Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 6

Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 6
UM BEIN SEM ÁBURÐ Á TÚN OG KÁLGARÐA. Þó að bein hafi nú um 30 ár verið við höfð sem áburður á garða og á akra annarstaðar í norðurálfunni, veit jeg eigi til, að þau hafi enn þá til þessa verið notuð hjer á landi. í’ar á móti sjá menn nú á Landshagsskýrslum vorum, að þau eru komin inn í vora hjálpsamlegu verzlun, og þannig er nú um hin síðustu 10 ár fiuttar stórhrúgur af þeim út úr landinu. Erlendis eru bein talin jafngildi við »Guano» eða fugla-áburð, en af þessum áburði eru fluttir margir stórfarmar árlega til norðurálfunnar. Beinin eru vanalega mnlin í mjöl, og plægð niður í moldina, bæði í kálgörðum og ökrum, en þó þykir mörgum svo, að vel megi við hafa beinin sem áburð án þess að mylja þau i mjöl, heldur megi láta moldina hafa fyrir því, að sundur liða þau. Aðrir segja, að það megi nægja, að brjóta þau í mola með sleggju, og hræra svo þessum beinabrotnm saman við mykjuna eða hvern annan áburð, er við hafður er í kálgarða og akra,ögherra prófessor Fouquet, einhver hinn helzti jat'ðyrkjufræðingur Belgíumanna, þeirrar þjóðar, sem hvað lengst er komin í allri jarðyrkju, segir, að beináburðnrinn hafi sýnt það þar á landi, að hann sje flestnm áburði betri, og marg- faldi jarðargróðann meira en fiestur annar áburður. Ilann tel- ur beináburðinum það og til gildis, að hann þurfi eigi að við hafa optar en svo sem fjórða hvert ár, og margfaldi hann þó nálega alian jarðargróða allt eins vel og «Guano«, eða jafnvel betur; hann kveður enga nauðsyn til bera, að mylja beinin í mjöl, þegar þau sjeu höfð í kálgarða, heldur að eins að brjóta þau í smá stykki, og blanda þeim svo innan um moldína eða úburðinn, sem við er hafður. í Belgíu reikna menn, að þá sje beináburður nægur, ef 2—300 pund sjeu borin á dagslátt- una, og yrði það eptir stærð kálgarða þeirra, er almennt tíðkast hjer á landi, sem svarar tæpum 20 pundum eða 2 fjórðungum á hvern nokkurn veginn stórari kálgarð, en þá nægir, að bera slikan áburð á 4. eða 5. livert ár. Mjer er sagt, að kaup- menn þeir, er hjer kaupi bein, muni gefa sem svari I skild- ing fyrir hvert pund, og verður það þá liðugur ríkisdalur fyrir hverja 10 fjórðunga. Jeg held, að íslendingar ættu sem fyrst

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.