Alþýðublaðið - 15.03.1960, Blaðsíða 10
Ritstjóri: Örn Eiðsson.
I. grein:
Að leika eins
og Lawto
UNGI maður, þú sem hyggst
leggja stund á vinsælustu í-
þrótt veraldar, knattspyrnuna.
Átt þú þann metnað og vilja,
sem er fær um að bera þig, er
stundir líða, fram í fremstu
röð hinna snjöllustu leik-
manna?
En til þess að svo megi verða,
skaltu minnast þess, að enginn
verður óbarinn biskup. Þú
verður að einbeita þér að við-
fangsefninu. Eigi mér að tak-
ast að koma þér „á toppinn“
verður þú að lofa mér því, að
leggja hart að þér við æfing-
arnar og í leik með hinn ó-
stýriláta knött.
Það er ekkert ævintýralegt
við það er ég viðurkenni fyrir
þér, að megintíma hins knappa
Jón P. stökk 1,98 m.
varð 3-faldur meistari
æfingartíma míns, notaði ég til
að spyrna knettinum í vegg og
taka við honum úr endurkast-
inu, ýmist með fótum eða höfði.
Til þess að stöðva knött sem
ber hátt, verður að fylgjast
með honum allan tímann.
Beygðu kroppinn fram og hafðu
fæturna reiðubúna til að draga
úr högginu um leið og hann
snertir jörðina.
Þetta er komið upp í vana,
segir þú, og það svo að þetta
er þér næstum sem þitt annað
eðli. Já, en því aðeins að skórn-
ir færu vel á fótunum, en ekki
öfugt. Fætur þínir ráða ekki
við knöttinn, ef þeir eru í skóm,
sem falla illa að.
Þú getur að vísu „drepið“
knöttinn, en því aðeins „100%“
rétt, að skórnir sitji vel.
í þessari fyrstu „kennslu-
UM HELGINA var háð 9.
meistaramót íslands í frjálsum
íþróttum innanhúss. Keppendur
voru margir, árangurinn góður
og keppnin tvísýn í flestum
greinum.
Á laugardag var keppit í 2
greinum, kúluvarpi' og stangar-
stökki. Úrslit í þeim komu ekki
g óvart, Gunnar Huseby sigraði
í Iþei'rri fyrrnefndu með 14,42
m. kasti, en næsti maður, Frið-
rik Guðmundsson varpaði 13,98
m. Er það 'góður árangur hjá
Friðrik, þar isem halnn var
meiddur. Huseby hefur æft vel
síðustu vikurnar og allt bendir
til, að hann verði betri í sumar
en hann var í fyrra.
VALBJÖRN NÁLÆGT 4,17.
Stangars'tökkið var nokkuð
gotit, Vaibjörn fór vel yfir 4,00
m. í fyrstu tilraun og önnur til-
raun hans við nýja methæð (inn
anhúss) 4,17 m. var ágæt og
munaði sáralitlu, að hann færi
yfir. Annars er Valbjörn nokk-
uð þungur, enda hefur hann
ekki æft nóg. Hann hefur nú
hafið æfingar af fullum krafti
og miK ekki af veita, ef hann
ætlar að verða framarlega í
Róm eð sigra í landskeppninni
í Oslo og Schwrin. Heiðar ‘hef-
ur lítið æft, en hann stökk samt
vel yfir 3,80 m. og tilraun hans
við 3,90 var allgóð. Brynjar
Jensson stökk nokkuð fallega
yfir 3,60 m., sem er nýtt héraðs
met (innanhúss).
JÓN P. ÞREFALDUR
MEISTARI.
Keppnin hélt svo áfram á
sunnudaginn og var hin
skemmtilegasta, úrslit komu
nokkuð á óvart, en árangur
mjög góður. Sérstaka athygli
vakti frammistaða Jóns Péturs-
sonar, sem sigraði í þrem grein
um og setti ágætt met í há-
stökki, stökk 1,98 m. Flestir
bjuiggust við spennandi keppni
milli Jónanna, þ. e. P. og Þ. en
svo var ekki. Jón Pétursson var
greinilega mjög upplagður og
fór yfir hverja hæðina af ann-
arri í fyrstu tilraun. Stökk hans
á 1,90 var prýðilegt, hann var
allt að 10 sm. yfir og flestir
reiknuðu nú með meti, sem og
varð. Hækkað var í 1,98 m. og
flaug Jón glæsilega yfir þá hæð
í fyrstu tilraun. Hann reyndi
þrívegis við 2,01 m. en mis-
tókst. Önnur tilraun hans var
þó ágæt. Jón Þ. var nokkuð
daufur, fór yfir 1,80 og 1,85 í
annarri' tilraun og átti enga
möguleika á 1,90 m. í þetta
sinn. Árangur Þorvaldar 1,75
m. er góður og hans bezti til
þessa. Hann átti góðar tilraunir
við 1,80 m.
Sigur Jóns P. í langstökkinu
kom nokkuð á óvart, en hann
náði jafngóðum árangri oig hann
hefur bezt náð áður, 3,22 m. —
Vilhjálmur var nokkuð þungur,
enda nýstaðinn upp úr inflú-
enzu. Hann varð þó annar með
3,18 m. — í þrístökki tók Vil-
hjálmur foryistuna með 9,66 m.
stökki, en Jón svaraði með 9,81
m. í annarri' tiiraun, sem dugði
til sigurs. Hann stökk svo 9,6íþ
m. í síðustu tilraun til að undir-
strika sigurinn. Brynjar Jens-
son náði igóðum árangri' stökk
9,30 m., sem er nýtt HSH-met.
Kristján Eyjólfsson er ungur
piltur, sem á eftir að sýna meira
í framitíðinni.
SPENNANDI HÁSTÖKK
ÁN ATRENNU.
Keppnin í hástökki án at-
rennu varð dálítið söguleg. —
Áður en keppni hófst stökk Vil-
hjálmur léttilega yfir 1,73 m.,
sem er sama1 hæð og iheimsmet
Norðmannsins Evandt. Var mik
iU spenningur í mörigum, hvort
Vilhjálmi tækist að næla i
heimsmetið, en það merkilega
skeði í keppninni, að honum
mistókslt í öll þrjú skiptin við
1,60 m., sem var byrjunarhæð
hans. í annanri tilraun var hann
þó vel yfir, en felldi af tómri
slysni. Jón Þ. Ólafsson sigraði
eftir skemmtilega keppni við
Karl Hólm, en báðir stukku
1,60 m. Halldór Ingvarsson er
efnilegur nýliði. — Að keppni'
lokinni fékk Vilhjálmur að
£0 15. marz 1960 — Alþýðublaðið