Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Síða 5

Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Síða 5
37 í vorum hrufusteinafjöllum finnst og mikið af kísum með gulls- lit á, en aldrei hef jeg í slíkum kísum getað fundið merki gulls eða silfurs, og hef jeg þó opt prófað þá eplir rjettum efna- fræðislegum reglurn. Hvað flnnast kann, veit hvorki jeg eða aðrir, en fjarska-mikið er af slíkum kísum hjer á landi, og jafnan verður það að telja auðið, að sumir þeirra kynnu að hafa í sjer gull eða silfur. Ilrufusteinsfjöll falla opt í hellur, bæði stærri og smærri, og um slíkar hellur skal nákvæmar talað, þar sem skýrt verð- ur frá hrufuhellugrjótinu. Hrufusteinar gefa góðan jarðveg, þegar þeir fara að meyrna. Dalir í hrufusteinsfjðllum eru mjög grasgefnir, og mold sú, er þar myndast, er einkar-góð í matjurtagarða. Bæði kartöflur og kál vaxa vel í slikri mold, og gefa margfaldan ávöxt, enda hefur hrufugrjótið í sjer fólgið nærfellt öll þau efni, er jurt- irnar þurfa til að ná góðum vexti og viðgangi. Í’eir fóslbræður Bjarni og Eggert hafa nákvæmlega tekið eptir því, hversu hæfilegur Baulusteinninn væri til húsagjörða, því að á blaðs. 141 segja þeir: «Til bygginga væri þessi steiuu hinn ákjósanlegasti, eigi að eins til algjörðra steinhúsa (grund- murede Bygninger), heldur og jafnvel til hornsteina, glugga- kistu-stólpa, o. s. frv., því bæði er það, að það er hægt að fella steinana vel saman, enda binda þeir kalkið mjög vel. Ef menn vildu færa hann til annara landa, væri hægt að flytja hana niður eptir Norðurá, þegar hana leggur, því á þessi renn- ur rjett við ræturnar á Baulu». tetta sýnir meðal annars, hvernig þessir sannkölluðu merk- ismenn hugsuðu um allt, er ættjörðu þeirra mætti að gagni koma, enda taka þeir það fram, að liinir fátæku íslendingar gætu með þessu móti aflað sjer peninga á veturna, þegar ekk- ert annað væriaðgjöra. Þeir geta þess enn fremur, að Baulu- steinninn sje í Borgarflrðinnm hafður í legsteina, og að legsteinn Kjartans Ólafssonar sje gjör úr honum. Þeir tala og um það, að Baulusteininn megi flytja á hestum, og að það sje gefið, að hafa 2 steina á hverjum hesti, einn stein tveggja álna langan í hvern bagga. (Framhald síðar).

x

Sæmundur Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.