Fréttablaðið - 09.05.2001, Síða 14

Fréttablaðið - 09.05.2001, Síða 14
FRETTABLAÐIÐ 9. maí 2001 MiÐVIKUDACUR HVERNIC FER? Seinni leikur Real Madrid og Bayern Múnchen? ÁSGEIR SIGURVINSSON: „Leikurinn getur farið á báða bóga en Bayern vinnur. Það er vel skipu- lagt lið sem vex í þeim leikjum sem þarf. Leikur- inn fer annaðhvort 2-0 eða 2-1. Elber og Scholl verða á skotskónum." AUÐUF. SKÚLADÓTTIR, KNATTSPYRN UKONA: „Markið sem Bayern skor- aði á útivelli er það dýrt að liðid fer ekki að tapa því. Það er vel skipulagt í varnarieik. Leikurinn á annaðhvort eftir að enda I markalausu jafntefli eða með sigri Bayern, 1-0." |knattspyrna| Guðni Bergsson var útnefndur leikmaður ársins hjá enska 1. deildarfélaginu Bolton Wanderers, annað árið í röð. Guðni fékk stóran bikar að launum og tók við honum fyrir leik Bolton og Sheffield United í lokaumferð 1. deildarinnar á sunnudaginn. Guðni hefur leikið vel með Bolton í vetur sem fyrirliði liðsins. Það hafnaði í þriðja sæti 1. deildar og mætir WBA í undanúr- slitunum um sæti í úrvalsdeild. Þá var Guðni útnefndur leikmaður árs- ins af helstu styrktaraðilum, leik- mönnum og stuðningsmönnum liðs- ins. Mbl.is greindi frá. Tveir leikmanna rúmenska liðsins Universitatea Craiova hafa verið reknir frá félaginu í kjölfar hörmu- legrar frammistöðu í leik liðsins gegn Otelul um helgina. Þeir stóðu sig svo illa að einn stjórnarmanna hafði það á orði að frammistaða þeirra hefði verið hrein og klár til- raun til að hjálpa hinu liðinu. Mikil ólga er í rúmenskri knattspyrnu um þessar mundir. Leikmenn eru sektaðir til hægri og vinstri fyrir slaka frammistöðu og áhorfendur eru hættir að mæta á leiki. DV greindi frá. Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Ipswich sigruðu Manchester City á heimavelli á þriðjudagskvöld með tveimur mörk- um gegn einu. Þetta voru ekki góðar fréttir fyrir Manchester City, sem féll í kjölfarið niður í fyrstu deild. Þó mikið gerðist í leiknum var fyrsta markið ekki skorað fyrr en á 74. mínútu. Það var Shaun Goater sem skoraði fyrir City. Ipswich tók þessu ekki þegjandi, Matt Holland skoraði á 78. mínútu og Martin Reuser á 84. mínútu. Hermanni var skipt út af á 63. mínútu. Ekki eru allir sáttir við fall City: „Það er synd ef Manchest- er City fellur niður um deild. Það á það ekki skilið/' sagði Bjarni Felixs- son íþróttafréttamaður í samtali við Fréttablaðið um daginn. I^A er ekki eina liðið sem neyðist til að selja hluta æfingavalla sinna til að halda sér á floti. Real Madrid seldi yfirvöldum í Madrid á mánudag æfingasvæði sitt til að slá á tæplega 25 milljarða króna skuld- ir félagsins. Talið er að verðmæti svæðisins sé allt að 40 milljarða króna virði. Minnihlutinn í borgar- stjórn mótmælti ráðahagnum mjög. Félagið á að taka sitt hafurtask saman og flytja starfsemi sína árið 2004. Þá er áætlað að nýtt og enn fullkomnara svæði verði tilbúið. Á gamla svæðinu eiga fjórar 45 hæða skrifstofubyggingar að rísa, tvær þeirra verða á snærum Real Madrid. Borgin ætlar einnig að byggja glænýjan, 20 þúsund áhorf- enda, völl og nota hann sem beitu fyrir Ólympfunefndina en Madrid sækir um að halda Ólympíuleika árið 2012. Tveir leikir í undanúrslitunum í kvöld: „NBA, ekki fjölbragðaglíma." nba Philadelphia 76ers eru eflaust ekki sáttir með hvernig fyrsti leikur liðsins og Toronto Raptors í undan- úrslitum austurstrandarinnar fór á sunnudaginn. Toronto vann leikinn mjög naumt, með 96 stigum gegn 93 stigum Philadelphia. Þetta er ekki ákjósanlegt upphaf í einvígi og Philadelphia verður að mæta sterkt til leiks í kvöld til að lendá ekki tveimur sigrum undir. Dallas Mavericks mæta San Ant- onio Spurs einnig í kvöld í þriðja leik liðanna í undanúrslitum vestur- strandarinnar. Dallas þarf að bíta í það súra epli að vera tveimur sigr- um undir eftir tap á móti Spurs á mánudagskvöld. Þeir voru einnig í þessarri stöðu á móti Utah Jazz á dögunum og sneru henni sér í vil. Þá þurftu þeir hinsvegar ekki að mæta einbeittum Tim Duncan og liðs- mönnum hans í hefndarhug. Duncan mætti til leiks á mánudagskvöld með svitaband með upphafsstöfum Derek Anderson á, skoraði 25 stig og tók 22 fráköst. San Antonio vann leikinn með 100 stigum á móti 86. Derek Anderson fór úr axlarlið í leik liðanna á laugardaginn þegar Juwan Howard braut harkalega á honum. Hann spilar að öllum líkind- um ekki meira 1 úrslitakeppninni. „Við ætlum að vinna leikinn, ekki að hefna okkar,“ sagði Tim Duncan fyrir leikinn. Stuðningsmenn Spurs voru hinsvegar á öðru máli, bauluðu stíft á Howard í hvert skipti sem hann kom nálægt boltanum og öskr- uðu: „Þetta er NBA-deildin, ekki fjölbragðaglíma.“ ■ DANGLAÐ I DÓMARANN Þjálfari San Antonio Spurs, Gregg Popovich, var ekki sáttur þegar dæmd var villa á Danny Ferry í leiknum á móti Dallas Mavericks á mánudaginn. Popovich var útilokaður frá leiknum fyrir uppátækið . SÖNN SIGURGLEÐI Giovane Elber fagnar hér ásamt Roque Santa sigurmarki þess síðarnefnda gegn Leverkusen um síðustu helgi. „Sterkastir undir pressu“ Bayern tekur á móti Real í kvöld. Þjálfarinn Omar Hitzfeld segir “lífshættulegt” að stefna á jafntefli. knattspyrna Bayern Munchen vann Real 1:0 á Santiago Bernabeu fyrir viku og dugir liðinu því jafntefli í heimaleiknum til að komast á San Siro. Þjálfarinn Ottmar Hitzfeld er þó á þeirri skoðun að „lífshættu- legt“ sé fyrir Bayern að stefna á jafntefli, þeir verði að fara í leikinn með sigurhugarfari. „Við verðum að skora eitt eða tvö mörk,“ sagði Hitz- feld, en liðið hefur ekki tapað í síð- ustu 21 Meistaradeildarleikjum á Heimsmeistarakeppnin í snóker: 36 milljóna snókerspil snóker Bretinn Ronnie O'Sullivan er nýkrýndur heimsmeistari í snóker. O'Sullivan, sem er 25 ára, hefur ver- ið talinn hæfileikaríkasti snókerspil- arinn um nokkurt skeið og það sann- aði hann þegar hann vann titilinn í fyrsta skipti á mánudaginn. Bretar hafa ekki unnið mótið í 10 ár. Fyrir vikið fékk hann tæpar 36 milljónir króna. í úrslitaleiknum vann O'Sullivan fyrrum heimsmeistarann John Higg- ins 18-14 Crucible Theater í London. Sá sem fyrri var til að vinna „18 ramma taldist sigurvegari. Seinni dagur einvígisins var æsispennandi. O'Sullivan var yfir 10-6 að morgni dags en Higgins veitti honum harða keppni og sleppti titlinum ekki auð- veldlega. Stephen Hendry, sem hefur unnið sjö sinnum og var talinn mjög sigurstranglegur, var sleginn út í 8 manna úrslitum af Matthew Stevens. Stevens, sem lenti í öðru sæti í fyrra, var síðan slegin út af Higgins. Heimsmeistarakeppnin stóð yfir í 17 daga. Snókerspilarar hér heima hafa nóg á sinni könnu þessa dagana. Bæði að fylgjast með heimsmeistara- keppninni og einnig íslandsmótinu í Ólympíuleikvanginum í Munchen. Bayern liðið var í vörn mestallan leikinn í síðustu viku og lék agaðan leik eins og þeim einum er lagið. Ekki er verra fyrir Real að svo gæti farið að tveir helstu miðvallar- leikmenn Bayern leiki ekki með. Ljóst er að Stefan Effenberg verður í banni í kvöld og tvísýnt er um hvort Mehmet Scholl nái sér af meiðslum fyrir Ieikinn. „Hver klukkustund, hver mínúta skiptir snóker, sem var haldið að hluta til um síðustu helgi. Kristján Helgason, sem er í 69. sæti á heimslistanum, vann Jóhannes B. Jóhannesson 7-3 í undan- úrslitunum og Jóhannes R. Jóhannes- máli fyrir Mehmet," sagði Hitzfeld. Scholl tók þátt í hlaupaæfingu í gær, en líklega kemur ekki endanlega í ljós hvort hann verður með fyrr en rétt fyrir leik. „Við erum alltaf sterkastir þegar pressan er mest á reynir," sagði harðjaxlinn Oliver Kahn, og hafði ekki miklar áhyggj- ur af stöðu mála. Hjá Real Madrid er það að frétta að Fernando Morientes kemur lík- lega aftur inn eftir meiðsli og leikur son vann Ingva Halldórsson í spenn- andi leik, 7-6. Kristján og Jóhannes mætast í sjálfum úrslitaleiknum í Snókerstofunni Lágmúla 5 næstkom- andi laugardag. ■ þá við hlið Raul Gonzales sem ein- nig var smávægilega meiddur. Steve McManaman verður með og sagðist vona að Bayern léki ekki „jafn aftarlega og það gerði í Ma- drid ... þá verður ekki auðvelt fyrir okkur að skora.“ McManaman taldi ekki að 3:0 ósigur Real gegn Celta Vigo um síðustu helgi myndi ræna liðið sjálfstraustinu. „Leikirnir tengjast ekkert,“ sagði miðvallar- leikmaðurinn. ■ MOLAR Astralska knattspyrnusambandið hefur áhyggjur stuðningsmön- num liða þar í landi. Þeir eru oft upp- teknir af uppruna sínum. Róttækum hópum fótboltabulla hefur fjölgað. Einn þeirra eru stuðningsmenn Mel- bourne Knights, sem eru af króatísku bergi brotnir. Á sunnudaginn réðust þeir á Bobby Despotevski, leikmann Perth Glory sem var að leika á móti Melbourne. Hann er Serbi og heilsaði stuðningsmönnunum að serbneskum sið í leiknum. Þeir réðust harkalega að honum og þjálfara Perth eftir leikinn. „Það gengur ekki að ævaforn stríð úr púðurtunnunni á Balkanskaga séu háð á knattspyrnuleikjum í Ástr- alíu,“ sagði David Hill, formaður knattspyrnusambandsins. Einn lést og 39 slösuðust á sunnu- daginn þegar slagsmál brutust út á milli stuðningsmanna tveggja af sterkustu knattspyrnuliðum Fíla- beinsstrandarinnar í höfuðborginni Abidjan. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skoruðu ASEC Mimosas sitt annað mark. Stuðningsmenn Africa Sports voru ekki par hrifnir af því og hentu flöskum og steinum inn á völlinn. Þá byrjuðu slagsmálin og urðu þau mjög hörð. Það tók lögreglu og sjúkraliða 40 mínútur að róa mannskapinn niður og gera að hinum slösuðu. Þá hélt leikurinn áfram. Þetta er í þriðja skipti sem áhorfendur knattspyrnu- leikja í Afríku láta lífið á rúmum mánuði. 11. apríl dóu 43 í Suður Afr- íku og 29. apríl dóu átta í Kongó. DÚBL(HORN Ronnie O'Sullivan er ung snókerstjarna. Snókerspilarar hérlendis hafa þó meiri áhuga á (slandsmótinu, en úrslitaleikurinn fer fram næstkomandi laugardag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.