15, B.S.R. Grímur Runólfsson, Álfhóls- veg 8 A, Hreyfill. Varameðstjórnendur: Guðmundur Björgvinsson, Reynihv. 22, Borgarbílastöðin.- Guðjón Hansen, Framnesveg 54, Hreyfill. Tr únaðarmann ar áð: Gestur Sigurjónsson, Lindar- götu 63, Hreyfill. Ólafur Sigurðsson, Njálsgötu 108, Hreyfill. ■Jens Pálsson, Sogaveg 94, B. S.R. Pálmi Steingrímsson, Lang- holtsveg 37, Bæjarleiðir. Varamenn í trúnaðarráð: Kristján Sveinsson, Hamra- hlíð 23, B.S.R. Magnús Vilhjálmss., Nökkva- vog 54, Hreyfill. X- Bergstéinn Sófus Andrés Jóhann Grímur Endurskoðandi: Sveinn Kristjánsson, Bólstað arhlíð 28, Hreyfill. V ar aendurskoðandi: Þorvaldur Þorvaldss., Langa- gerði 124, B.S.R. í stjórn Styrktarsjóðs: Sigurjón Jónsson, Laugaveg 145, Hreyfill. Varamaður í stjórn Styrktar- sjóðs: Einar J. Guðmundsson, Rán- argötu 6 A, Hreyfill. FUJ-félagar í Reykjavík eru minntir ás að vegna óviðráðan- legra orsaka verður skemmti- kvöld félagsins í þessari viku á FIMMTUDAGSKVÖLD (ekki miðvikudagskvöld eins og vant er) í Félagsheimilinu að Freyju götu 27 og hefst kl. 8,15. Bingó, töfl, spil og ýmiss kon- ar Ieikir að vanda, Fjölmennið og takið gesti með! Enskir á ísl. fogara? í FRÉTT í enska blað- inu Daily Express segir, að tveir sjómenn í Grims- by, Sate og Nash að nafni, hafi verið ráðnir á íslenzk an togara. I frétt blaðsins segir enn fremur, að þessir tveir hafi verið ráðnir úr hópi 16 sjómanna í Grimsby, sem hafi sótt um að kom- ast á íslenzkan togara, sem landaði í Grimsby. 12 sjó- menn af þessum 16 voru sendir af vinnumiðlunar- skrifstofu. Sjómennirnir Sate og Nash sögðust hafa ráðið sig á íslenzkan togara, þar sem launin væru betri en á þeim brezku. Þeir kærðu sig einnig kollótta um „þorskastríðið“ og kváðu það engu máli skipta í þessu sambandi. Ólga út af veit- íngu starfs yfir- hafnsögumanns Víkingadrottningin hafbi hér viðkomu NORDMENN, búsettir í New York, velja árlega stúlku, sem þeir nefna „Drotningu víking- anna“, til þess að fara til Nor- «gs og bera kveðjur heim. í Noregi er ungu stúlkunni jafnan sýndur margvíslegur sómi. Blöð Norðmanna, austan hafs og vestan, verja jafnan nokkru rúmi til þess að ræða þessa kynnisför, en þannig verð ur þetta ferðalag til þess að treysta gömul bræðrabönd og auka ný kynni. Stúlkan, sem varð fyrir val- inu að þessu sinni, „Drottning víkinganna 1960“, heitir Asta Olson. Hún er 19 ára gömul og ætlar að gera söng að ævistarfi. „Drottningin" kom til Reykja- víkur með fl'ugvél LoftJeiða sl. sunnudagsmorgun (sjá mynd á forsíður). Meðan flugvélin var hér fór ungfrú Olsson í ökuferð um bæinn og átti stutta viðdvöl á hinu vistlega heimili norska ræðismannsins, Othars Elling- sen. Hún hélt svo áfram eftir viðdvölina hér til Oslóar, en þar hefst hálfs mánaðar ferð um Noreg, sem margir munu keppast um að gera hinni ungu drottningu ævintýralega. Aðalfundur Kven- félags Alþýðu- flokksins í Rvík í kvöld. KVENFÉLAG Alþýðuflokks- ins í Reykjavík heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 8.30 í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Fund- arefni: Venjuleg aðalfundar- störf. Einnig mun frú Katrín Smári segja frá frumvfarpi um húsmæðraorlof. HAFNARSTJORN samþykkti sl. föstudag að veita Einari Thoroddsen starf yfirhafnsögu- manns. Þrír aðrir menn sóttu um starfið. Hefur veiting þessi vakið mikla óánægju meðal hafnsögumanna, þar eð Einar Thoroddsen hafði stytztan starfsaldur umsækjenda og auk þess minna próf en hinir. Umsækjendur auk Einars Thoroddsen voru þessir: Kol- beinn Finnsson og Theodór Gíslason, er verið hafa hafnsögu menn í 12—13 ár og Magnús Runólfsson, er verið hefur ha'fn sögumaður í 7 ár. Einar Thor- oddsen hefur hins vegar aðeins verið hafnsögumaður í 5 ár. Þá hefur Einar Thoroddsen aðeins fiskimannspróf, en hinir þrír umsækjendurnir hafa farmanna próf. MÓTMÆLI STARFSMANNAFÉLAGSINS Áður en starfið var veitt, fregnaðist það, a® til stæði að veita Einari Thoroddsen starfið. Var það tillaga Gunnars Thor- oddsen iþá borgarstjóra að Einar fengi starfið, en sem kunnugt er hafur Einar verið einn af bæj- arfulltrúum Sjálfstæðisfl.okks- ins. Starfsmannafélag Rvíkur gerði ályktun um það, að starfs- aldur yrði láti'nn ráða' við veit- ingu sitarfsins og allir hafnsögu menn nema Einar rituðu undir áskorun á hafnarstjórn um að starfsaldur yrði látinn ráða. Auk þess mælti' fráfarandi yflr- hafnsögumaður, Þorvarður Björnsson, með Kolbeini Finns-* syni, enda hefur Kolbeinn verið staðgengill Þorvarðar undanfar* ið. En allar þessar óskir voru virtar að vettugi og Einari Thor oddsen veitt starfið þrátt fynr þær. MIKIL ÓLGA Mikil ólga er í mönnum vicS höfnina út af þessu og mun mile il óánægja í Sjálfstæðisfiokkn- um út af þesari veitingu. , Aukning vega- framkvæmda FJÁRVEITINGANEFND hefur gert tillögu um, að veitt verði 14 milljónum króna til atvinnu- og framleiðsluaukningar @ þessu ári, og er þetta hækkunl um 4 milljónir frá því, sem áður hafði verið lagt til. Er ætl- azt til, að þessar 4 milljónir renni til samgöngubóta á landi, og á fimm manna nefnd, kosia af adþingi, að úthluta því fé eins og verið hefur um annað atvinnubótafé. Er þetta vem- leg viðbót við fjárveitingar til vegaframkvæmda, sem eru á- líka miklar og þær voru á síð-». astliðnu ári. WWWWWMWWWWWWWWWWWWWHMWWMHWW s Danir vilm 12 WÍIJCS ÆkéSm míiur KHÖFN, 14. marz. Jens Otto Krag, utanríkisráð- herra Dana, skrifar í dag grein í blaðið Aktuelt um landhelgisráðstefnuna, er hefst í Genf á fimmtudag. Segir Krag að danska sendinefndin á ráðstefn- unni muni beita sér fyrir því að samkomulag verði um 6 mílna landhelgi og 6 mílna fiskveiðitakmörk þar að auki, þar sem slíkt sé nauðsynlegt viðkom- andi strandríki, Krag; kvað þessa lausn málsins ekki alls kostar gallalausa, en danska stjórnin teldi h'ana heppi- legasta. Einkum sagði liann, að erfitt kynni að verða að ákveða hvenær strandríki væri nauðsyn að hafa 6 sjómílna fisk- veiðitakmörk utan 6 mílna landhelgi. náms erlendis FJÁRFRAMLÖG ríkisins til ís- lenzkra námsmanna hækka gíf- urlega samkvæmt f járlögunum. Til viðbótar mikilli hækkun, sem tekin var inn í hið endur- skoðaða fjárlagafrumvarp, hef- ur fjárveitinganefnd í samráði við ríkisstjórnina ger.t tillögur um frekari hækkun, þannig að heildarframlagið verður 6.595. 000 krónur. Af þessari uppliæð rennur 1. 400.000 kr. til Lánasjóðs stúd- enta við Háskóla íslands, þann- ig að unt 5,2 milljónir renna til námsmanna erlendis. Er ætl- unin að stofna sérstakan lána- sjóð fyrir námsmenn erlcndis, og er von á stjórnarfrumvarpi þcss efnis á næstunni. Með þess um ráðstöfunum ætti að vera IrySgt, að námsmenn erlendis þurfi ekki vegna gengislækk- unarinnar að hætta námi, hekl- ur fái ýmist hækkaða styrki sem lækkuninni nemur eða lán með sérstökum Icjörum. Samkvæmt f járlögunum verð ur væntanlega, eins og áður hcfur verið getið um í Alþýðu- hlaðinu, gert ráð fyrir 7 allt 30 000 ltróna styrkjum ti allfc að 5 ára náms erlendis eða viffi Iíáskóla Islands. Eftir króka- leiðum frá Pyongyang ALÞÝÐUBLAÐINU barst í gær bréf „til þjóðþinga allra landk frá Æðstaráði alþýðulýðveldis Kóreu“. í því er sett fram sú ósk til ríkisstjórna allra landa, að þær geri sitt til að losa Suður-Kórcu. við erlendar herstöðvar. Þrennt annað er athyglisvert við skrif þetta: 1) Dagsetningin er: Pvcng- yang, 27. október 1959. 2) Þó er bréfið póstlagt í Reykjavík. 3) Og þeir Norður-Kóreu- menn skrifa merkilegat góða íslenzku. Alþýðublaðið — 15. marz 1959 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.