Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 4

Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 4
annar gráhvítnr, en hinn rauðleitur. Steinategund þessi mynd- ar hamarinn fyrir ofan Hafnarfjörð, og liggur svo að kalla beint í suðurátt milli tveggja hrauna. Hann fellur eigi í stöpla, heldur í stór stykki, ýmislega strend. Steinn þessi klofnar auðveldlega, og mætti úr honum gjöra tigla, ef hann væri fleigaður; mundi hann þá verða eitthvert hið fegursta og var- anlegasta veggjagrjót, og líka mætti þá við hafa hann í stein- gólf og steinrið. Útlendir steinafræðingar, er hjer hafa verið, telja, að hann líkist mjög hrufugrjóti þvi, er finna má í Andesfiöllum, og vanalega er kallað Andesfjalla-hrufusteinninn, og er það sorg- legt, þegar vjer sökum vankunnáttu eigi vitum að nota slíkt á- gætt byggingarefni, en erum ýmistað gjöra timburhús eða torf- bæi, sem þó eru lítt varanlegir. t*að er gagnmerkilegt að sjá, hvernig vorir nafnkunnu lærðu landar, Bjarni landlæknir Pálsson og Eggert Ólafsson, hafa skrifað greinilega um þessa steinategund, og þó var hún svo að kalla óþekkt meðal steinafræðinga á þeirra dögum. Lýsing þeirra á Baulusteininum er mjög merkileg, og ber ljósast vitni um þeirra nákvæmu aðgæzlu og eptirtekt. Þessa lýsing má finna í fyrra parti ferðabókar þeirra, blaðs. 138. Þeir hafa, sem eigi var heldur að vænta, eigi vitað af því, að hrufusteinar erti sjerstakt eldfjallagrjót, sem finna má í ýmsum myndum, og telzt meðal hinna almennustu eldfjallasteina, heldur hafa þeir ímyndað sjer, að hjer á landi fyndist það að eins í Baulu, og eigi víðar; en þar sem þeir af eptirtekt sinni hafa gizkað á, að það mundi vera myndað úr sjóðandi hveravatni, í því sýnir sig djúpsæi þeirra, því að það má nú sem komið er leiða mörg rök að því, að sum hrufusteinsfjöll sjeu upprunalega mynduð af fjarska-miklum geysum, en sem vjer á vorum tímum get- um enga Ijósa hugmynd haft um. Hrufusteinsfjöll eru opt málmauðug, en eigi hafa málmar þó enn þá fundizt í vorum hrufusteinsfjöllum. í Ungverja- landi fæst gull úr hrufusteinum, og hvervetna eru hrufusteins- fjöll full af járnkís með fögrum gullslit á, og eru slíkir kísar þá opt biandaðir guiii og silfri í nærfellt ósjáanlegum ögnum.

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.