Alþýðublaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 16
iiiumnmimmfintnuitiifHtnjHHifiTitMf te#' 41. árg. — Þriðjudagur 15. marz 1960 —• 61. tbl. opna 400 grafir og í þeim hafa fundizt 1000 múmíur. Sumir lágu í undarlegum steilingum, sem benda til að þeir hafi verið grafnir lifapdi, og nokk- ur hluti af líkunum var bund- . inn. Gizkað hefur verið á, að þarna hafi verið framin fjöldamorð, en engin leið er að ímynda sér hvar eða hvers vegna þáð hefur verið gert. í gröfum þessum eru bæði kon ur og karlar og börn. í gröfunum hafa fundizt hinir mestu fjársjóðir: Hring- ir, hálsfestar úr silfri og rúbín um og armbönd úr gulli og perlumóðurskeljum auk fag- uriega gerðra leirkerja. Gert er ráð fyrir að margt sé enn ófundið á þessum stað og annars staðar í nágrenn- inu. ÁHUGAMENN um forn- leifafræði um allan heim fylgj ast af athygli með því, sem nú er að gerast í Efra Egypta- landi. Hversu miklu af þeim minjum, sem þar eru grafn- ar undir sandinum, verður unnt að bjarga? Fornleiíaleiðangur á veg- um Kaíróháskóla hefur und- anfarið verið við fornleifaleit í Núbíueyðimörkinni, sem eru sandauðnir vestur af Níl- ardalnum ofarlega milli As- wan og Sudan-landamæranna. Hefur margt fundizt enda tal- ið sennilegt, að þar sé mjög minjaauðugir staðir. Einn helzti fundurinn, sem nú er um að ræða, er geysi- mikill grafreitur. Er búið að PHILADELPHIA, 8. marz. — Það var afstaða Stalins, sem olli því að George Marshall ályktaði 1947, að Bandaríkin . yrðu að hjálpa löndum Evr- ópu til þess að öðlast fjárhags legt sjálfstæði þegar í stað. Marshall var utanríkisráð- herra um þetta leyti. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu, sem Charles E. Bohlen, fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna í Sovét- ríkjunum hélt í Philadelphia í gær. Bohlen sagði þar frá fundi, sem Marshall og Stalin áttu með sér í Moskvu 1947 en hann var tú'lkur þeirra. „'S'tal- • in lét hvað eftir annað í Ijós ánægju sína með ríkjandi á- stand í Evrópu, sem þá var í algerri efnahagslegri upp- lausn. Hann sá enga ástæðu til þess að gera sitt til þess að auðvelda samkomulag a fundi utanríkisráðherra Banda- rnanna, sem þá sátu á fundi í Moskvu. Hann lét Marshall skilja á sér, að versnandi á- stand í Evrópu væri Rússum í hag og niundi auðvelda ' þeim að leggja hana undir sig við hentugt tækifæri. Eg hef alltaf verið þeirrar skoðunar11, sagði Bohlen, „að þessi afstaða Stalins og sá hugsunarháttur, sem þar lá að baki,« hafi fuilvissað Mars- hall um, að þegar í stað vrði að hefja hjálparstarf meðal Evrópuþjóða, ef þær ættu . ekki að falla undir yfirráð Rússa“. Brezk - blóma- eyja Úti í hafi suðvestur undan Jandsenda á Cornwallskaya eru nokkrar litlar eyjar, nefndar Scillyeyjar. Ein þeirra heitir Tesco. Þaðan er þessi mynd. Það er mik- 11 blómaræktun á eyjunum og limgerð- in, sem sjást á myndinni eru skjólbelti fyrir blómabeðin. Það er hlýtt þarna. Bllómaframleiðslaii er 1000 tonn á ári og allt er flutt til meginlandsins. HINN víðkunni ameríski predibari, dr. Billy Gra- ham, er nú á ferðalagi um Afríku í trúboðs og vakning- arerindum. Á myndinni sést hann í Bigwakor, sem er staður um 20 m.ílur frá Monroviu í Liberiu. Frumbyggj ar skemmta hinum strangkristna trúboða rríeð því að dansa heiðna dansa og einn liðurinn í dansinum er sá, að anitar maðurinra stendur á höfðinu á hinum. Predik- arinnar brosir. — Hann hyggst ferðast víða um Afríku og fer m. a. til Suður-Afríku. HVERFIS^TJÓRAR Alþýðu- flokksins í Reykjavík eru boð- aðir á fund í Félagsheimili múrara og rafvirkja, Freyju- götu 27, í KVÖLD kl. 8.30. Fundurinn er boðaður vegna tillagna um stjórnarkjör í A.l- þýðuflokksfélagi Reykjavíkur. Menn eru beðnir að mæta Vel og stundvíslega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.