Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 11. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ RITHÖFUNDURINN OG FORSETINN Susan Sontag sítur þarna við hliðina á Moshe Katsav, forseta lsraels, á alþjóðlegri bókahá- tíð í Jerúsalem. Susan Sontag: Vildi ekkert gagnrýna JERÚSALEM. ap Bandaríski rithöfundur- inn Susan Sontag er ekki hrifin af framkomu ísraelsmanna í garð Pal- estínumanna. Samt notaði hún ekki tækifærið sem henni bauðst til þess að gagnrýna framferði ísraelsmanna er hún tók við verðlaunum á alþjóð- legri bókamessu í Jerúsalem á mið- vikudag. „Ég er með skoðanir, en þær eru allar aðfengnar," sagði hún og lét hvatningu ísraelskra friðarsinna um að hafna verðlaununum sem vind um eyrun þjóta. „Ef ég þekkti aðstæður hér frá fyrstu hendi, þá þætti mér ég sennilega skuldbundin til þess að minnast á pólitísk mál í ræðunni." ÚTSKRIFTARNEMENDUR Alla daga sýningarinnar verða nemendur á staðnum og munu veita leiðsögn um svæðið. Utskriftarsýning Listaháskóla Islands 2001: Sýnd eru málverk, leirlist og grafík morgun á Café 22. Húsið opnar kl. 24. Frítt inn til kl. 3, 500 kr. eftir það. Diskórokktekarinn Skugga-Baldurleikur í kvöld á H-barnum, Akranesi. Miða- verð 500 kr. frá miðnætti. Það verður dj. Tommy White sem sér um tónlistina í Leikhúskjallaranum í kvöld. Á Nelly's Café í kvöld sér dj. Le Chefum tónlistina. SÝNINGAR_________________________ Heimildir um siglingar l'slendinga og Grænlendinga til Vínlands og kristni- töku á Alþingi við Öxará fyrir þúsund árum er að finna í þeim handritum sem varðveitt eru á Árnastofnun, Árnagarði. Einnig eru sýndir gripir af Þjóðminjasafni sem tengjast upphafi kristni í landinu. Sýningin stendur til 15. maí. IMYNPLIST___________________________ Ropi er yfirskrift myndlistarsýningar sem opnuð hefur verið í Nýlistasafninu. I SÚM sal er Anna Líndal að velta fyrir sér gjaldföllnu gildismati, í Gryfju safns- ins sýnirólöf Nordal skúlptúr og gagn- virk myndverk og í Forsal safnsins sýnir Valka (Valborg S. Ingólfsdóttir) leirstyttur og vatnslitamyndir. Hlíf Ásgr/msdóttir hefur opnað sýníng- una Innivera í Gallerii Sævars Karls. A sýningunni eru vatnslitamyndir, Ijós- myndir og skúlptúr. Þetta er fimmta einkasýning Hlífar. Sýningin stendur til 23. maí. Hrafnkell Sigurðsson hefur opnar sýn- ingu á verkum sínum í galleríi i8, Klapp- arstíg. Sýnd verða nýjustu verk Hrafnkels af tjöldum í íslensku vetrarumhverfi. Sýn- ingin er opin þriðjudaga til laugardaga kl. 13-17 og stendur til 16. júnf. í gallerí@hlemmur.is stendur yfir sýning Erlu Haraldsdóttur og Bo Melin „Here, there and everywhere". Á sýningunni leika þau Erla og Bo sér að því að brey- ta Reykjavík í fjölþjóðlega borg með aðstoð stafrænt breyttra Ijósmynda. Opið 14-18. Sýningin stendurtil 6. júní. sýning Listaháskóli íslands mun opna árlega Útskriftarsýningu listnema á morgun kl. 14. Eins og undanfarin ár verður sýningin haldin í húsnæði skólans að Laugarnesvegi 91 í Reykjavík. Þetta er annað árið sem Listaháskóli íslands útskrifar nema með BA gráðu og munu gestir sjá verk 64 nemenda, bæði af hönnunar og myndlistarsviði. Fjölbreyttar uppákomur verða í boði og einnig verður hægt að sjá inn- setningar, sýningar á myndböndum, málverk, skúlptúr og grafík frá myndlistarsviði sem og leirlist, textíl og grafíska hönnun frá hönnunar- sviði. í sambandi við sýninguna hef- ur Listaháskóli íslands látið prenta veglega sýningarskrá með textum frá nemendum og myndum af verk- um þeirra. Sýningarskráin verður til söiu á opnuninni sem og alla sýning- ardaga. Kaffistofa skólans mun einnig verða opin og þar verða léttar veit- ingar til sölu. Sýningin stendur til 20.maí og verður opin daglega milli klukkan 14 og 18 Aðgangur að sýn- ingunni er ókeypis og er fólk hvatt til að kynna sér þennan listviðburð. Álfasala SÁÁ: Barátta gegn Bakkusi Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning norska listmálarans Odds Nerdrums, sem baðst nýverið afsökunar á því að hafa siglt undir fölsku flaggi með því að kalla sig listamann. Sýningin er opin 10- 17 en til kl. 19 miðvikudaga. Sýningin stendur til 27. maí. Sjö olíumálverk er á sýningu Kristínar Geirsdóttur í Hallgrímskirkju. I verkunum er lögð áhersla á krossinn, þríhyrninginn og litinn en verkin voru gerð sérstaklega fyrir þessa sýningu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9-17. Sýningin stendur til 20. maí. Ásdís Kalmanheldur sýningu í Listasalnum Man, Skólavörðustíg, á abstrakt-málverkum sem hún hefur gert á sl. tveimur árum. Þetta er hennar 4. einkasýning. söfnun Hin árlega Álfasala SÁÁ hefst í dag og stendur til 13. maí. Þetta er í tólfta skiptið sem SÁÁ leitar til landsmanna um stuðning við starf- semi sína. Tekjur af Álfsölu SÁÁ hafa fyrst og fremst farið til að efla starf- semi SÁÁ í þágu ungs fólks, jafnt for- vörnum og meðferð. Ennfremur hef- ur Álfasalan gert kleift að bjóða upp á fræðslu fyrir foreldra. Álfinum fylgir að þessu sinni lítið spjald með heilræðum fyrir unga fólkið. Þar er bent á ýmsa nöturlega fylgifiska áfengis- og vímuefna- neyslu. Þeim sem kaupa Álfinn er einnig boðið að skrá sis í ferðahapp- drætti á heimasíðu SÁÁ, www.saa.is. Álfur þessa árs er skjannahvítur frá hvirfli til ilja, með rautt band um hattinn og hefur í höndinni skilti þar sem á stendur takk fyrir. Með því er Álfurinn að þakka aímenningi fyrir þær góðu viðtökur sem hann hefur fengið alla tíð. ■ Skyndilist í Bónus: Kjötfars og listaverk skyndilist Skyndilist eða „Fast Art“ er sköpuð til þess að nálgast almenn- ing á þeirra forsendum. Aðgengi, verðlag og hagkvæmni eru höfð til hliðsjónar og reynt eftir bestu getu að vefa úr þeim heildarpakka sem ætti að höfða til sem flestra. F.art mun selja Skyndilist í Bónus á Laug- arvegi í dag milli klukkan 13-18. Þar mun verða hægt að versla Skyndilist þegar keypt er inn matvaran fyrir helgina. Eitt listaverk mun kosta 499 kr, og hentar hvort er til gjafar eða eignar. F.art er með þessu að færa mynd- listina inn á hinn almenna neyslu- mai’kað í stað þess að hafa listina á VAKÚMPÖKKUÐ SKYNDILIST Neytandinn gerir þrá kröfu að að varan sé aðgengileg og á viðráðanlegu verði því ákvað F.art hópurinn að færa myndlistina inn á almennan neyslumarkað. illa aðgengilegum stöðum og úr al- Hanssyni og Hildi Margrétardóttur faraleið. F.Art-hópurinn samanstend- en þau eru málarar af yngri kynslóð- ur af Lónu Dögg Christensen, Þiðriki inni. ■ Hin vinsæla kerrusýning Allar gerðir af kerrum Víkurvagna er um helgina 12. maí kl. 10-16 og 13. maí kl. 13-16 Mikið úrval af kerrum frá Víkurvögnum og bílum frá Heklu verða til sýnis um helgina. Hálanda kraftakarlarnir líta í heimsókn og verða með aflraunir og Egils svalar þorstanum. 0 HEKLA líi*i!inli:rii|» Kynningarverð uw helgina! ~OcÝið Ollkentin Traust dráttarbeisli Ásetning á staðnum. VIKURVAGNAR EHF. X^VÍkurvagnar ehf • Dvergshöfóa 27 • Sími 577 1090 • www.vikurvagnarJs, jssarSK ■ Samkeppni um nytt merki fyrir Landsmót UMFI Verðlaunafé 350.000 kr. Ungmennafélag Islands (UMFI) efnir til samkeppni um gerð nýs merkis fyrir Landsmót UMFI í samvinnu við Félag íslenskra teiknara (FTT). Merkinu er ætlað að vera framtíðartákn landsmóta UMFÍ. Verðlaun fyrir bestu tillöguna að mati dómnefndar eru 350.000 kr. auk þess sem greiddar verða 150.000 kr. fyrir útfærslu merkis og reglur um notkun. Dómnefnd er skipuð 5 fulltrúum, 2 frá UMFÍ og 3 frá FÍT. Frestur til að skila inn tillögum er til S. juní 2001 Tillögum skal skila undir dulnefni til: UMFÍ, Landsmötsmerki, Fellsmúla 26, 108 Reykjavík. Dulnefni skal fylgja með í lokuðu umslagi. Tillögur skulu vera á A4 blaði, í lita og svart-hvítri útgáfu. Landsmótsmerkið verður notað á bréfs- efni og pappfra. boli. fána. veifur. minjagripi. verðlaunagripi. byggingar o.fl. Úrslit verfta kynnt á 23. Landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum 12.-15. júlí í sumar. Innsendar tillögur verða til sýnis á Landsmótinu og síðan á skrifstofu UMFÍ út júlí. Allar nánari upplýsingar um samkeppnina eru veittar á skrifstofu UMR. Upplýsingar um UMR og Landsmótin er að finna á heimasíðu UMR www.umfi.is Dómnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum ef innsendar tillögur eru ekki fullnaegjandi. Landsmót UMFÍ eru fjölmennustu íþróttamót á íslandi og hafa stundum verið kölluð hinir íslensku ólympíuleikar. Fyrsta mótið var haldið 1909. en frá 1940 hafa þau verið haldin 3ja hverf ár. Keppt er í flestum greinum íþrótta auk ýmissa starfsíþrótta. Ungmennafélag Islands er landssamband ungmennafélaga skammstafað UMFÍ. Markmið hreyfingarinnar er .Raektun lýðs og lands" og kjörorðið er .íslandi allt". Fáni UMRÍ er Hvítbláinn. Hlutverk UMFÍ er að samræma starfsemi ungmennafélaga á íslandi og veita þjónustu við aðildarfélög og félagsmenn. Ungmennafélag íslands. Fellsmúla 2 6. 108 Reykjavík. sími 568 2929. www.umfi.is mmmmmmmmmBm éröafélagar ehf f ÉROfR FVHiR FáTiAOA Spánn og Portúgal fyrir þroskahefta Ennþá eru örfá sæti laus í ferðir okkar fyrir þroskahefta til Spánar og Portúgal í sumar. Gamla verðið gildir ef greitt er fyrir 15. maí. Við svörum í síma alla daga til kl. 10 á kvöldin nema laugardag og sunnudag til kl. 17. Uppl. gefur Sveinn í síma 564-4091 og 899-4170.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.