Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 11. maí 2001 FÖSTMDACUR Sony hristir upp í bankamálum: „Banki, ekki pen- ingakassi“ viðskipti- Japanska stórfyrirtækið Sony hyggst breyta viðhorfi Japana til peningastofnana með nýja net- bankanum sínum. Heildarsparifé japanskra einstaklinga og fyrirtækja er með því mesta í heiminum, Í1 trilljón dollarar, en ávöxtun sparifés- ins er samt almennt ekki ofarlega í hugum þarlendra. Þannig eru algeng- ir reikningsvextir banka í landinu að- eins um 0,02 prósent. „Japanir hafa í Dómsúrskurður í New York: Ovænt glasa- frjóvgun barneignir. Mistök á glasafrjóvgunar- stofu urðu þess valdandi að banda- rísk kona, Donna Fasano, eignaðist tvö börn, eitt frá henni sjálfri og ann- að frá konu sem heimsótt hafði stof- una sama dag. Fasano hefur nú tapað dómsmáli þar sem hún fór fram á heimsóknarrétt vegna „slysabarns- ins“ sem tekið var af henni við fæð- ingu. Ekki var erfitt fyrir lækna að sjá hvort barnið skyldi tekið af Fasa- no þegar hún fæddi árið 1999 því ann- að barnið er hvítt, eins og hún sjálf, en hitt er svart. Ekki er vitað til þess að mál þessarrar tegundar hafi kom- ið upp áður, en rétturinn byggði ákvörðun sína á reglum sem gilda um það þegar börn lenda fyrir mistök hjá röngum foreldrum á fæðingardeild. Þegar foreldrar skiptast aftur á börn- um í slíkum tilvikum fá þeir ekki heimsóknarrétt vegna barnsins sem þau verða að sjá á eftir. ■ —4..— Krónan sígur: Dollar í 98,4 kr. gjalpmiðill Gengi krónunnar seig um 0,66% á gjaldeyrismarkaði í gær. Veikingin varð einna mest gagnvart dollar, en verð hans hækkaði úr 97,2 krónum í 98,4 krónur. ■ Iinnlent] Vel á annað hundrað nemendur úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja á um 70 bílum þeyttu bílflautur og óku í fylkingu um Reykjanesbæ fyrir há- degi í gær. Á fréttavef Víkurfrétta kom fram að nemendurnir hafi verið að mótmæla of fáum bílastæðum við skólann. Einnig mótmæltu nemend- ur sektarboðum lögreglunnar en lög- reglan í Keflavík hefur verið „dug- leg“ að mati nemenda að sekta ólög- lega lagðar bifreiðar. Farið var með mótmælabréf að lögreglustöðinni, til sýslumanns og til fundar við bæjar- stjórann í Reykjanesbæ. SONY Á NÝJUM VETTVANGI Forseti netbankans, Shigero Ishii, kynnir slag- orð fyrirtækisins, „gerðu það á þinn hátt." gegnum tíðina litið á banka sem pen- ingakassa en við ætlum að kynna fyr- ir þeim þann ávinning sem af banka- stofnunum má hafa,“ segir Shigero Ishii forseti nýja Sony-bankans. Það sem Sony telur sig hafa fram yfir keppinauta sína er þekking og reynsla af markhópnum, sem er yngra tölvusinnað fólk. Bankinn opn- ar 18. júní og ætlar að bjóða upp á 0,05 prósent vexti. ■ Two Tricky í Kaupmannanöfn: íbúð með Alice Cooper eurovision. Á morgun rennur Eurovi- sondagurinn upp og er Two Tricky hópurinn í óða önn að undirbúa sig undir að stíga á sviðið í Parken. í gærmorgun gáfu krakkarnir sér samt tíma til að skreppa í búðir á Strikinu og rákust þá á rokkarann mikla, Alice Cooper. Hann spjallaði við Two Tricky hópinn og í Ijós kom Á NOTALEGU SPJALLI Hér eru þau Nanna Jónsdóttir og í hvarfi við hana Kristján Gíslason, Yesmine Olson og Gunnar Olafsson á tali við Alice Cooper. að hann virtist vita þó nokkuð um hvort Alice Cooper ætlar í Parken á land og þjóð. Ekki fylgdi sögunni morgun. ■ ÞAÐ ER ÓVISSA Á FASTEIGNAMARKAÐINUM Fasteignasalar héldu að markaðurinn væri að ná jafnvægi en nú líst þeim ekki á blikuna. Kreppa á fasteignamarkaði Ibúðalánum snarfækkar og tekur marga mánuði að selja dýr einbýlishús sem eru fyrir vikið að lækka í verði. FASTEIGNAMARKAÐUR Eftirspum eftir húsnæði hefur farið hraðminnkandi eftir því sem liðið hefur á árið. Sam- þykktum lánum íbúðalánasjóðs fækkaði um tæp 29% í apríl miðað við apríl í fyrra en lánunum hefur fækkað um rúm 11% ef miðað er við fyrstu fjóra mánuði ársins. Guðrún Árnadóttir, formaður Fé- lags fasteignasala, segir samdráttar- tölur íbúðalánasjóðs ekki koma sér á óvart. „Viðskiptin hafa verið að dragast saman í nokkra mánuði. Fyrst töldu menn að markaðurinn væri að kom- ast í jafnvægi en núna er framboðið að aukast jafnt og þétt,“ segir hún. Guðrún segir að misjafnt sé af hvaða ástæðum fólk sé að selja núna. „Sumir eru of skuldsettir því vextir eru orðnir gríðarlega háir og greiðslubyrði margra er orðin meiri en þeir telja ráðlegt að búa við. Þá hefur gengisfall krónunnar komið við fjárhag margra. En aðrir eru ein- faldlega að minnka við sig en sífellt fleiri vilja ekki búa í stærra húsnæði en þeir nauðsynlega þurfa og ráða fjárhagslega vel við,“ segir hún. Að sögn Guðrúnar tekur æ lengri tíma að selja fasteignir og á það sér- staklega við um dýrari einbýlishús sem taki nokkra mánuði að selja, en þessi hús voru að seljast nánast sam- stundis þegar best lét. Verði stærra eigna er því farið að lækka en Guðrún segir eignir sem lít- ið framboð er af, eins og íbúðir í vest- urbænum og miðbænum, haldi enn verði sínu. Þá segir hún að mikil deyfð hafi verið í sölu atvinnuhús- næðis og skýrir það fyrst og fremst með háum vöxtum sem fæli fjárfesta frá. „Það er ekki hægt að segja að ör- vænting hafi gripið um sig en hópur þeirra sem er of skuldsettur stækk- ar stöðugt. En ég er ekki svartsýn vegna þess að eftirspurnin er til staðar ef vextir breytast. Sérstak- lega má minna á að hámarkslán íbúðalánsjóðs duga ekki fyrir meiru en tveggja herbergja íbúð enda er skortur á þeim núna,“ segir Guðrún Árnadóttir. gar@frettabladid.is Dönsk olíufélög: Ekkert verðsamráð Hafnarfjörður: Hlíf boðar til verkfalls samkeppni Forráðamenn dönsku olíu- félaganna eru ævareiðir vegna ásak- ana dönsku Samkeppnisstofnunar- innar að þau hafi haft samráð um verð sl. sumar þegar þau lækkuðu öll verð á olíu á sama tíma. Samkeppnis- stofnunin hefur lengi haft grun um að samráð væri að milli fyrirtækj- anna og hefur nú hafið rannsókn á lækkuninni síðasta sumar að því er danska dagblaðið Berlingske Tidende greinir frá í gær. Að sögn dagblaðsins vaknaði grunurinn eftir að það greindi frá því að olíufélögin hefðu sent út samhljóð- andi bréf til viðskiptavina sinna með fárra daga miilibili þar sem greint var frá fyrirhugaðri lækkun. For- stjóri Shell, Lars Clausen, vísar ásök- unum algerlega á bug. Hann segir einnig skrítið að Samkeppnisstofnun hafi ekki rannsakað bókhaid fyrir- tækjanna. Forstjóri Q8, Steffen Pedresen, segir blaðamenn Berl- SAMSÆRI? Grunur um verðsamráð er algerlega órökstuddur segja forstjórar ingske hafa verið á algerum villigöt- um þegar þeir hófu að segja frá mál- inu. Það var einmitt Q8 sem urðu fyrstir til að lækka verð sl. sumar en hin fyrirtækin fylgdu í kjölfarið sama dag. Talsmenn þeirra segja lækkunina hafa verið eðlileg við- brögð samkeppnisaðila. ■ verkalýðsmál Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði hefur boðað til verk- falls á miðnætti n.k. sunnudags- kvöld vegna ófaglærðs starfsfólks sem vinnur hjá bænum. Verkfallið nær m.a. til tæplega 400 manns, aðaliega kvenna, sem vinna á leikskólum, gæsluvöllum, heimaþjónustu og ræstingu hjá stofnunum bæjarins. Ástæða verk- fallsins er sú að félagsmenn felldu í annað sinn nýgerðan samning fé- lagsins við Launanefnd sveitarfé- lagsins með miklum meirihluta. Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar segir að helsta ástæðan fyrir því að samningurinn hefði verið felldur séu sífelldar verðhækkanir á flestum hlutum og þjónustu. Af þeim sökum vill fólk fá meiri launa- hækkanir en kveðið var á í samn- ingnum. Þær námu 12-21% í upp- hafi og síðan 3% launahækkun ár- lega á samningstímanum fram á haust 2005. Búist er við að boðað verði til nýs sáttafundar innan tíðar SIGURÐUR T. SIGURÐSSON FORMAÐUR HLÍFAR: Fólk vill fá meiri launahækkanir vegna sífelldra verðhækkana þar sem reynt verður að afstýra verkfallinu. Komi það til fram- kvæmda mun það hafa töluverð áhrif í Hafnarfirði. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.