Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 1

Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 1
SÆMIJNDIJR FRÓÐI. 1. ár. Marzinánuður 1874. JARÐFRÆÐISIÆG EFNI. Myndun Islands. I'egar menn vilja komast að því, hvernig hvert einstakt land sje myndað, þá er alla-jafna fyrst nauðsynlegt, að þekkja steinategundir þess, og greina þær rjettilega hverja frá annari, því með því einn móti geta menn gjört sjer ljósa hugmynd um, hvernig landmynduninni á því eða því landi muni vera háttað. Þeir menn, er einkum leggja það fyrir sig, að þekkja mynd- anir landanna, eru vanalega nefndir jarðfrœðingar (Geologer). Þetta nafn er samt eigi vel valið, og á beturviðþá fræðimenn, er sjerstaklega gefa sig við, að rannsaka jarðveginn, einkanlega að svo miklu leyti, sem jarðyrkjuna snertir. «Geologer» ættu á voru máli að heita landmyndunarfræðingar, því þeirra aðal- tilgangur er að skýra frá, hvernig löndin sjeu mynduð og af hvaða steinategundum. Landmyndunarfræðin er upprunalega byggð á steinafræð- inni, en steinafræðin er í raun rjettri tvenns konar, það er að segja: hin eiginlega steinafræði (Minerallogi), erkennirað greina hvert einstakt steinaefni út af fyrir sig, og fjallsteinafræðin (IJthologia), er einkanlega befur tillit til þeirra steina, sem fjöllin eru mynduð af. í báðum þessum fræðigreinum verður fjallmyndunarfræðingurinn að vera vel heima, ef hann á að geta gefið nokkurn veginn ljósa skýringu um myndun þess lands, sem um er að ræða. ísland er, eins og allir vita, eldfjallaland, og það er myndað af bræddum steinum, sem komið hafa úr iðrum jarðarinnar, eptir að hin fasta skorpa hnattarins var mynduð. Hinar helztu fjallsteinategundir þess eru þessar: 1. llrufugrjótssteinar (Trachyt); 2. í’ussabergssteinar (Palagonittuffa);

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.