Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 14

Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 14
veðuráttufari til, þar sem Berghaus getur að eins um eina 4 kalda vetur, og hjer hafa þeir að eins verið 5 eða 6. 13. öldin. 1202 er talið að hafa verið mikill frostavetur. 1203 teljast að hafl verið hallærisvetur, en í sögu Guðmundar og biskups hins góða kallast þetta að eins hallæri, því þar 1204 segir svo: Ilinn fyrsta vetur, er herra Guðmundur biskup sat á sínnm stóli, gekk mikið hallæri yfir fólkið, einkan- lega fyrir norðan, svo að 2000 manna var talið að dæi frá veturnóttum til fardaga, mest af snlti og harð- rjetti, um Norðlendingafjórðung». Páls biskups saga segir, að þrengt hafi að mönnum, því að bilað haíi sáð og sæföng, og velflestur vetrarviðbúnaður. 1210 var mesti hörknvelur um allan suðurhluta norðurálfunnar. Pófljótiö lagði, og ísinn í Adriatiska hafinu var svo mikill, að hlaðnir vagnar fóru yfir það hjá Venedig. Antgo, stjörnufræðingur lætur þennan vetur hafa að borið 1216, en Berghaus setur hann til 1210. í annálum vorum er eigi talað um hann. 1227 er talað um mesta óþurrkasumar, svo að vart hafi sjezt þurr dagur. Hey ónýttust, svo menn urðu að skera, en um harðan vetur er eigi talað. 1231 er talað um hafís kring um allt land. til Veturinn 1233 kailast í annálum »Jökulvetur hinn mikli», 1233 og á hafísinn þá að hafa iegið við landið allt sumarið. 1234 mesti frostavetur um allt ^ýzkaland, Holland og Ítalíu; Donáfljótið botnfraus, og höfnin við Venedig var ísi þak- in. Arago setur þennan mikia vetur 1226. 1252 nefna annálar harðan vetur, en þó er eigi að sjá, að hann hafi verið fyrirtaks-harður. 1258 er lalað um, að veðurátta hafi verið svo ili, að menn mundu eigi slíka, einkum um vorið. 1260 var harðurvetur, svo menn felldu mjög fje sitt; Ijet Giss- ur jarl gjöra það heit, að vatnfasta fyrir Ólafsmessu.

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.