Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 13

Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 13
45 þeir er, á þingi voru, og með því tala þeirra bænda, er þingfararkaup áttu að gjalda 20 árum fyr, er talin að hafa verið 38 hundruð, þá má, segir Hannes bisknp, fara nokkuð nærri um það, hvílíkt mannfall þetta hafl verið, en engin vissa er samt fyrir, að það hafi af hörðum vetri eintómum komið, heldur eru öll líkindi til, að einhver fjarska-mannskæð sótt hafl þá gengið yflr landið, enda segja og íslenzkir annálar, að þá önduðust eigi færri úr s ó 11, en til þings hefðtákojjiið». 1125 Á þessu ári segir Berghans, að fjarska-harður vetur hafl gengið yflr allt þýzkaIatfJ.T ^ 1152 var að vísu hallæri, en alls eigi af hörðum vetri, heldnr af eldgangi úr Trölladyngjum. Árin 1181, 1182 og 1184 er talað um óáran, en eigi virðist sú óáran að hafa komið af hörðum vetrum, held- ur, ef til vill, af grasleysi. 1186 kallast fellivetur, grasleysi mikið. Vorið kallaðist »i 11 a vor». Af þeim 6 óárum sem nefnast á þessari öld, er eigi að sjá, að nokkurt af þeim hafi komið af neinum sjerleg- um aftaksvelrum, nema ef vera skyldi árið 1105 og 1186, heldur virðist hinn mikli manndanði öndverðlega á þess- ari öld, að hafa komið af megnri landfarsótt, en slíkar vorn þá algengar í öllum löndum norðurálfunnar. 1197 er talað um óöld mikla og ísalög, en Flatevjar-annáll kallar það »vindöld mikil og ísalög». 1199 var mesti frostavetur á Skotlandi. Ölið fraus þar alstað- ar, og var selt eptir pundum, en jörð varð eigi plægð fyr en komið var fram í miðjan maí. Mjer þykir ekki ólíklegt, að þetta sjeu hin sömu barðindi, sem annálar vorir tala um, að gengið hafl yfir allt ísland 1200, og sem um er talað í Sturlunga sögu, og hafl sáveturbyrj- að seint á árinu 1199, og haldið svo áfram fram á vorið. 1200 Þessi vetur er, eins og nú var um getið, talinn að hafa verið harður um allt land. Hjer af flýtur, að 12. öldin hefur verið mjög væg að

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.