Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN 11. maí 2001 FÖSTUDAGUR SAMKEPPNI Á BENSÍNMARKAÐI Netverjar eru ekki á því að úttektin á grænmetisframleið- endum þrýsti á sam- keppni. Er samkeppni bensínfélaganna til komin vegna úttektar Samkeppn- isstofnunar á grænmetisframleið- endum? Niðurstöður gærdagsins á wvwv.vísir.is Spurning dagsins í dag: Á að skattleggja notkun nagladekkja? Farðu inn á vísi.is og segðu I þína skoðun I ______________ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Hann segir þrenn lög hafa verið brotin. Fjárlaganefnd samþykkti tillögu hans um að skoða betur ótrúlegan kostnað vegna Austurstraetis 10 Húsnæði Alþingis: Þrenn lög brotin? rIkisfjArmAl „Það voru þrenn lög brot- in. Lög um fjárreiður, fjárlög og lög um opinber innkaup. Gríðarlegum fjármunum hefur verið sóað,“ sagði Össur Skarphéðinsson, en fjárlaga- nefnd samþykkti tillögu hans um að kanna betur hver ber ábyrgð og hvað varð til þess að kostnaður við innrétt- ingar í Austurstræti 10 til 12 fór svo langt fram úr öllum áætlunum. „Það er mjög erfitt að koma auga á hvar ábyrgðin liggur. Af skýrslu Ríkisendurskoðunar virðist Fram- kvæmdasýsla ríkisins hafa gert stærstu mistökin. Þá hlýt ég, sem einn af gæslumönnum með fjármun- um skattgreiðenda, að velta fyrir mér hvort forráðamenn Fram- kvæmdasýslunnar séu hæfir til að gegna störfum sínum. Það er fjár- málaráðuneytið sem ber síðan ábyrgð á Framkvæmdasýslunni. Við viljum kanna hver eru skilin á milli ábyrgðar Alþingis og fjármálaráðu- neytisins;" sagði Össur. Ólafur Örn Haraldsson, formaður nefndarinnar, segir að fulltrúar fjár- málaráðuneytisins og Alþingis verða kallaðir fyrir nefndina. ■ DAPURLEG FERÐALOK Misheppnaður framúrakstur olli slysinu. Rútuslys í Svartaskógi: Þrír fórust feldberc. ap Þrír létust og tuttugu manns slösuðust, þar af tíu alvarlega, þegar svissnesk rúta með hópi eldri borgara fór út af veginum sunnar- lega í Svartaskógi í Þýskalandi í gær. Eins farþeganna var saknað, og var talið hugsanlegt að hann lægi undir rútunni. Rútan lenti í árekstri við fólksbíl sem mætti henni á öfugum vegarhelmingi. Ökumaður fólksbíls- ins var að reyna að aka fram úr annarri rútu með þessum hörmulegu afleiðingum. ■ 1 INNLENT~j U' tgerðarfélag Akureyringa tapaði 117 milljónum króna á rekstri sínum fyrstu þrjá mánuði ársins og má að stærstum hluta rekja tapið til gengisþróunar en gengistapið nam 198 milljónum króna á fjórðungnum. Veitufé frá rekstri nam 255 milljón- um króna og var litlu lægra en í sexmánaða uppgjöri ÚA í fyrra. Bensínverð: 91,40 ódýrast Gatnamálastj óri: Skattur á notkun nagladekkja umferðin Svo getur farið að borgar- búar verði látnir greiða sérstakt gjald fyrir það að aka um á nagla- dekkjum eins og tíðkast í Osló í Nor- egi. Sigurður Skarphéðinsson gatna- málastjóri segir að þessi norska að- ferð sé eitthvað sem borgaryfirvöld munu væntanlega skoða í rólegheit- um. í það minnsta leiddi þessi gjald- taka til þess að notkun nagladekkja minnkaði úr allt að 60% í 20% hjá þessum frændum okkar. Þar greiða menn eitt þúsund norskar, eða 10 þúsund krónur íslenskar á ári fyrir að aka um á nagladekkjum. Notkun nagladekkja og slit af þeirra völdum á götum borgarinn- ar kostar borgarsjóð töluverða fjármuni. í ár er áætlað að verja allt að 400 milljónum króna til við- gerða á götum sem hafa komið illa undan vetrinum. Gatnamálastjóri segir að það mundi eflaust minnka notkun nagladekkja ef fólk þyrfti að greiða.sérstakt gjald fyrir það. Hann telur að þá mundu margir hugsa sig um tvisvar og endurmeta nauðsynina fyrir því að vera með nagladekk. Þá hefur blaðið upplýsingar um að borgin hafi til skoðunar að láta stöðu- mælaverði sekta bíla sem standa á nöglum á bílastæðum en það kemur tæpast til framkvæmda fyrr en næsta vor, því til þess þarf að breyta umferðarlögum. ■ SKATTSTOFN? Viðgerðir á götum eftir veturinn kostar borgarsjóð um 400 milljónir króna á ári bensín Bensínverð lækkaði á Akur- eyri í gær. Á bensínstöðvum Essó og Olís á Tryggvabraut var verð lækkað í 91,40 á lítrann á 95 okt. bensíni mið- að við að ökumenn dæli sjálfir. Það er sama verð og er á bensínstöð Orkunnar á Akureyri og á Smiðju- vegi í Kópavogi. Á nokkrum öðrum stöðvum Orkunnar er lítraverð hærra eða 94,80 kr. Dísilolía kostar á Smiðju- vegi 42,60 en 43,80 á öðrum Orku- stöðvum. Bensínverð ÓB er hið sama alls staðar á landinu, eða 91,60 á lítr- ann. Samkvæmt heimasíðu FÍB geta bifreiðaeigendur meðalstórs bíls sparað um 1.000 kr. með því að nota sjálfsalastöðvarnar heldur en venju- legar þjónustubensínstöðvar. ■ Atök um rektors - stól í Skálholti Prestafélagið vill prestlærðan mann. Skólaráð mælir með leikmanni. skálholtsskóli Nýr rektor verður í dag ráðinn að Skálholtsskóla. í skólanum hefur reyndar ekki farið fram hefð- bundið skólastarf í rúman áratug en eftir sem áður er tekist á um hver verður næsti rektor. Það er Kirkjuráð sem hefur úrslita- vald um hver verður næsti rektor og tekur við starfi af dr. Pétri Péturssyni sem lætur af störfum 1. ágúst næst komandi. Tveggja daga fundi ráðsins lýkur í dag. Valið stendur á milli séra Bernharðs Guðmundssonar og Guð- mundar Einarssonar. Báðir eiga öfluga stuðningsmenn. Guðmundur nýtur stuðnings Sigurðar Sigurðarsonar vígslubiskups í Skálholti en séra Bern- harður stuðnings Karls Sigurbjörns- sonar biskups, sem verður að vikja sæti í kirkjuráði vegna mægða við hann. Prestafélagið hefur lagt áherslu á að maður með prestsmenntun verði ráðin til starfsins og beint tilmælum þess efnis til Kirkjuráðs. Verði það sjónarmið ofan á yrði Bernharð fyrir valinu. Jón Helgi Þórarinsson segir að Prestafélagið hafi ekki tekið neina af- stöðu til þess hver verði ráðinn til starfsins. „Við bentum á að þessi staða hefði hingað til verið frátekin fyrir guðfræðinga. Þetta er ein af fáum stöð- um sem slíkt á við fyrir utan hefðbund- in prestsstörf og við vildum halda vörð um það. Það hefur hingað til verið talið mikilvægt að rektor væri guðfræðing- ur vegna þess að þarna hefur átt sér stað símenntun fyrir guðfræðinga.1' Jón Helgi segir að stjórn Prestafé- lagins telji mikilvægt að að guðfræð- ingar komi að stefnumörkun skólans sem rektor. Það geti orðið skólanum að gagni þar sem fagaðili komi að mótun skólans. Guðmundur nýtur hins vegar yfir- gnæfandi stuðnings meðal þeirra sem sitja í skólaráði Skálholtsskóla. Ráðið ræddi við umsækjendur og fór yfir SKÁLHOLT Skólahald heyrir sögunni til. Áherslan lögð á menningar- og fræðslustarf. Þar hefur ávallt verið ráðinn prestlærður rektor. menntun þeirra. Skólaráð komst að til Kirkjuráðs um að hann verði ráðinn þeirri niðurstöðu að Guðmundur væri í starfið. hæfastur til starfsins og gerði tillögu binni@frettabiadid.is Á KJÖRSTAÐ 70% þátttaka var í Assam þrátt fyrir hótan- ir skæruliða Kosið í Indlandi: Sextán létust nýja delhi. ap. Kosið var í fimm ríkjum í Indlandi í gær. Ellefu létust í árás- um skæruliða á kjörstaði í Assam, sem er í NA-Indlandi. Þrátt fyrir hót- anir skæruliða um árásir á kjörstaði var yfir 70% þátttaka í kosningunum þar. Búist hafði verið við miklum óeirðum í tengslum við kosningarnar og voru yfir 35.000 hermenn í við- bragðsstöðu í Assam. Fimm létust í V-Bengali. Búist var við því að flokkur Atal Bihai Vajpayee, forsætisráðherra, myndi tapa miklu fylgi í ríkjunum, en kosningarnar hafa engin áhrif á ind- verska þingið. Congress flokknum var spá sigri í Kerala-ríki og Assam. Alls hafa 130 milljón manns kosn- ingarétt í ríkjunum fimm. Yfir 5.000 flokkar voru í framboði og er ekki búist við endanlegum úrslitum kosn- inganna fyrr en á mánudag. ■ | INNLENT [ Bæjarstjórn Mosfellsbæjar taldi að með setningu sérstakra við- miðunarreglna vegna úthlutunar lóða við Svöluhöfða og Súluhöfða í lok síðasta árs hefði hún gengið skrefi lengra í þá átt að viðhafa opna stjórnsýslu heldur en almennt hefði tíðkast hjá sveitarfélögum við lóða- úthlutanir. Á grundvelli stjórnsýslu- ákæru eins umsækjandans komst Félagsmálai’áðuneytið hins vegar að þeirri niðui’stöðu, þann 17. apríl sl. að reglurnar væru andstæðar 65. grein stjórnarskrárinnar og ákvæð- um stjórnsýslulaga. Átökin í Makedóníu: Leiðtogar heita samstarfi Verðmyndun: Sjómenn sigra í Hæstarétti dómur Hæstiréttur dæmdi í gær Þor- móð ramma - Sæberg hf. til greiðslu 223 þúsund króna til skipverja, en ágreiningur hafði komið upp á milli þeirra um útreikning aflaverðmætis í iðnaðarrækju. Úgerðarfélagið lagði afla sinn upp hjá tiltekinni fiskverkun. Fyrir rækj- una fékk það 115.000 krónur í pening- um fyrir hvert tonn ásamt hálfu tonni af aflamarki í rækju, sem fyrirtækið skuldbatt sig til að landa hjá kaup- andanum á móti jafnmiklu af eigin aflamarki. Skipverjinn taldi að leggja ætti markaðsverð veiðiheimildanna við þá fjárhæð sem kaupandi greiddi Þormóði ramma - Sæberg hf. fyrir aflann, en útgerðarfélagið miðaði við meðalverð sem úrskurðanefnd sjó- manna og útvegsmanna gaf út. Hæstiréttur féllst á það og sagði að útgerðarmaður skyldi tryggja skip- verjum hæsta gangverð fyrir fisk- inn. Útgerðarfyrirtækið hafði ekki sýnt fram á, að mati Hæstaréttar, hvaða verð fékkst raunverulega fyrir aflamarkið og ekki leitt líkur að því, að það hefði verið lægra en kveðið hafði verið á um í matsgerðinni. Var fallist á kröfur skipverjans. ■ skopje. ap Forsætisráðherra Makedón- íu, Ljubco Georgievski og Zoran Djindjic, hinn serbneski kollegi hans, hétu í gær samstarfi í baráttunni gegn albönskum skæruliðum sem halda til á landamærum ríkjanna. Ráðherrarnir hittust í gær í Skopje, höfuðborg Makedóníu. Makedóníski herinn hélt áfram árásum á skæruliðana. Að sögn tals- manns hersins héldu hersveitir uppi skothríð á þorpið Slupcane, sem er um 25 km norður af Skopje. Talsmaðurinn sagði að mannfall hefði orðið á meðal skæruliðanna sem hefðu hætt bardög- um til að greftra félaga sína. Ríkisstjórnin hvatti íbúa þorpsins, sem og tveggja annarra í grenndinni, til að yfirgefa heimili sín en enginn sást fylgja þeirri tilskipun í þeim þorpum. Makedóníski herinn heldur því fram skæruliðarnir haldi íbúunum föngnum og noti þá sér til varnar. Því hafa í SKOTGRÖFUNUM IMakedónískir hermenn við þorpið Vaks- ince sem er eitt af vígjum skæruliða. skæruliðar vísað á bug. Alls hafa 8.000 manns flúið til Kosovo síðan átökin hófust á landamærunum. Flóttamenn- irnir eru einkum konur, börn og gamlir menn af albönsku bergi brotnu.B

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.