Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 11

Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 11
43 isins. Hið mesta af þessu lendir á nóttunni í sængurfötunum, og það getur orðið til mikillar óhollustu, ef sængurfötin eigi eru viðruð. Með því nú að slíku verður eigi við komið nema endrum og sinnum, þá er það þó allajafna langtum betra en ekkert, að láta rúmin standa óumbúin, og lofa andrúmsloptinu að leika um þau um stund, áður en uin er búið. Menn ættu þá að taka brekánin fyrst ofan af rúminu, og leggja þau á stól eða kistla við rúmið, og láta svo súg í gegnum vindsmugu eða opinn glugga leggja á þau sem svari hálfri eða heilli klukku- stund, og búa þá fyrst um rúmin, er sængurfötin væru orðin köld og vel rokin. Á vorum og sumrum ættu menn svo opt, sem veður leyfir, að viðra sængurföt sín iðulega, og láta rúmin slanda óumbúin og viðrast allt fram undir hádegi. Við það mundi loplið í svefnherbergjunum verða langtum betra, og inenn losast við þann daun, er allajafna leggur af óviðruðum sængurfötum. Fyrir nokkrum árum var læknir nokkur í París, sem varð nafnkunnur fyrir það, hvað vel honum tókst að lækna tauga- veikina, en hann sagði svo sjálfur frá, að höfuðráð hans hefði verið, að láta sjúklingana daglega skipta rekkjuvoðum, og viðra þan og þvo sem vandlegast. ÖNGVIT OG MEÐFERÐ f’EIRRA. Mörgum mönnum, einkum kvennfólki og mænukerösveik- um unglingum, hættir stundum mjög við öngvitum. |>essi öng- vit eru eigi allajafna svo hættulaus, sem menn halda, og mörg dæmi eru þess, að menn hafa andazt úr þeim snögglega. f*au eru optast undanfari slagaveiki, og því er nauðsynlegt, að sporna við þeim í tíma. Öllum, sem öngvitagjarnt er, er ráð- legast, að leggja sig flata niður þá þegar, er þeim finnst að að sjer ætli að svífa, og losa fötin um sig, en þar næst skulu þeir þefa af snlmiak-spiritus, og ættu allir, sem hætt er við öngvitum eða yfirliðuin, að hafa á sjer ofurlítið glas með sal- miak-spiritus í, til þess að geta þefað af því, þegar þeir finna, að að sjer ætlar að svífa, og segir læknir nokkur frakkneskur

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.