Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 12

Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 12
44 svo frá, að sjer hafi rneð þessum hætli optsinnis heppnazt að lækna slagaveiki eða þá svo kölluðu niðurfallssýki. FÍFA VIÐ BRUNA. l’egar menn brenna sig á sjóðandi vatni, eld eða heitum málmi, og hafa eigi önnur lyf fyrir hendi, þá er einkar-gott, að leggja fífu ofan í brunasárið. Gjörist það á þann hátt, að fyrst er stungið á brunablöðrunni með oddmjóum hníf eða prjón, en síðan leggja menn þykkt lag af vel hreiusaðri fífu ofan yfir sárið, og binda svo vandlega um með mjúku Ijerepti, og þessar umbúðir skulu liggja ómakslausar, unz fífan dettur sjálfkrafa frá, og er þá hörundið gróið undir. Þessa hina sömu aðferð má og við hafa við skurði, eptir að blóðrásin er stöðv- uð, en þó skal þess jafnan vandlega gætt, að fífan sje hreins- uð frá öllum frækornum og öllum óhreinindum. FlMBULVETRAIl. (framh.). 12- ö I d i n 1105 kallast almennt í annálum Sandfallsveturinn mikli, og á þá að hafa verið hið fyrsta Heklugos eptir byggingu lands- ins. Saga Jóns Ilólabiskups Ögmundarsonar talar þannig um þetta hallæri; «t*á er hinn heilagi Jóhannes hafði skamma stund sínum biskupsstóli stýrt, lá hallæri mikið á fólkinu; ísar miklir ogveðurátta köld, svo jörð var ekki i gróða á vorþingi (í miðjum maí). Á þeirri sömu viku voru burtu allir hafísar, er þetta hallæri stóð af, og eptir það var eitlhvert sinn, að voraði mjög seint, svo jörð var ekki í gróða fyr en i fardögnm». 1118 Þetta óár á að hafa komið, þegar Gissur biskup dó, og er það nafntogað í öllum annálum; segja sumir, að þá hafi bjer horft til landauðnar bæði sökum harðinda og manndauða, er enginn hafi slíkur veríð, siðan landið byggðist. Mannfall þetta á að hafa að borið 1120, og er það haft eplir Sæmundi presti hinum fróða, að þó al- þingi væri þá eitt hið fjölmennasta, er bændur hafi drjúg- um sótt til þings, þá mundu þó eigi færri hafa dáið en

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.