Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 14
FR.ETTABLAÐIÐ 11. mai 2001 FÖSTUDAGUR HVERNICFER? Leikur Liverpool og Arsenal um bikarmeistartitilinn í Cardiff? BJARNI FELIXSON, „Sagan er með Arsenal, þeir unnu 1971. Thierry Henry skorar sigurmarkið í 2:1 sigri eftir venjulegan leiktíma. Robert Pires skorar fyrra markið og ef Dennis Bergkamp fær að spreyta sig þá veitir hann Frökkunum dygga aðstoð. Owen skorar mark Liverpool." ELLERT B. SCHRAM, „Tvö góð lið, en styrk- leikamunurinn leiðir samt ti! þess að liver- pool vinnur 2:1. Pegar maður heldur með öðru hvoru liðinu þá spáir maður því sigri. Omögu- legt er að segja til uin hverjir skora og skiptir það kaonski ekki meginmáli." IVIOLAR | Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Stabæk sem vann Grorud, 6-0, í 1. umferð norsku bikar- keppninnar á mið- vikudag. Veigar Páli Gunnarsson skoraði eitt af mörkum Strömsgodset sem bar sigurorð af Kon 'sberg. 3-0. DV greindi frá. Trimmklúbbur >eltjarnarness er ekki aí baki dottinn. Á morgun kl. 11 fer fram hið áriega Neshlaup frá Sundlaug Seltjarnarness. Hjólastóla- fólk er sérstaklega hvatt til þess að taka þátt í'3,5 km vegalengdinni. Vegalengdir eru 3,5 krrí', 7^ km og 15 km. Aldursflokkaskipting er hjá körl- um og konum og tímataka fyrir 7,5 km og 15 km. Skráning er á staðnum frá kl.9 til kl.10.45. Fjórða og síðasta bikarmót Karatesambands íslands í Útilífs- deildinni fer fram í íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum Kópavogi á morgun frá kl. 14 til kl. 17. Þar mun ráðast hverjir verða bikarmeistarar í karate. Þrjú bikarmót hafa þegar far- ið fram. Keppt er í kumite og kata og eru samanlögð stig keppenda í mót- unum lögð saman til að finna út hverjir eru meistarar. Asunnudag kl. 11 fer fram fjalla- hjólakeppni í nágrenni Reynis- vatns. Keppnin er á vegum Hjólreiða- félags Reykjavíkur. Keppendur eiga að mæta til skráningar við afleggjar- ann að Reynisvatni við Vesturlands- veg kl. 10.30. Keppt er í öllum aldurs- flokkum karia og kvenna en sérstök athygli er vakin á garpaflokknum. Þar mætast 35 ára og eldri í harðri keppni. Philadelphia 76ers unnu Toronto Raptors á heimavelli sínum á miðvikudagskvöld. Það var ekki síst Allen Iversson að þakka en kappinn skoraði heil 54 stig í leiknum, sem fór 97-92 fyrir Philadelphia. Ivers- son hefur aldrei skorað jafnmikið í einum leik í úrslitakeppni. Staðan í einvíginu er 1-1. Þá sigraði San Ant- onio Spurs Dallas Mavericks með 104 stigum gegn 90. San Antonio er yfir, 2-1, í einvígi liðanna. Þó að knattspyrnugoðsögnin Pele hafi ekki mikia leikhæfileika tókst honum samt að næla sér í auka- hlutverk í breskri kvikmynd. Það ætti þó að koma ágæt- léga út hjá honum þar sem hann er að leika sjálfan sig. Vinnsluheiti mynd- arinnar er Mike Basset: England Manager og er henni leikstýrt af Steve Barron. Þetta er gamanmynd um þjálfara lítils bresks liðs (Þórðarson?) sem tekur við landsliði Englendinga í Heims- meistarakeppni í Brasilíu í kjölfar undarlegrar atburðarásar. í einu at- riða Pele er hann að veita sjónvarps- fréttamanni viötal. Þeir iabba inn á veitingastað þar sem fjöldi enskra knattspymumanna eru fyrir. Einn þeirra æpir á Pele sem snýr við og gengur út. Umspil um 1. deildar sæti hefst á sunnudag: Stoke í úrslitum knattspyrna Fyrri leikur íslendinga- liðanna Stoke City og Wallsal, í f jögurra liða keppni um laust sæti í fyrstu deild, fer fram á sunnudag- inn. Leikurinn fer fram á heima- velli Stoke, hinum glæsilega Britannia velli. Uppselt er á leikinn sem þýðir að rúmlega 24.000 miðar hafa verið seldir. Seinni undanúr- slitaleikurinn verður síðan spilaður miðvikudaginn 16. maí á heimavelli Walsall. Walsall hafnaði í Fjórða sæti í deildakeppninni en Stoke í því fimmta. I hinum undanúrslitaleikn- um leika Reading, sem hafnaði í þriðja sæti í deildinni og liðið sem hafnaði í sjötta sæti, Wigan. Stoke mun ekki koma hingað til lands til að spila æfingaleiki líkt og síðasta sumar. Á undirbúningstíma- bilinu mun Stoke mæta ensku úrvals- deiidarliðunum Derby Conty og Leicester City. Með báðum þessum liðum spila uppaldir Skipaskaga- menn, Þórður Guðjónsson með fyrr- nefnda liðinu og markaskorarinn Arnar Gunnlaugsson með því síðara. Fyrri leikur Stoke og Wallsal verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending hálftíma fyrir leik eðá klukkan 13.30. ■ HAGA SÉR VEL STRÁKAR Einn af örlagavöldum Stoke í fyrra var dómarinn sem dæmdi rauð spjöld á leikmenn Stoke í leiknum á móti Gillingham. Barist um bikarinn Liverpool og Arsenal mætast á morgun í bikarúrslitaieiknum. Bæði lið þurfa á bikarnum að halda til að geta horft hýrum augum á tímabilið í framtíðinni. knattspyrna Þó Liverpool hafi þegar unnið næst eftirsóknarverðasta silf- urgrip Englands, Deildarbikarinn, verða liðsmenn þess ekki ánægðir nema fleiri gripir fylgi í kjölfarið. Á morgun gelur liðið tryggt sér F.A. bikarinn og á miðvikudaginn getur það tryggt sér UEFA bikarinn. Liverpool mætir Arsenal á morg- un á Millenium vellinum í Cardiff til að spila um bikarinn. Slagurinn verð- ur harður þar sem bikarinn er síðasti möguleiki Arsenal til að lífga upp á verðlaunaskápinn. Þó liðinu hafi gengið vel í deild- inni, vermi annað sætið, tapaði það í Meistaradeiidinni. Arsenai hefur unnið bikarinn sjö sinnum, síðast árið 1998 þegar það vann einnig deildina. Þá hefur liðið keppt 14 sinnum í úr- slitum bikarsins. Liverpool hefur unnið bikarinn fimm sinnum, síðast 1992. Þetta er í 12. skipti sem liðið keppir um hann og eru væntingarnar vægast sagt miklar. Knattspyrnustjórinn Gerard Houllier hefur endurreist veldið og ef liðið vinnur síðasta leik sinn í deildinni, á móti Charlton 19. maí, er það öruggt í eftirsóknarverðustu keppni Evrópu, Meistaradeildinni. „Við erum meðvitaðir um væntingar stuðningsmannanna," segir Emile Heskey, leikmaður Liverpool. „í byrjun vertíðarinnar létu stjór- arnir okkur leikmennina skrifa niður á blað hvaða árangri við vildum ná. Ég ætla ekki að segja hvað ég skrif- aði en margir vildu ná í bikarinn og komast í Meistaradeildina. Við erum mjög nálægt því að ná þessu. Morg- undagurinn er ástæðan fyrir því að ég vildi koma til Liverpool,“ segir Heskey og bætir við að það sé félag í sérflokki. Hjá Arsenal er viljinn einnig til staðar. „Ef við vinnum bikarinn er þetta árangursríkt tímabil," segir markvörðurinn David Seaman. „Ef við töpum er hinsvegar líklegt að það sem við höfum áunnið í deildinni og bikarnum gleymist. Við erum með frábært lið, en það er kominn tími á að fara að vinna hluti.“ Fyrirliði Arsenal, Tony Adams, segir alla útlendinga í liðinu vita LIVERPOOL VAKNAÐ UR ROTINU Stórveldið sem hefur virst vera vankað undanfarin ár er á möguleika á að tryggja sér tvo titla á næstunni. hversu mikilvægur bikarúrslitaleik- urinn er. „Þegar þú talar við menn eins og Freddie Ljunberg og Dennis Bergkamp áttarðu þig á því að allir í Evrópu horfa á leikinn. Honum er sjónvarpað út um allan heim. Norður- landabúar virðast sérstaklega hrífast af dramatíkinni sem fylgir honum." Það má búast við mikilli umferð til Cardiff á morgun. Það er aðeins einn vegur inn í borgina þannig að Félag enskra bifreiðaeigenda mælir með því að fólk fari af stað í kvöld og gisti. Allar lestir eru uppbókaðar fyr- ir löngu síðan enda er þetta aðalvið- burður helgarinnar og er skyldumæt- ing fyrir stuðningsmenn beggja liða og sömuleiðis harða fótboltaaðdáen- dur á Englandi. Þá spilar Guðni Bergsson með sínum mönnum í Bolton á sunnudag- inn við West Ham um sæti í úrvals- deild og sömuleiðis Preston við Birmingham City. ■ Tapsár tennisleikari: ora eftir tapleik LlNNis Tennisleikarinn Marcelo Rios, sem eitt sinn vermdi efsta sæti styrkleikalistans, var handtek- inn á þriðjudaginn fyrir það að ráð- ast á leigubílstjóra og lögreglu- menn. Rios var sleginn út úr Öpna ítal- ska meistaramótinu fyrr um daginn og fór beint á barinn til þess að drekkja sorgum sínum. Þegar kom- inn var tími til að halda heim réðst hann á leigubílstjóra. Hann kallaði á tvo lögregluþjóna sem enduðu á sjúkrahúsinu eftir að hafa þurft að kljást vió Rios. Rios vann Opna ástralska meistaramótið 1998 og náði toppi styrkleikalistans seinna um árið. Undanfarna mánuði hefur honum hinsvegar gengið illa á tenn- . isvellinum. ■ BROSTNIR DRAUMAR Rios hefur ekki gengið vel á tennisvellin- um að undanförnu en hann var eitt sinn í fyrsta sæti styrkleikalistans. | MOLAR | Atta liða úrslit í heimsmeistara- keppninni í ísknattleik hófust í Þýskalandi í gær. Gestgjafarnir þurftu að játa sig sigraða fyrir Finnum sem sigruðu þá örugglega 4-1. Þá kaffærðu Tékkar Slóvakíu með tveimur mörkum gegn engu. Fram kemur í slúðurblaðinu News of the World að sex þekktar knattspyrnustjörnur séu undir smásjá yfir- valda vegna gruns um að hafa komið sér saman um að * fjármagna smygl á kókaíni. Þessir sex léikmenn !/ ■ leika, eða léku * ^ með, félögum á borð við Manchester United, Liverpool, Aston Villa og West Ham. Einn þeirra leikur erlendis og er heims- frægur. Annar hefur hætt iðkun knattspyrnu og er framkvæmda- sljóri í dag. Einnig er verið að rannsaka ásakanir um að þeir hafi staðið í því að selja kókaín og aö þeir séu sjálfir reglulegir notendur efnisins. Breska rannsóknarlög- reglan komst á snoðir um að þessir menn væru tengdir glæpastarf- semi er þeir hleruðu símann hjá þekktum dópsala í Liverpool, sem er góðvinur eins mannanna. Gras.is greindi frá.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.