Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 1
FÓLK Valdimar dreifir Fréttablaðinu á 98% heimila bls 11 EUROVISION Hittu Alice Cooper úti í búð bls 6 > MENNINC Magi úr ull hangir í porti Hafnarhússins bls 18 > FRETTAB - ■ - 1 -.: .. 1, : : : , : : rz— i 14. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurínn 11. maí 2001 FÖSTUBAGUR Lög eða ekki lög? VERKFALL RíkÍS- stjórnin mun ræða stöðuna í sjómannadeil- unni á fundi sín- um í dag. Sjávar- útvegsráðherra segist ekki munu leggja neinar tillögur um lagasetn- ingu fyrir fundinn. |VEÐRIÐ í DAGj REYKJAVlK Hæg sunnan og suðvestan átt og skýjað með köflum. Hiti 8 til 12 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI isafjörður ©5-8 skúrir ©10 Akureyri © 5-8 skýjað Q12 Egilsstaðir ©Hæg léttskýjað Q 12 Vestmannaeyjar Q Hæg skýjað Q 11 Hitafundur hjá VR STÉTTARFÉLÖG Trúnaðarmenn Verslunarmanna- félags Reykja- víkur hittast á fundi í dag og ræða ákvörðun stjórnar félags- ins um að leiðrétta lífeyrisgrieiðsl- ur til Magnúsar L. Sveinssonar, formanns félagsins, um milljónir króna. FRÉTTASKÝRINC I bls. 12 > Sinfóníuhljómsveitin: Aðalstjórnandinn fór utan í fússi Ítalsk-íslenskur viðskiptadagur verslun Verslunarráð íslands efnir til ítalsks-íslensks viðskiptadags í dag til að ræða tengsl landanna tveggja og efla samstarf þeirra. Ikvöldið íkvöld Tónlist 18 Bió 16 Leikhús 18 iþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 19 Útvarp 21 9 0 GO I— ^'EngáaF: sj ávarútvegsr áðherra Ríkisstjórnin kemur saman í dag. Gert er ráð fyrir að staðan í sjómannadeilunni verði rædd þar. Sjávarútvegsráðherra segist enn þeirrar skoðunar að deilendur skuli sjálfir ljúka málinu SJÓMANNASAMNINCAR „Ég legg ekki fram neinar tillögur fyrir ríkisstjórn- ina og er enn þeirrar skoðunar að þeir verði að semja sjálfir," sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra. Hann átti fundi í gær með full- trúum Sjómannasambandsins og Far- mannasambandsins þar sem farið var yfir stöðu málsins. Deilendur hittust hjá ríkissáttasemjara um miðjan dag í gær. Vélstjórafélag ísiands hélt fyrstu kynningarfundi sína um nýgerðan kjarasamning í gær. Fyrst í Reykja- vík og á ísafirði í gærkvöldi. I dag verður fundað á Akureyri, Egilsstöð- um, Höfn og Vestmannaeyjum. At- kvæði verða talin á sunnudag. Mikil spenna er á milli sjómanna- samtakanna eftir að vélstjórar skrif- uðu undir samninginn og mörg stór orð hafa fallið. „Ég svara þeirri gagnrýni sem ég hef sætt þannig að hún hlýtur að vera á misskilningi byggð. Það er alrangt að ég hafi verið að semja um fækkun undirmanna. Auk þess verða þeir að ÞORSKVER0 Á.NORÐUR- LONPUIVI ARIÐ 2000 "UPPBÖÐ'5: MARKAÐUR BEIN SALA MISM. ísland 145,14 91,03 59,4% Færeyjar 172,33 - - Noregur 160,66 128,60 24,9% Danmörk 193,43 157,09 23,1% HEIMILDIR: FISKISTOFA.NORECS RAFISKAL, flSKERIDI- REKTORATET I DANMARK OC FÖROYA FISKIMANNAFELAC. Öll fiskverð eru í íslenskum krónum og er miðað við slægðan fisk með haus. Við um- reikning í íslenskar krónur er notað kaup- gengi hlutaðeigandi myntar á meðalgengi 200. Tölur um verð á fiski í beinni sölu ( Færeyjum liggja ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum Förorya Fiskimannafelag er fiskverð á uppboðsmarkaði og beinni sölu svipað. Ef notað er gengi erlendra mynta í íslenskum krónum þann 10. maí, eykst verðmunur milli (slands og hinna landanna um 19%. skilja að það er ekki einkamál Sjó- mannasambandsins hvað eru margir menn um borð. Það sem þeir hafa sagt er rangt og mér þykir lélegt af þeim að halda þessu fram. Það er rétt að hluta að einhverjir geta lækkað í launum, en það er fimm ára aðlögun að þessu og það á enginn að verða fyrir launalækkun," sagði Helgi Lax- dal. Hann segist vera sáttur við við- brögð sinna félagsmanna. „Ég verði ekki var við neikvæðar raddir." „Við viljum semja á okkar for- sendum en ekki annarra og notum okkar gögn til þess,“ sagði Konráð Al- freðsson, varaformaður Sjómanna- sambandsins. „Vélstjórar hafa geng- ið algjörlega að kröfum LÍÚ. Þessi samningur vélstjóra er rýtingur í bak undirmanna á íslenskum fiskiskip- um,“ sagði Konráð. En hafa þá vél- stjórar með þessu skaðað samstarf sjómannasamtakanna? „Þetta hlýtur Stúlka um tvítugt: Hjartastopp í brjóstastækkun GJÖRGÆSLA. Stúlka um tvítugt var flutt á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut í vikunni eftir hjarta- stopp þegar hún var í brjóstastækk- unaraðgerð á einkastofu í borginni. Stúlkan var á skurðarborðinu þegar hjartað stoppaði og var strax flutt á gjörgæsludeildina í bráðri lífshættu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins er stúlkan enn á gjörgæslu. Að sögn Matthíasar Halldórsson- ar aðstoðarlandlæknis var tilkynnt um atvikið til Landlæknisembættis- ins, sem hefur hafið rannsókn á mál- inu. Matthías sagði að orsakir hjartastoppsins væru ekki kunnar að svo stöddu, en að líklega mætti tengja atvikið svæfingunni. Hann sagði að nú yrði farið yfir gögnin og að niðurstaðna væri að vænta innan fárra vikna. Matthías sagði að hjartastopp vegna svæfinga væru mjög óalgeng á íslandi en þó væru til dæmi um að fólk hefði látist í kjölfar þeirra. Hann sagði að mjög vanur svæfing- arlæknir hefði staðið að svæfing- unni og að ekki væri hægt að tengja hjartastoppið brjóstastækkunarað- gerðinni beint, því svona atvik gætu komið upp í öllum tegundum að- gerða. ■ HELGI LAXDAL Hann segist ekki hafa heyrt neina gagnrýni sinna félagsmanna og gerir lítið úr gagnrýni annarra forystu- manna sjómanna. að hafa áhrif til frambúðar." Helgi Laxdal segist enga trú hafa á öðru en það grói um heilt. „Það eru svo margt sem við verðum að vinna að í samein- ingu.“ sme@frettabladid.is I ÞETTA HELST I Ossur Skarphéðinsson staðhæfir að þrenn lög hafi verið brotin við ákvarðanir um framkvæmdir við inn- réttingar leiguhúsnæðis Alþingis í Austurstræti. bls. 2. Hæstiréttur dæmdi sjómanni í vil í ágreiningsmáli hans við Þormóð ramma - Sæberg um verðmyndun á afla. bls. 2. Odýrasta bensinið á höfuðborgar- svæðinu fæst í Orkunni á Smiðju- vegi og kostar 91,40 kr. lítrinn. Verð- stríðið hefur nú borist til Akureyrar. bls. 2. Veðurklúbburinn á Dalvík spáir ís- landi 10.-11. sæti íEurovision. Möguleikarnir gætu þó breyst eftir því hvernig viðrar. bls. 12.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.