Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 11. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 11 Sala ríkisbankanna: Engin samstaða á þingi einkavæðing Þingmenn skiptust í þrennt í umræðu á Alþingi í gær um það hvort ætti að selja hlutabréf rík- isins i Búnaðarbanka og Landsbanka. Ríkisstjórnin stefnir að því að selja öll hlutabréf ríkisins í báðum bönkum en fulltrúar Samfylkingar í efnahags- og viðskiptadeild lögðu til að einungis yrðu seld hlutabréf í Búnaðarbankanum. Að auki leggur Samfylkingin til að 10% af hlutafé bankans verði skipt jafnt á meðal ís- lenskra ríkisborgara. Vinstrihreyf- ingin - grænt framboð er hins vegar alfarið á móti því að bankarnir verði seldir. SVERRIR HERMANNSSON „Myndi einhverjum einkaaðila koma til hugar að hefja VILHJÁLMUR EGILSSON Sagður vanhæfur vegna starfa hjá Vetslunarráði. sölu núna?" Stjórnarandstæðingar virðast litla trú hafa á því að viðunandi verð fáist fyrir bankana. Samfylking vill fresta sölu þar til aðstæður á fjármálamarkaði séu með þeim hætti að verjanlegt sé að ráðast í söluna. Ögmundur Jónasson alþingis- maður segir vandséð hvernig stjórn- völd ætli að tryggja ríkinu hámarks- verð fyrir hlut sinn í bönkunum eins og segir í stefnuyfirlýsingunni og Sverrir Hermannsson alþingis- maður lýsti efasemdum um tíma- setningu sölunnar þó hann væri henni hlynntur. ■ NÝR FRAMKV/EMDASTJÓRI PÓSTFLUTNINGA Valdmar Grímsson, kunnur handknattleiksmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Goða hf., segir að auk dreifingu Fréttablaðsins muni Póstflutningar sjá um dreifingu á markpósti alla virka daga ársins. 0 98% heimila fá Fréttablaðið sent Valdimar Grímsson ráðinn framkvæmdastjóri Póstflutninga. Stefnt að dreifingu markpósts. PóSTFLUTNiNGflR. Valdimar Grímsson tekur á mánudaginn formlega við starfi framkvæmdastjóra Póstflutn- inga, sem sér um dreifingu á Frétta- blaðinu. Valdimar, sem er menntað- ur iðntæknifræðingur og kunnur handknattleiksmaður, hefur undan- farna mánuði starfaði sem ráðgjafi hjá Intrum á íslandi, en þar áður var hann framkvæmdastjóri Goða hf. „Starfið leggst mjög vel í mig,“ sagði Valdimar. „Enda bæði krefj- andi og spennandi að taka þátt í upp- byggingu nýs fyrirækis, sem sér um dreifingu inn á 67 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu." Valdimar sagðist mjög bjartsýnn á gott gengi fyrirtæksins en samkvæmt síðustu mælingu fá um 98% heimila á höfuð- borgarsvæðinu Fréttablaðið, en um 550 blaðberar sjá um dreifinguna. Hann sagði að auk þess að dreifa Fréttablaðinu myndu Póstflutningar dreifa ýmsum markpósti fyrir önn- ur fyrirtæki. „Stefnan er að ná mjög skilvirku dreifikerfi til að Fréttablaðið jafnt sem önnur fyrirtæki geti nýtt sér þjónustu Póstflutninga. Þá vil ég meina að það sé gríðarlegur kostur fyrir fyrirtæki að geta nýtt sér markpóst alla virka daga ársins, en í dag er þessi þjónusta bundin við fimmtudaga." Valdimar sagði að þessi sérstaða fyrirtækisins þ.e. öflugt dreifikerfi væri það sem það hefði umfram önn- ur fyrirtæki á markaðnum. Aðeins íslandspóstur hefði boðið upp dreif- ingu alla virka daga ársins fram að þessu. Þá væru kostir fyrirtækisins einnig fólgnir í því að það gæti skipt höfuðborgarsvæðinu upp í 550 svæði, sem yki hagkvæmni væntan- legra viðskiptavina sem gætu dreift markpósti sínum til ákveðins mark- hóps. „Þetta er stórt verkefni sem hef- ur mikla möguleika en menn þurfa að standa saman. Dreifing Frétta- blaðsins hefur gengið mjög vel þrátt fyrir ákveðna byrjunarörðugleika, en það er búið að leysa hvert vanda- málið á fætur öðru undanfarið og ég trúl þvi að við séum að ná virkilega góðum tökum á markaðnum.“ trausti@frettabladid.is Hæstiréttur: Dæmdur fyrir að landa framhjá fiskveiðibrot. Hæstiréttui' dæmdi í gær skipstjóra sekan fyrir fisk- veiðibrot, en hann hafði ekki sinnt þeirri skyldu sinni að tryggjá að all- ur afli yrði vigtaður á hafnarvog strax í kjölfar löndunpr. Skipstjórinn var jafnframt sak- felldur fyrir að hafa ekki faért upp- lýsingar um afla skipsins réttilega í afladagbók og fyrir að hafa fullunn- ið hluta aflans um borð án þess að hafa til þess leyfi. Var hann dæmd- ur til að greiða 800.000 krónur í sekt. í dómi Ilæstaréttar kemur fram að sex fiskkassar hafi verið færðir úr Eldey GK 74 föstudaginn 22. októ- ber 1999 í bifreið sem var stöðvuð í Njarðvík. í kössunum voru 172 kg af hausuðum þorski, 45 kg af þorsk- flökum, 30 kg af ýsuflökum og 5 kg af lúðu. Auk þessa afla voru 324 kg af slægðum þorski úr bátnum vigtuð á hafnarvoginni í Keflavík. Skipstjórinn sagði að þessi afli hafi verið ætlað til einkaneyslu áhafnar, en hvergi var gerð grein fyrir þessum hluta aflans í afladag- bók skipsins, hvorki sem ætlaðri soðningu skipsáhafnar né sem hluta af heildarafla. Auk þessa hluta afl- ans fóru 172 kg af hausuðum og slægðum þorski úr skipinu framhjá hafnarvigt þennan dag. Þá sagðist skipstjórinn hafa treyst skipstjórnarlærðum manni til að færa þennan afla á hafnarvigt. í dómnum segir að umræddur mað- ur hafi hvorki verið í áhöfninni né starfsmaður útgerðarinnar og laut ekki boðvaldi skipstjóra, heldur var hann kaupandi þessa hluta aflans. ■ Sænskir foreldrar: Sektaðir fyrir skróp barna menntamál Foreldrum sískrópandi barna í Bergsjöskólanum í Gauta- borg hafa verið settir úrslitakostir að því er sænska dagblaðið Aftonbladet greinir frá. Annaðhvort sendi þeir börnin í skólann eða greiði 1.000 skr. í sekt, andvirði um 9.500 ísl. kr. Að- ferðin, sem er í hæsta máta óvenju- leg er þó í fullu samræmi við sænsk lög. „Þetta ættu fleiri skólar að taka upp,“ segir skólastjórinn, Christiane Holzwart. Christiane segir að hún sé mjög ánægð að stjórn Bergsjön bæjarhlut- ans hafi ákveðið að sekta foreldrana. „Við teljum það mjög mikilvægt að ENGAR SEKTIR Ekki hefur verið gripið til sama ráðs á (slandi og í Svíþjóð. skólinn komi því til skila að það eru foreldrarnir sem bera ábyrgð á því að börnin mæti í skólann. Það er ekki í verkahring okkar að sækja þau.“ Þegar hafa verið sendir út sektarmið- ar til sex foreldra. Christiane segir að gripið sé til sektarinnar ef að nem- endur skrópa í marga daga í röð og láta ekkert frá sér heyra. Fyrstu dag- ana reyni skólinn yfirleitt margsinn- is að hafa upp á þeim en bréfið verð- ur sent í annarri viku. ■ Haraldur Böðvarsson hf.: Birtir 3ja mánaða uppgjör sjávarútvegur Hagnaður Haraldar Böðvarssonar hf. nam 20 milljón króna fyrstu þrjá mánuði ársins 2001, en nú birtir félagið 3ja mánaða upp- gjör í fyrsta sinn. Hagnaður fyrir afskriftir nam 373 milljónum króna eða 27,5% af tekj- úm., Allt árið í fyrra var hagnaður fyr- ir afskriftir 598 milljónir króna. Rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliði nam 253 milljónum króna, en gengistap fyrirtækisins vegna lána.nam 155 milljónum króna og voru fjármagnsgjöld umfram fjár- munatekjur 228 milljónir króna. ■ FILMU ÍSETNINGAR SÓLARFILMUR í ÝMSUM LITUM ÖRYGGISFILMUR í RÚÐUR FYRIRTÆKJA, STOFNANA OG HEIMAHÚS Pöntunarsími 896 5790 Mosfellsbær Tillaga að breytingu á deiliskipulagi stofnunarlóðar við Reykjaveg í Mosfellsbæ Á fundi bæjarstjórnar þann 09. maí 2001 var samþykkt kynning á tillögu að breytingu á deiliskipulagi stofnunar- lóðar við Reykjahverfi í Mosfellsbæ í samræmi við 1. mgr. 26.gr. skipulags- og byggingalaga nr 73/1997, með síðari breytingum. Breyting felst í því að byggingarreitur við leikskólann Reykjakot er stækkaður jafnframt því sem búinn er til byggingarreitur fyrir færanlegar leikskólastofur. Gert er ráð fyrir einnar hæða byggingum. Stærð lóðar er óbreytt. Tillagan verður til sýnis í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mos- fellsbæjar, Þverholti 2, fyrstu hæð, frá 11. maí til 8. júní n.k. Athugasemdir ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipu- lagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir 22. júní n.k. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frest, telj- ast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.