Fréttablaðið - 09.05.2001, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 9. maí 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
Blair boðar loks til kosninga:
Varar sitt fólk við of
mikilli sigurvissu
london. flp. Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, boðaði í gær til
kosninga 7. júní næstkomandi. Blair
sagði „mikið starf framundan" í
kosningabaráttunni og varaði sam-
flokksmenn sína við of mikilli sigur-
vissu. Verkamannaflokkurinn, flokk-
ur Blair, hefur haft örugga forystu í
skoðanakönnunum undanfarið og
raunar allt kjörtímabilið. „Þrátt fyrir
að við getum verið stolt af mörgu ...
eru enn margar hindranir sem við
þurfum að yfirstíga,“ sagði Blair við
tækifærið.
Fréttaskýrendur telja að mjög
hörð kosningabarátta sé framund-
an. Ihaldsflokkurinn mun þurfa að
beita öllum brögðum og Blair hefur
lagt áherslu á að kosningabaráttuna
verði að heyja eins og mjótt sé á
munum. Leiðtogi íhaldsflokksins,
William Hague, á þó verulega á
brattann að sækja í kosningabarátt-
unni. íhaldsflokkurinn vonast til að
höfða til dæmigerðra kjósenda
sinna sem margir hverjir sátu
heima í kosningunum fyrir fjórum
árum. Þeir hafa þó ekki mikla trú á
flokknum ef marka má kannanir en
helmingur telur íhaldsflokkinn ekki
hæfan í ríkisstjórn enn sem komið
er. ■
BARÁTTAN HAFIN
Með því að boða til kosninganna fyrír utan skóla í London minnti Blair á hættuna á þeim
niðurskurði til skólamála sem Verkamannaflokkurinn segir blasa við ef (haldsflokkurinn
nær völdum.
EÐA HVAÐ?
REVELATION
Fimm landflótta barnafjölskyldur knýja nú á dyr Reykjanesbæjar.
Ovissa um flóttamenn
Reykjanesbær hefur ekki samþykkt móttöku júgóslavneskra flóttamanna þó Flóttamannaráð segi að svo sé.
flóttafólk Óvissa í’íkir enn um hvar
fimm landflótta barnafjölskyldur frá
Júgóslavíu, sem veita á hæli hér á
landi og væntanlegar eru eftir rúman
mánuð, munu fá búsetu.
Árni Gunnarsson, formaður
flóttamannaráðs, segir Reykjanesbæ
þegar hafa samþykkt að veita flótta-
fólkinu viðtöku en Hjörtur Zakarías-
son, bæjarritari í Reykjanesbæ, seg-
ir bæjarráðið aðeins hafa samþykkt
formlegar viðræður um móttöku
fólksins en ekki hafa gefið endanlegt
svar.
„Bæjarráðið hefur samþykkt
formlega að fara í þessa móttöku.
Þótt við höfum ekki gefið það form-
lega út að þetta sé niðurstaðan liggur
hún samt fyrir. Við höfum sjálfir aug-
lýst eftir húsnæði fyrir fólkið og
erum að gera húsleigusamninga,"
segir Árni Gunnarsson.
En Hjörtur Zakaríasson segir
málið ófrágengið þótt Reyknesingar
séu jákvæðir fyrir verkefninu.
„Bæjarráð hefur samþykkt að
verða við erindi félagsmálaráðuneyt-
is og feia bæjarstjóra og félagsmál-
stjóra að eiga viðræður við Flótta-
mannaráð en þetta er enn ekki fastá-
kveðið. En það er ljóst að það er vilji
bæjarstjórnar að leysa þessi mál svo
Sjómenn við Eyjafjörð
Engar 11 millj -
ónir í árslaun
51ÓMENN Sjómannafélag Eyjafjarðar
hefur sent frá sér ályktun þar sem
það segir yfirlýsingar Þorsteins Más
Baldvinssonar, forstjóra Samherja,
um að sjómenn hafi ellefu milljón
króna árslaun ekki eiga við rök að
styðjast.
Félagið segir að meðallaun allra
félaga í Sjómannafélagi Eyjafjarðar,
sem greiddu til félagsins á síðasta
ári, hafi verið 2.578.000 krónur.
í tilkynningu frá félaginu segir
að „hins vegar sé sem betur fer
nokkur hópur félagsmanna með
betri launakjör en þessi meðal-
talstala segir til um. Fullyrðingar
um ellefu milljóna króna árslaun
sjómanna eru þó út í bláinn og víðs
fjarri veruleikanum. Því aðeins gat
sjómaður á Baldvini Þorsteinssyni
EA, aflahæsta skipi landsins, náð
slíkum launum á síðasta ári að hann
væri á sjó allt árið. Það vita þó allir
sem vilja vita að sjómenn á frysti-
skipi eins og Baldvini Þorsteinssyni
eru alls ekki á sjó allt árið. Nær lagi
er að þeir fari að jafnaði í annan
hvern túr. Fullyrðingar forstjóra
Samherja hf. um ellefu milljóna
króna árslaun sjómanna á frysti-
skipum félagsins eru því úr lausu
lofti gripnar og til þess eins fallnar
að ala á tortryggni almennings í
garð sjómanna í verkfalli þeirra." ■
framarlega sem þeir útvega íbúðir og
mig minnir að það komi fram í bréfi
félagsmálaráðuneytis að Rauði
krossinn sé búinn að leysa úr þeim
málum,“ segir Hjörtur.
Að sögn Hjartar eru Suðurnesja-
rnenn vanir að taka á móti útlending-
um. „Það eru ekki bara íslendingar
sem sogast að þessum kjálka því hér
er fjöldi útlendinga í vinnu. Til dæm-
is eru tíu prósent íbúa í Garðinum
Pólverjar," segir hann.
Reiknað er með að flóttafólkið
komi um miðjan júní. Um er ræða
fimm barnafjölskyldur með börn á
aldrinum fimm til fimmtán ára, en
samtals eru flóttamennirnir 23. Hóp-
urinn er sá fimmti frá löndum fyrr-
um Júgóslavíu sem kemur til íslands
frá 1996. Hinir hóparnir hafa farið til
ísafjarðar, Hafnar í Hornafirði,
Blönduóss og Siglufjarðar. Allir
flóttamennirnir sern fóru til Blöndu-
óss munu hafa yfirgefið bæinn og að-
eins ein fjölskylda er eftir á ísafirði
en hún mun vera að huga að flutningi
á höfuðborgarsvæðið. Fram kemur í
frétt annars staðar í blaðinu að með-
limir fyrsta hópsins hafa nú fengið
íslensk vegabréf og fá ríkisborgara-
rétt í júlí.
gar@frettabladid.is
Meiraprófsnámskeið
• leigubifreið • vörubifreíð • hópbifreið
Í81 kT; I BtlL'Í E V'i l'l AUKIN ÓkURrTTINDM
LEICUBiFREID - VÖRUBIFREID - HÖPBIFREID
BÓKABÚOIH
MJÓDD
»5771130
SÓKABÚ0IN
HAMRABORG
» 554 0877
$ kTTFö i i é
»511 1160
Mikiö úrval af ferðatöskum
landakortum og ferðabókum
í sumarfríið.