Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 7

Sæmundur Fróði - 01.03.1874, Blaðsíða 7
39 að hætta þessari beinaverzlun, því að bún er landinu til langt- um meiri skaða en gagns, þar sem hún sviptir það einhverjum hinum bezta áburði, er menn geta fengið, áburði, sem menn mættu kaupa dýrum dómurn, ef menn vildu fá hann erlendis frá inn i landið. Fyrir mörgum árum sýndi barún Liebig ljóslega fram á, að því er eins varið með grasategundir og jurtategundir, sem með dýrin, að hvorttveggja þarf fæðslu við, ef það á að ná vexti og viðgangi, og það er varla nokkur almennari næring lil fyrir rætur jurtanna, en kalk og phosphor-sýra, og það eru ein- mitt þessi tvö efni, sem Qnnast í beinunum; þau eru því í raun og veru einhver hinn bezti áburður, sem fengizt getur, og einkanlega ómissandi fyrir kálgarða vora, en þeir gefa nú árlega, eins og kunnugt er, mikið manneldi af sjer, þar sem þeir eru vel ræktaðir. Samkvæmt Landsbagsskýrslunum eru hjer á þeim 5 árum, frá 1865 til 1869, að báðum árum meðtöldum, 5071 lýsipund af beinum Butt út, og hefði það verið meira en nægur beina- nburðuráalla vora kálgarða, sem 1866 eru taldir að hafa verið alls að tölu á öllu laudinu 4810, 272990 ferhyrndir faðmar að flatarmáli. Það er alls enginn vaQ á, að hefðu kálgarðar vorir verið yrklir með beinaáburði í hin síðustu 5 til 7 ár, hel'ði ávöxtur þeirra hlotið að verða tvöfaldur, ef eigi þrefaldur við það, sem hann er nú, og er það harðla sorglegt, þegar slíkur ágóði gengur manni úr höndum árlega. t’að er mitt ráð, að íslendingar sem allra-fyrst hætti allri beinasölu, en safni bein- unum heima hjá sjer sjálfum, og við hafi þau sem áburð á kálgarða sína, og mun það bráðum sýna sig, að þetta er tals- vert hollara og notadrýgra, en selja hvert lýsipund fyrir nokkra skildinga út úr búð. þegar beináburður á kálgarða væri orðinn almennur, mundi bráðum mega fara að stækka Qatarmál þeirra töluvert, enda virðast þeir allvíða eigi helmingur við það, sem þeir gætu og ættu að vera.

x

Sæmundur Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæmundur Fróði
https://timarit.is/publication/103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.