Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Page 8

Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Page 8
40 LÆKNISFRÆÐISLEG MÁLEFNI. Fátt er of vandlega hugaö. Tannpína og önnur tannveikindi. Tannlæknir nokkur í Canada hefur nýlega þótzt gjöra þá uppgötvun, að tannpína og ormjetnar tennur kæmu af óhreinum fótum. «Enginn partur líkamans hefur svo stórar svitaholur sem iljin», segir hann. "Haldist þessar svitaholur eigi hreinar sökum þess, að menn svo sjaldan þvo á sjer fæturna, getur það orðið tilefni þess, að mörg útslitin ogóhrein efni verða eptirí blóðinu, og þetta veldur ýmsum sjúkdómum í höfðinu og tönnunum. Hið bezta ráð til að girða fyrir allt hið illa, er af þessu kann að fljóta, er að þvo sjer daglega um fæturna, og skipta opt um sokka». Nú þótt þessi skoðun muni þykja heldur undarleg, þá er þó eigi svo ólíklegt, að hún hafl við allmikil rök að styðjast; því að eins og það er óneitanlegt, að undir iljunum og milli tánna eru stórar svitaholur, sem af náttúrunni er ætlaðar til þess, að flytja óholla vökva út úr líkamanum, eins virðist það mjög lík- legt, að það valdi mikilli óhollustu, þegar þessar svitaholur lokast af svitaskán, er seztíop þeirra, sem þá verður að varna því, að hinir óhollu vök'var komist þar út úr likamanum. Á hinn bóginn virðist engin ástæða tii, að gjöra fótunum lægra undir höfði en höndunum, og sje það óhollt, að ganga með ó- þvegnar hendur, þá eru öll líkindi til, að það sje einnig óhollt, að ganga með óþvegna fætur. I saleeritanska skólanum var það ein af höfuðreglunum, að menn skyldu þvo sjer opt um hendurnar, ef þeir vildu hafa góða heilsu. (Si vis esse sanus, ablue sœpe manus; Það er : « Viljir þú vera heill heilsu, þá mun eptir því, að þvo þjer opt um hendurnam.) í hörundinu finnast, eins og kunnugt er, svo að segja ó- tölulegur grúi af svitakirtlura, og svo menn geti gjört sjer hug- roynd um tölu þeirra á öllum líkamanum, má geta þess, að prófessor Wilson hefur á einum teningsfleti í lófanum talið eigi færri en 3,628 slíka kirtla. Lndir iljinni eru þeir áað gizka jafnmargir, en talsvert stærri en í lófanum. Hver einn af þessum kirtlum út gufar jafnt og þjett útslitnum efnuin úr blóð-

x

Sæmundur Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.