Alþýðublaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 11
Á myndinni er Ragnar Jónsson að skora hiá Ármanni. FH vann Ármann í áaætum leik ÞAÐ var mikið um að vera í handknattleiknum um helgina. Ails voru háðir 17 leikir í ís- • , landsmótinu. A laugardags- kvöld fóru fram þrír leikir í meistaraflokki kvenna og fyrst léku KR og Víkingur. Mjög kom á óvart hvað KR-stúlk- unum gekk illa með Víking, sem sýndi góðan leik. KR hlaut þó að lokum sigur, 11:7. Næsti leikur milli Ármanns og Þróttar var ekki alveg eins jafn. Ármann sýndi afburða- góðan leik og vann með 19 mörkum gegn 2. Leikur 'Vals og FH var mjög skemmtilegur og spennandi. Hinar snöggu og smávöxnu FH-stúlkur stóðu mjög í Val, sem sigraði naumlega 15:12. í 3. flokki karla B sigraði Víkingur Ármann með yfir- burðum 15:3 og Fram KR 14:7. Klukkan tvö á sunnudag hófst keppni að nýju með leik í I. flokki kvenna milli KR og Ármanns. KR sigraði í leikn- um með 7:5 og þann sigur mega KR-ingar þakka sunddrottn- ingu Ármenninga, Ágústu Þor- steinsdóttur, sem skoraði fimm af mörkum KR og var lang- bezt af stúlkunum í leiknum. — Annars er það hálfgert á- byrgðarleysi af Ágústu að vera að keppa í handknattieik þeg- ar hún á mögujeika á að kom- ast í Olympíulið íslands í sundi því eins og við vitum er tölu- verð harka í handknattleikn- um og alltaf möguleikar á að snúa sig eða meiða á ánnan hátt. En auðvitað ræður Ágústa þessu sjálf. Næst léku Fram—KR í 3. flokki A og sigruðu þeir fvrr- nefndu með 9—7, Vinkingur vann Val 11:6 og ÍR—ÍBK 13:12 í 3. flokki B. Að lokum voru háðir 4 leik- ir í I. flokki karla. KR sigraði Þrótt 14:9, FH Fram 17:11, ÍR SBR 12—3 og 'Víkingur Val 18:12. I. DEILD: FH vann Ármann 46:13 í frábærum leik. FH: Hjalti Einarsson, Birg- ir Björnsson (11 mörk), Ragn- ar Jónsson (18), Pétur Antons- son (8), Örn Hallsteinsson (1), Einar Sigurðsson (3), Bergþór Jónsson (1), Hörður Jónsson (3), Ólafur Thorlacius (1), Jón Óskarsson. Ármann: Kristinn Karlsson, Gunnar Jónsson (1), Hannes Hall (1), Ingvar Sigurbjörns- i son (2), Jón Jónsson (3), Sig,- urður Þorsteinsson (3), Hörð- ur Kristinsson (1), Hans Guð- mundsson (2), Lúðvík Lúð- víksson. Dómari: Magnús Pét- ursson. Ármennimgar léku vel í fyrri hálfl'eik og leikurinn var jafn til að byrja með., Hannes Hall skoraði fyrst fyrir Ármann, en Ragnar jafnaði fljótlega og það var ekki síðasta markið, sem hann skoraði í leiknum. — FH komst nokkuð seint í gang, en smám saman náðu þeir tökum á leiknum olg í hálfleik stóð 15:9 fyrir FH. í síða'ri hálfleik var um al- geran einstefnuakstur að ræða í mark Ármanns og sýndu FH- ingar á köflum frábæran leik. SViinmngarorð: VÁLDIMAR GUÐJONSSON fisklmatsmaður, KefEavík reyna við 1,74 m. oig munaði sáraiitlu, að hann færi’ yfir, — ráin hékk uppi í 2 til 3 sekúnd- ur, en féll svo. í keppnninni um meistara- titla hlaut KR 4, ÍR 2 og önnur félög engann. Mótið fór vel fram og var hið ánægjulegasta í alla staði. ÚRSLIT: Kúluvarp: Gunnar Huseby, KR, 14,42 m. Friðrik Guðmundss., KR, 13,98 Hallgrímur Jónsson, Á, 13,89 Jón Pétursson, KR, 13.89 m. Björgvin Hólm, ÍR, 13,65 m. Arthúr Ólafsson, UMSK, 12,70. Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, ÍR, 4,00 Heiðar Georgsson, ÍR, 3,80 m. Brynjar Jensson, HSH, 3,60 m. Kástökk. án atr.: J'ón Þ. Ólafsson, ÍR, 1,60 m. Karl Hólm, ÍR, 1,60 m. Halldór Ingvarsson, ÍR, 1,55 m. Langstökk, án atr.: Jón Pétursson, KR, 3,22 m. Vilhj. Einarsson. ÍR, 3.18 m. Björgvin Hólm, ÍR, 3,07 m, Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 3.05 m. Sigurður Björnsson, KR, 3,00 Valbjörn Þorláksson, ÍR, 2,99 Hástökk: Jón Pétursson, KR. 1,98 m. (ísl. met.). Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 1,85 m. Þorvaldur Jónasson, KR, 1,75 Karl Hólm, ÍR. 1,70 m. Valbjörn Þorláksson, ÍR, 1,70 Kristján Eyjólfsson, ÍR, 1,70. Þrístökk, án atr.: Jón Pétursson, KR, 9,81 m. 'Vilhj. Einarsson, ÍR, 9,66 m. Brynjar Jensson, HSH, 9,30 m. Kristján Eyjólfsson, ÍR, 9,23 Sigurður Björnsson, KR, 9,18 Valbjörn Þorláksson, ÍR, 9,00. Það er stundum harizt hart í handknattleik kvenna. Það fer allt saman, öryggi í gripi og sendingum, hraði í upp hlaupum og mjög góð vörn, sem næstum alltaf var á rettum stað, Það var stundum hrein á- nægja, að sjá lei'k FH, sem vann síðari hálfleik með 31:4! Mest bar á Ragnafi, sem skoraði 18 mörk, sum sérstaklega fallega. Birgir Björnsson átti einnig á- gætan leik, hann er alltaf harð- ur og fylginn sér, það er leik- maður, sem a'ldrei bregst. Allir hinir sýndu góðan leik, þó að þessir bæru af. Lið Ármanns var sundurlaust FRÁ Keflavíkurkirkju fer fram í dag útför Valdimars Guðjónssonar fiskimats- manns. Hann lézt að heimili sínu, Hafnargötu 53 í Kefla- vík, 6. þ. m. Valdimar var fæddur að Moshvoli í Hvolhreppi í Rang árvallasýslu 22. febr. 1893. Þar ólst hann upp hjá foreldr- um sínum, Guðjóni Einars- syni, bónda þar og konu btns, Salvöru Sigurðardóttur. Syst- kini hans voru þrjú. Anna, gift Ingólfi Sigurjónssyni, Leiru í Gerðahreppi, Guðjón Ó. Guðjónsson, bókaútgef- andi, Reykjavík og Þorbjörn, búsettur í 'Vestmannaeyjum. Um fermingaraldur fór Valdimar í vinnumennsku að Skipagerði í Landeyjum. í þann tíma, eins og nú, var það algengt að ungir menn færu til sjóróðra út í Vestmanna- eyjar á vetrarvertíðum. Þar byrjaði Valdimar ungur sjó- róðra og reri hann í Eyjum á vetrarvertíðum, þar til hann fluttist suður, um 1920. Valdimar var dugmikill sjó- maður, vel að manni, laginn og öruggur starfsmaður, hvar sem hann gekk að verki og þótti rúm hans á sjónum jafnan vel skipað. Valdimar var giftur Val- gerði Magnúsdóttur, Gríms- sonar, er síðast var búsettur í Keflavík. Henni kvnntist hann í Vestmannaeyjum og fluttist með henni suður í Garð, þar sem hún bá átti heima. Þau hjónin hófu, bú- skap í Garðbæ í Garði, en fluttust til Keflavíkur 1922 og þar áttu þau heima síðan. Þau eignuðust þrjú börn. Guðjón S'vavar. lézt 1958, var búsettur í Keflavík, Hjalta Sigurð, búsettur í Keflavík og Ásdísi Rögnu, búsett í Hafn- arfirði. Konu sína missti Valdimar 1951. Varð hann þá að láta frá sér dótturdóttur sína, er þau hjónin höfðu alið upn og var honum einkar kær. Varð þessi tvíþætti missir honum mjög þungbær, sem skiljan- legt er. Hann bjó þó áfram í húsi sínu, Hafnargötu 53 og naut aðstoðar sona sinna og tengdadætra. Samfara líkamlegu atgervi var 'Valdimar mjög vel gefinn Valdimar jGuðjónsson andlega. Ungur átti hann ekki kost á skólagöngu umfram barnafræðslu. Og sú fræðsla var aðeins 2 mánuði á vetri, í 4 vetur. En hann var bók- hneigður og fróðleiksfús mjög, og með því að nota hvert tækifæri. er gafst írá störfum, til lesturs góðra bóka, aflaði hann sér mikils fróðleiks og staðgóðrar þekk- ingar. Hann fvlgdist snemma með verkalýðsbaráttunni og tók þátt í þeim störfum. þegar hann fékk til þess tækifæri. Hann var einn af stofnend- um fvrsta verkalýðsfélagsins í Keflavík. í Verkalvðs- og sjómannafélaffi Keflavíkur gekk hann 935 og var varafor- maður félagsins frá 1937 til 1953 eða bar til hann tók við fískimatsstörfum hér í Kefla- vík. Ég. sem b°ssar línur rita, kvnnti=t Valdimar skömmu eftir að hann fluttist til Kefla víkur. Vor- og sumarvertíð vorum við skipsfélagar. Þar kvnntist ég dugnaði hans og imrklagni. Seinna kvnntist ég honum í Verkalýðsfélamnu, einnig í samvinnustarfinu. Alls staðar var 'Valdimar saml trausti félaginn. sem alltaf var fús til starfa að hveriu c°m til heilla horfði fvrir fjöldann. Við félagar hans og vinir bökkum honum að leiðarlok- um ánægjulegt samstarf á liðnura árum og biðium. guð að hles^a minningu hans. Ástvinum hans öllum flytj- um við samúðarkveðjur. R. G. og fumandi'. Kristinn Karlsson lék nú í marki og var allgóður í fyrri hálfleik, en í þeim síðari var vörn Ármanns svo í molum, að ekki var von að hann gæti rönd við reist, þegar FH-ing- arnir voru komnir innfyrir og í dauðafæri eins og sagt er. Þróttur vann SBR auðveld- lega í 2. deild með 37 mörkum gegn 23. Leikur iþessi' var hinn skemmtilegasti að sjá, en ekki var það vegna þess að sýndur væri góður handknattleikur, heldur vegna hinna mörgu spaugilegu atvika í leiknum, og átti markvörður SBR mikinn, þátt í því. Hann varði stundum mjög vel og var bezti leikmaður SBR. Dómari var Hannes Þ. Sigurðsson hann dæmdi vel og virtist einni gskemmta sér ágæt- léga eins oig aðrir. í 3. flokki karla unnu Haukar ÍR 13:9. AlþýðublaðiS — 15. marz 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.