Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 11. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 Segir slökkviliðið upp? Kjaraviðræður slökkviliðsmanna heíjast á ný í dag. Megináherslan á hækkun grunnlauna. samnincamál. Fulltrúar Landssam- bands slökkviliðsmanna og fulltrúi launanefndar sveitarfélaga ákváðu á fundi í gærmorgun að hefja formlegar samningaviðræður í dag klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samn- ingar slökkviliðsmanna hafa verið laus- ir síðan í september á síðasta ári en í síðustu viku slitnaði upp úr viðræðum. Guðmundur Vignir Óskarsson, formaður Landssambands slökkvi- liðsmanna, sagði afar brýnt að samn- ingar tækjust innan tíðar með leið- réttingu launa ellegar mætti búast við uppsögnum, því menn væru orðn- ir langþreyttir á ástandinu. Að sögn Guðmundar Vignis legg- ur samninganefnd slökkviliðsmanna megináhersluna á hækkun grunn- launa, en upphafslaun þeirra eru nú á bilinu 85 til 90 þúsund krónur og með vaktaálagi eru heildarlaunin um 150 tillöO þúsund. Hann sagði að slökkvi- liðsstarfið gerði kröfu um iðnmennt- un eða sambærilega menntun auk 3 til 5 ára sérhæfingar og að kröfurnar væru sífellt að aukast. Því væri ljóst að launin væru í miklu ósamræmi við menntunarkröfur og að Slökkviliös- menn sættu sig ekki við það. Guðmundur Vignir sagðist telja launakröfur slökkviðliðsmanna fylli- lega raunhæfar en þeir bæru sig helst saman við iðnaðarmenn hjá sveitarfélögum sem hefðu tæplega 110 þúsund í upphafslaun. Auk launa- krafna gera slökkviliðsmenn m.a. kröfu um bætta tryggingarstöðu. Þrátt fyrir erfiða kjaradeilu sagðist Guðmundur Vignir bjartsýnn á fram- haldið enda hlytu menn að vilja finna lausn á deilunni. ■ LANGÞREYTTIR Samníngar slökkviliðsmanna hafa verið lausir slðan í september á síðasta ári og eru þeir orðnir langþreyttir á ástandinu og segjast vera með 80-90 þúsund í grunnlaun. MEÐAN ALLT LÉK f LYNDI Rico Saccani þegar sólin skein á starfsferil hans á íslandi. vitnað til, segir að samband hljóð- færleikaranna við Saccani hafi ein- mitt verið mjög gott í upphafi en að síðar hafi komið þreyta í samstarfið og að sífellt fleiri hafi ekki getað fellt sig við starfsaðferðir Saccanis. Oddur Björnsson básúnleikari sagðist hins vegar sjá á eftir Saccani. „Hann er mjög flinkur mað- ur sem á hug og hjörtu áhorfenda og gagnrýnenda og fyllir alltaf húsið. Þó að aðalstjórnandinn sé hér aðeins átta vikur á ári og hafi að mínu viti of mikið vægi í augum hljóðfærleik- aranna er ástæðulaust að móðga manninn og missa hann úr höndun- um,“ segir Oddur. gar@frettabiadid.is "' ,...v .... BRUNALIÐIÐ SAMANKOMIÐ Þeir voru ekki í aukavinnubanni slökkviliðsmennirnir sem mættu á staðinn þegar Jón Gestur fékk gjafabréf á flugferð og hótelgistingu fyrir hetjudáðina. Gaza: Auga fyrir auga einu sinni enn ENGINN FRIÐUR Palenstínsk lögregla leitar skjóls á meðan herþyrlur vörpuðu sprengjum á Gaza-borg i gær. gaza. ap. ísraelsher skaut eldflaugum á höfuðstöðvar lögreglu og byggingu Fatah-hreyfingarinnar í Gaza í gær- dag. Árásin kom í kjölfar sprenging- ar Palestínumanna fyrr um daginn við landamærin sem varð tveimur rúmenskum verkamönnum að bana. Að minnsta kosti fjórum eldflaugum var skotið inn í borgina og hlutu tug- ir manna smávægilega áverka. Bygg- ingin sem hýsir skrifstofur Fatah- hreyfingar Yasser Arafat skemmdist nokkuð í árásinni, en að sögn palen- stínskra embættismanna sakaði leið- togann ekki. Rúmenarnir sem létust fyrr um daginn voru við vinnu sína að lag- færa landamæragirðingu þegar sprengjan sprakk sem talið er víst að Palestínumenn hafi komið fyrir. Þriðji Rúmeninn slapp með meiðsli. Spennan í samskiptum ísraels- og Palestínumanna hefur stigmagnast í vikunni og eins og staðan er nú virð- ast litlar líkur á að áhugi sé á friðar- viðræðum. Ariel Sharon, forsætis- ráðherra ísraels, fordæmdi í gær morðin á drengjunum tveimur sem fundust í fyrradag og sagði að við- ræður við leiðtoga Palestínu gætu ekki farið fram fyrr en árásirnar stöðvist. Aðspurður um morðin á drengjunum sagði Arafat að Palen- stínsk börn hafi einnig verið fórnar- lömb. Nokkuð virðist hafa dregið úr vilja leiðtoganna til að ræða friðartil- lögur Egypta og Jórdana. ■ Þaö er alltaf eitthvað nýtt og spennandi frá HTH, enda er þetta viðkunnarlega danska fyrirtæki í forystu á Norðurlöndun í hönnun og framleiðslu á eldhús- og baðinnréttingum. Forvitnilegir litir og nýjar gerðir innréttinga, þaulhugsaðar í smáatriðum, gera það að verkum að þú færð innblástur í hvert sinn sem þú lítur inn í sýningarsal hjá HTH. Láttu sjá þig - Stuttur afgreiðslufrestur .aðeins betra Lágmúla 8 • Sími 530 2800 AP/ADEL HANA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.