Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 11. maí 2001 FÖSTUDAGUR FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavlk Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadéild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjórn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINS~j Æsingar gegn Ijóskum Bjartur skrifar: Ljóska settist á Saga class í vél á leiðinni til New York og Baltimore. Flugfreyjan benti henni á það að miði hennar gilti ekki á fyrsta farrými. Ljóskan sat sem fast- ast. Þá var kallað á flugstjórann og hann skiptist á nokkrum orðum við ljóskuna .sem síðan gekk snúð- ugt aftur í almenna farrýmið. -Hvað sagðirðu við hana, spurði flug- freyjan? - Ég sagði henni að Saga Class færi ekki alla leið til Baltimore. Svona brandarar um ljóskur eru til í hundraðatali. Þess vegna var gaman að lesa bréf í sænska Metro frá stúlku sem spyr hvort það sé ekki jafn alvarlegt mál að æsa fólk gegn ljóskum eins og að efna til æsinga með kynþáttafordómum og bröndur- um sem eru meiðandi fyrir þjóðarbrot og minnihlutahópa. Ljóskubröndurum rignir yfir stúlkur og eru þeir notaðir í einelti og kynferðislegu áreiti. Kennar- ar þegja, löggan þegir, ákærendur þeg- ar og stjórnmálamenn láta sig þetta engu skipta. Á ekki að banna ljósku- brandara? Nei, því hvað yrði þá um alla brand- arana um rauðhausa, Hafnfirðinga og annað sérkennilegt fólk. Hvar sem tveir menn hittast hafa þeir þörf fyrir að segja sögur og viðra sleggjudóma sína og fordóma í garð náungans. Það er hluti af sjálfsmyndinni að segja brandara á annarra kostnað og hefja sig yfir aðra með því að finna einhvern hóp sem er öðruvísi en meðal-jóninn. Og ljóskubrandarar geta verið vottur um öfund. Oftast eru brandarar af þessu tagi frekar sakiausir. En mörkin eru hárfín og það er rétt hjá ljóskunni að ef yfir þau er farið þá getur verið stutt í ein- elti og áreiti. Á því eigum við að taka hvert á okkar stað í samfélaginu. ■ MARILYN MONROE Frummynd Ijóskunnar. Betra hjá Thatcher og Blair en á íslandi Ung kona með barn á framfæri kom í haust frá Bretlandi og hóf búskap hér í heimalandi sínu. Mér brá svolítið þegar hún fór að býs- nast yfir því að allt í heilbrigðis- „Það er rétt kerfinu hér væri að Thatcher dýrara en hjá snerti aldrei Bretum. Þar kost- grunninn." aði læknisþjón- + usta og lyf bók- staflega ekki neitt fyrir börn og ungar konur. Ég hafði alltaf haldið að við værum með besta heilbrigðiskerfi í heimi og það væri í öllum aðalatriðum kost- að úr sameiginlegum sjóðum. Einhvernveginn féll ég líka fyr- ir þeim áróðri breska Verkamanna- flokksins að Lafði Thatcher og öðr- um íhaldsforkólfum hefði á 16 árum sínum í ríkisstjórn tekist að mola breska heilbrigðiskerfið mél- inu smærra. Svo gat að lesa í The Economist að Tony Blair hefði passað sig á öllum kostnaðarfrek- um umbótum í heilbrigðiskerfinu og þess vegna var auðvelt að ályk- ta sem svo að allt væri við sama heygarðshornið í Bretlandi. En ó ekki! Hvað segðu menn um það á íslandi ef heimsókn til læknis væri ókeypis, ef lyf til barna undir 16 ára aldri væru ókeypis, ef getnað- arvarnir til ungra kvenna væru ókeypis, ef ýmis önnur læknisþjón- usta væri ókeypis. Ég held að mörg barnafjölskyldan hér á landi þætti sig hafa himinn höndum tekið, amk hefði hún meira fé milli handa. En svona er þetta í Bretlandi. „Það er rétt að Thatcher stjórn- Mál manna EINAR KARL HARALDSSON ræðir við fyrrverandi landlækni um kostnaðarþátttöku ( Bretlandi og á l’slandi in snerti aldrei þann grunn að læknisþjónusta væri sjúklingum að kostnaðarlausu", segir Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir. „Það var mikill slagur um þetta og hún var gagnrýnd fyrir að leggja niður opinbert gæðaeftirlit, fyrir biðlista eftir þjónustu og fyrir fækkun í heilbrigðisstéttum. En kostnaðarþátttaka er lítil sem eng- in í Bretlandi, það er rétt.“ Biðlist- ar eru vissulega enn hitamál í Bretlandi en myndast ekki einnig flöskuhálsar í kerfinu hér á landi? Enn einu sinni bíður sjálfsmyndin hnekki þegar í ljós kemur að allt er ekki best á íslandi. ■ Hækkun lágmarkstekna Viðráðanlegt að bæta kjör lífeyrisþega sem tekjulægstir eru. velferð í ávarpi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á ráðstefnu Al- þýðusambands íslands um framtíð velferðarkerfisins 28. mars sl. íhug- aði hann m.a. hverj- ar væru þær grund- vallar forsendur sem velferðarkerfi okkar íslendinga byggði á. Tvennt skipti þar mestu máli að hans mati. Hið fyrra snéri að því fyrir hverja vel- ferðarkerfið væri, hverjum vildum við veita aðstoð úr sam- eiginlegum sjóðum landsmanna. „En HÁLPARSTEFNA Leiðarsteinn að hjálpa þeim sem ekki eiga mögu- leika á að hjálpa sér sjálfír, sagði Davíð Oddsson. leiðarsteinn okkar á að vera sá að við eigum að hjálpa þeim sem einhverra hluta vegna eiga ekki möguleika á því að hjálpa sér sjálfir. Þessi á að mínu viti að vera grundvallarhugsun velferðarkerfis okkar íslendinga." Hið síðara sem nauðsynlegt væri að hafa hugfast þegar rætt væri um vel- ferðarkerfið væru að sjálfsögðu efnahagslegar forsendur þess að þjóðfélagið fengi staðið undir þeim væntingum sem við gerum til sam- hjálparinnar. í stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar segir m.a. að stefnt verði að því „að endurskoða almanna- tryggingakerfið svo og samspil þess við skattakerfið og lífeyrissjóðakerf- ið með það að markmiði að umfang og kostnaður stjórnsýslu verði sem minnst og framkvæmd verði og sam- ræmd til hagsbóta fyrir bótaþega. Áhersla verði lögð á að tryggja sér- staklega kjör öryrkja, fatlaðra og aldraðra sem lægstar tekjur hafa.“ Ekki verður annað séð en ríkisstjórn- in sé samkvæm sjálfri sér í tillögum sínum um breytingar á almanna- tryggingalögunum. Hún sneiðir hjá aðaldeilumálinu um að bæta öryrkj- um og ellilífeyrisþegum mismun á hækkun grunnlífeyris og tekjutrygg- ingar og hækkun almennra dag- vinnulauna á síðasta áratug, en greið- ir fyrir aukinni atvinnuþátttöku ör- yrkja og aldraðra, m.a. með að draga úr vægi tekjutengingar hjá þeim verst settu og hjónum. í áðurnefndu ávarpi Davíðs Odds- sonar sagði hann m.a.: „Þegar litið er á dreifingu tekna lífeyrisþega kemur í Ijós að þá tekjulægstu er einkum að finna annars vegar í hópi allra elstu ellilífeyrisþega og hins vegar í hópi öryrkja. Þeir elstu njóta yfirleitt minni greiðslna úr lífeyrissjóðum en þeir sem nú eru að fara á eftirlaun og möguleikar þeirra til að afla sér at- vinnutekna eru vitaskuld ekki miklir. Meðal öryrkja eru það þeir sem litla möguleika hafa til að afla sér at- vinnutekna og/eða hafa litlar eða eng- ar greiðslur úr lífeyrissjóði sem minnstar tekjur hafa. Sem betur fer er hér ekki um stóra hópa að ræða og því viðráðanlegra en ella að bæta hag þeirra. Æskilegt er að gera það innan núverandi kerfis en síður með sér- stökum viðbótum sem gerði kerfið enn flóknara en ella. Þetta má t.d. gera með því að svonefnd sérstök heimilisuppbót verði formlega sú lágmarks- tekjutrygging, sem hún er í reynd í dag og nái þá einnig til hjóna í einhverjum mæli.“ ■ NOKKRAR STAÐREYNDIR • Hækkun á tekjutryggingarauka úr 7.409 f 14.062 krónur • Skerðing á tekjutryggingarauka vegna tekna lækkuð úr 100% í 67% ^ Frítekjumark ellilífeyrisþega hækkað ( 32.512 kr. úr 22.380 • Sérstakt frítekjumark hjóna 7.093 kr. á hvort • Almennt frítekjumark hjóna hækkað um 10 þúsund • Grunnlífeyrir hjóna hækkar úr 90% af lifeyri einstaklings ( 100% % Lágmarkstekjur hjóna á ellilífeyrisaldri verða 60.651 kr. . Sveigjanleg starfslok til 72 ára áldurs gegn hækkun allra bótaflokka um 0.5% á mánuði • Skerðing á tekjutryggingu öryrkja kemur aðeins á 60% atvinnutekna þeirra Frítekjumark grunnlífeyris verður 105,930 fyrir alla lífeyrisþega. TRYGGINGARSTEFNA Samtök aldraðra vilja að grunnlífeyrir og tekjutrygging hækki til samræmis við almenna launaþróun á vinnumarkaði siðasta áratug. Tryggingar fylgi launum Viss kerfisbreyting í því fólgin að hvetja aldraða og öryrkja til atvinnuþátttöku. ir Ólafur i velferð Það hefur ekki orðið kerfis- breyting með hugmyndum ríkis- stjórnarinnar um breytingar á al- mannatryggingarlögunum. Þetta seg- lafsson fyrrum landlækn- ir og formaður Sam- taka aldraðra. „Við nefnum þetta fá- tækrastyrki til þess að leggja áherslu á að hér er verið að bæta hag hinna verst settu að nokkru, en eldri borgarar og öryrkj- ar verða áfram ann- ars flokks fólk vegna þess að grunnlífeyrir og tekjutrygging eru ekki hækkuð til samræmis við þró- un dagvinnulauna á AÐALMÁLIÐ ÓLEYST Vantar 18% á að grunnlífeyrir og tekjutengingar nái því hlutafalli af dagvinnulaunum verkamanns sem var 1991, segir Ólafur Ólafsson. vinnumarkaði. Af okkar hálfu erum við að tala um tryggingar en ekki neyðarhjálp. Ef ætti að tala um kerf- isbreytingu þá er það sú áhersla sem kemur fram í því að rýmka mögu- leika öryrkja til atvinnuþátttöku og gera starfslok aldraðra sveigjanlegri en verið hefur. Það er til bóta. Það er verið að vísa fólki á að vinna sig út úr vandanum, en ekki að refsa því fyrir að sýna sjálfsbjargarviðleitni eins og var.“ Ólafur bendir á að þróun grunnlíf- eyris og tekjutengingar á síðasta ára- tug sem hlutfall af almennum dag- vinnulaunum verkamanns á höfuð- borgarsvæðinu hafi lækkað úr 51,7% árið 1991 niður í 43,8% árið 1999 og stefni í enn frekari lækkun á næstu árum. „Tryggingar eiga að þróast í samræmi við laun og það hafa þær ekki gert. í því liggur vandinn og rík- isstjórnin hefur ekki bætt úr honum. En þeir segja að þetta sé fyrsta skrefið og það hlýtur að verða eftir því gengið næsta haust að hin næstu verði stigin." Þá minnti Ólafur á að miklar hækkanir hefðu á síðustu árum orðið á þjónustugjöldum og fasteignagjöldum sem kæmu mjög við hag aldraðra. ■ >iKomdu^ ,í Bílanaust öruggur með á toppnum Núna errétti tíminn!! naust ORÐRÉTT Ætlast til að prestar virði ekki vígsluheit sín gagnagrunnur í samningi Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri og íslenskrar erfðagreiningar er gert ráð fyrir að prestar og djáknar skrái upplýsingar í sjúkraskrár sem eigi síðan að fara í gagna- grunninn. Ætla má að samningar við aðrar heilbrigðisstéttir þar sem sömu stéttir eru við störf séu sam- hljóða. Hér þarf þjóðkirkjan að at- huga sinn gang. Þetta má aldrei verða. Hér er beinlínis gert ráð fyr- ir að prestar og djáknar bregðist skyldum sínum við Guð og menn, að þeir virði ekki vígsluheit sitt og tvö- þúsund ára hefð kirkjunnar. Gagna- grunnslögin eru ótrúleg smíð og svo meingölluð að þau vega að hel- stu siðferðisgildum elstu stétta samfélagsins, þau eru aðför að starfsheiðri presta, lækna og ann- arra heilbrigðisstétta - aðför að sið- ferðisgrunni þjóðarinnar. Sem prestur og fyrrverandi djákni brýni ég starfssystkini mín að láta aldrei upplýsingar úr sálgæslusamtölum eða skriftamál af hendi við nokkurn mann eða yfirvöld, sama hvað í boði er. Gerist það grefur þjóðkirkjan sína eigin gröf. Og hver getur treyst læknum sem láta persónu- upplýsingar af hendi - og jafnvel fyrir peninga? Séra örn Bárður Jónsson í Morgun- blaðsgrein fimmtudaginn 10. maí 2001.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.