Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 10

Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 10
42 vel hafa gaman af að vaða og ösla í snjó og vatni, sem fætur þeirra þó fá nokkurs konar þvott við, þar eru menn í kaup- stöðunum mjög áhyggjufullir fyrir því, að börn og unglingar vökni ekki í fæturna. Pe gar jeg var í Grefenberg, þá furðaði mig á því, hversu Prietsnitz (svo hjet vatnslæknirinn þar) Ijet sjúklinga sína opt við hafa köld fótaböð; því að það var eigi allsjaldan, að þeir máttu taka köld fótaböð tvisvar og þrisvar á dag. «Hvað ætlið þjer yður með þessum sífelldu fótaböðum ?» spurði jeg hann einu sinni. «Þaðgjöri jeg margra hluta vegna», sagði hann; «fyrst er nú það, að jeg vil, að sjúklingar mínir hafi jafnan hreina fætur, en það vill opt verða skortur á því, þegar menn ganga með þunna svarta-skó í sandi og moldryki því, er hjer tíðkast, þegar þurrviðri ganga; en þá eru sjúkling- ar mínir hvað mest á stjái á skemmligöngum, eins og þú munt sjeð hal'a. Jeg hef tekið eptir því, að þeir eru eigi allir svo táhreinir um fæturna, sem jeg vildi óska, þegar þeir hátta, og þess vegna hef jeg skipað böðunarþjónunum, að láta þá jafn- an taka fótabað, áður en þeir gengju til sængur. Iðuleg fótaböð», bætti hann við, «eru eitthvert hið bezta ráð gegn höfuðverk og íannpínu; heit fótaböð við hef jeg aldrei, því að þau gjöra kalda fætur; köld fótaböð þar á móti gjöra heita fætur og lækna höfuðverk; þó mega þau aldrei vara lengur en 5—8 mínútur, svo að kuidannm slái eigi fyrir brjóstið». Af þessu, sem nú er sagt, eru það ráð mín, að landar mínir iðki handa- og fótaþvott meira en hingað til hefur átt sjer stað, og jeg bæti því þess vegna við hina áður greindu stöku salernitanska skólam : «Vitjir þú halda góðri heilsu, þá þvoðu þjer iðulega um hendur og fœtur». UM VIÐRUN SÆNGURFATA. Það er ætlun hinna svokölluðu líffræðinga (Physiologer), að á nóttunni gufi út úr manninum sem svari 20 til 30 lóðum í gegnum hörundið, og þó mikill hluti þessara útgufana sje vatnsgufa og sviti, þá fylgja þar og með önnur efni, sem þurfa að komast út úr líkamanum, og úr andrúmslopti svefnherberg-

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.