Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Page 9

Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Page 9
41 inu, sem að sínu leyti er eins nauðsynlegt að fái útrás, eins og hægðir til baks og kviðar. Af þessu er það auðsætt, að það er nauðsynlegt, að halda svitaholunum hreinum, því lokist þæraf harðnaðri svitaskán eða öðrum óhreinindum, þá er heilsunni fyr eða síðar þar afskaði búinn. í'ettaættu menn vel að íhuga, og láta sjer sem annast um, að halda hörundinu hreinu, og með því lófarnir og iljarnar, eða, yflr höfuð að tala, hendur og fætur, taka svo sjerstaklega mikinn þátt í útgufuninni, þá ætti hvorttveggja að þvo og hreinsa vel á hverjum degi. l’að kann nú mörgum að virðast svo, sem tannlækn- irinn í Canada taki of djúpt í árinni með það, hvern þátt hann ætlar að óhreinir fætur eigi í tannpinunni og skemmd tann- anna, en þó vil eg minna fólk á einn hlut, sem mjer virðist að styðji mjög að þessari hans skoðun, og það er þetta. ís- lendingar hafa, eins og kunnugt er, góðar og hvítar tennur, og það opt fram á elliár, enda munu það fáar þjóðir, sem þvoi sjer optar um fæturna en þeir gjöra, og ber það helzt til þess, að þeir verða svo opt votir í fætur, og með því aliir vita, hversu ónotalegt og óhollt það er, að standa lengi í votu, þá fara meun svo fljótt sem auðið er í þurra sokka, en hjer af flýtur uú einmitt, að Islendingar þvo sjer manna mest um fæturna, og skipta optar um sokka sína, en almennt er gjört erlendis. Jeg hef enn fremur tekið eplir því, hversu unglingum í kaupstöðunum er gjarnara á, að fá tannpínu, og hafa orrn- jetnar tennur, en upp til sveita. Hvað veldur nú þessu? Lopts- lagið er þó hið sama, og matarhæfið nærfellt og hið sama. Að kenna þetta sykuráti, dugar alls eigi; því að það vita menn að Negrarnir, sem borða manna mest sykur, hafa bæði hvítarog slerkar tennur; heldur eigi virðist full ástæða til, að kenna það heitum drykkjum einum; því að unglingar borða og drekka líka heitt upp til sveita. Að vísu er allur heitur matur og drykkur skaðlegur fyrir tennurnar, en munurinn getur þó varla komið af þessu einu. í*að verður því leyfilegt að ímynda sjer, að hann geti komið af því, að þar sem ungliugar upp til sveita jafn-

x

Sæmundur Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.