Alþýðublaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 3
\ Snorri Sturluson væntanlegur á Genfar i m mánudag Á SÍÐASTLIÐNU ÁRI keyptu Loftleiðir tvær Cloudmaster- flugvélar af bandaríska flugfé- laginu Pan American. Fyrri fíugvélin „Leifur Eiríksson“ var afhent Loftleiðum í Miami Beach hinn 7. desember s.l., og kom hún fyrst til Reykjavíkur skömmu fyrir jól. Síðari flugvélin, sem nefnd hefur verið „Snorri Sturluson“, var afhent Loftleiðum í Miami sl. miðvikudag, 9. þ.m. Krist- ján Guðlaugsson, formaður stjórnar Loftleiða, og Alfreð Elíasson tóku á móti flugvél- inni fyrir hönd Loftleiða. Farið var í reynsluflug á mið vikudagsmorgun með vélina. Flogið var í rúman klukkutíma yfir Floridaskaga og voru þá reynd hin. margvíslegu örygg- dag: istæki flugvélarinnar. Eftir að væntanlegir kaupendur höfðu fúllvissað sig um að flugvélin var í hinu bezta ásigkomulagi var haldið aftur til flugvallar- ins, en þar fór afhendingin fram. Hin nýja vél, „Snorri“, sem fengið hefur einkennisstafina TF—LLB, er að öllu leyti sömu gerðar og „Leifur“. En nýja vélin hefur verið máluð með öðrum hætti en fyrri vélar Loft leiða. Níu flugliðar Loftleiða hafa að undanförnu verið í Miami við þjálfun á hinum nýju Cloud master-flugvélum, og er Jóhann es Markússon fyrirliði þeirra. Nýja Cloudmaster-flugvélin, .,Snorri“, er væntanleg til ís- lands n.k. mánudag frá Banda- ríkjunum og verður Jóhannes Markússon flugstjóri. Báðar nýju vélarnar munu hef ja reglu bundið flug í áætlunarferðum Loftleiða um næstu mánaða- mót. LANDHELGI Framhald af 1. síðu. Brezku herskipin við ísland, sem haldið hafa opnum „vernd- arsvæðum“ fyrir hina brezku togara, enduðu veru sína við íslandsstrendur með því, að reka þá út fyrir 12 mílna mörk- in og tilkynna þeim, að þeir mættu ekki veiða þar fyrir inn- an. Hér fer á eftir tilkynning frá íslenzku landhelgisgæzlunni, sem segir sögu síðasta dags tog- aranna fyrir innan 12 mílna mörkin: ,,Nú um helgina fluttu brezku herskipin bæði verndarsvæði sín, annað frá Snæfellsnesi að Eldey, og hitt frá Selvogsgrunni að Ingólfshöfða. Vestur af Eldey voru í morg- un 9 brezkir togarar að ólögleg- um veiðum og gætti þeirra her- skipið UNDINE, F.141. Þar var og varðskipið ÞÓR, skiþherra Þórarinn Björnsson, Kl. 15.30 í dag tilkynnti herskipið togur- unum, að nú yrði svæðinu lok- að, og þei'r yrðu allir að fara út fyrir 12 sjómílna mörkin. Hélt þá allur hópurinn til hafs. Við Ingólfshöfða voru í morg un 8 brezkir togarar a'ð ólögleg- um1 veiðum undir vernd her- skipsi’ns PALADIN, F—165, og var þar ágætt fiskirí, allt að 6 pokar í hali. Þar Var og varð- skipið ÆGIR, skipherra Jón Jónsson. Var herskipið búi'ð að tilkynna togurunum að svæðinu yrði lokað kl. 22.00 í kvöld og þeir yrðu allir að vera komnir út fyrir mörki'n á miðnætti. Kl. 18.00 í kvöld voru þó aðeins 3 togarar þar enn að veiðum, — hini'r 1 hættir vegna veðurs.“ ÞAÐ varð ekkert úr verk- fallinu í Eyjum. Lífið mun ganga sinn vanagang í stærstu verstöð landsins. Þeir eru að fást við netin þessir. (Ljósm-: Steinar Jóhannsson.) LJtanríkisráÖherrann fer til AUMMMMMMMtWMMWMW SAMKOMU- LAG í EYJUM Framhald af 1. síðu, Féllust báðir deiluaðilar á miðlunartillögu, þar sem gert er ráðfyrir óbreyttu fiskverði, en kjör háseta og vélstjóra yrðu samræmd því, sem gildir við Faxaflóa. Fá því hásetar og vélstjórar kr. 3.60 í hækkun fyrir hvert tonn &'f fiski, sem' veiðist á neta vertíðinni. Nær þessi hækkun til 7—8 manna' á bát og gengur jafnt yf- ir alla. Munu launagreiðslur hvers báts hækka um 15—20 þús. kr. yfir vertíði'na af þessum sökum. Þykir mönnum þetta vera ný viðurkenning af ihálfu forustu- manna Sjómannafélagsins Jöt- uns á því, að kíör sjómanna hafi verið betri við Faxaflóa en bau, sem um hafði' verið samið af þessu „forustufélagi sjómanna“, eins og Hannibal komst svo spaklega að orði ekki alls fyrir löngu! Brjóstmynd afhjúpuö Á SUNNUDAG var a'fhjúpuð í Hafnarfirði á Thorsplani'nu fyrir sunnan Ráðhúsið brjóst- myndin af Þórði Edilonssyni lækni’, er Alþýðublaðið skýrði frá sl. sunnudag. Dótturdóttir Þórðar heitins, Helga1 Gröndal, afhjúpaði myndina. Ingólfur Flygenring flutti ávarp og Stef- án Gunnlaugsson flutti ræðu af hálfu bæjari'ns og veitti mynd- inni viðtöku og þakk&'ði gjöfina. Einnig töluðu við þetta tæki'- færi dr. Kristinn Stefánsson af hálfu Læknafélags ísl. og Bene- dikt Þ. Gröndal forstjóri, sónur Þórðar heitins'. Lúðrasveit Hiafn arfjarðar lék undir stjórn Al- berts Klahn. Sigurgeir Guð- mundsson skólastjóri’ stýrði at- höfninni. í fjáröflunarnefnd þeirri, er sa'fnaði fé fyrir myndina, áttu þessa'r konur sæti: Björg Guðna dótti'r, Ingveldur Gísladóttir, Kristjana Hannesdóttir, Soffía Sigurðardóttir og Si'gríður Snæ land'. ÍSLENZKA sendinefndin á landhelgisráðstefnunni í Genf mun leggja sig alla fram til að fá samlþykktar alþjóðareglur, er tryggja fslendingum fiskveiði- landhelgi sína, sagði Guðmund- ur í . Guðmundsson utanríkis- ráðherria í viðtali við Alþýðu- blaðið í gær. RáSherrann ætlaði utan í dag, en ráðstéfnan hefst næstkomandi fimmtudag. Utanríkisráðherra' kvaðst von góður um góðan árangur á ráð- stefnunni. Vitað væri’, að kana- diska tillag&n um 12 málna fiskveiðimörk hafi meiri' stuðn- ing en á síðustu ráðstefnu 1958. Hins vegar sé þess að gæta, að til samþykktar iþarf tvo þriðju atkvæða, og margt er í óvi'ssu um ráðstefnuna. Tveir fulltrúar íslands, Hans G. Andersen og Da'víð Ólafsson, eru þegar farnir til Genf. Her- mann Jónasson mun hafa farið í dag, en hinir fara' næstu daga. Þó mun Lúðvík Jósefsson ekki fara fyrr en eftir næstu helgi. Voni'r standa til að ráðsxefn- an ljúki störfum fyrir páska. VONIR standa til, að togarinn Norðlendingur geti haldið heimleiðis í dag frá Færeyjum. Var í gær unnið að því, að rík- issjóður greiddi viðgerð- arkostnaðinn í Færeyjum Þrjú jafntefli á Sauðárkróki Fregn til Alþýðublaðsins SAUÐÁRKRÓKI í gær. ATKVÆÐAGREIÐSLA um stjórn í Verkalýðsfélaginu Fram hefur nú farið fram þrisvar sinnum í rö'ð án þess, að úrslit hafi fengizt. Tveir listar eru í kjöri við stjórnarkjörið. Annar var lagður fram af uppstillinga- nefnd, en hinn af Óla Adne- gaard o.fl. Kosið var í fyrsta sinn á fundi og urðu þá úr- slit þau, að hvor listi um sig fekk 24 atkv., en 2 seðlar voru auðir. Næst var efnt til alls- herjaratkvæðagreiðslu. Urðu þá úrslit þau, að hvor listi um sig fékk 52 atkvæði. Var nú efnt til allsherjaratkvæða- greiðslu öðru sinni og féllu at- kvæði enn jöfn eða 69:69. Tveir seðlar voru auðir. — Stjórn félagsins kemur saman í kvöld til þess að athuga hvað nú skuli til bragðs taka. Þykir það ekki einleikið, hversu erf- itt ætlar að reynast, að fá fram úrslit í félaginu. Alþýðublaðið — 15. marz 1959 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.