Fréttablaðið - 11.05.2001, Side 23

Fréttablaðið - 11.05.2001, Side 23
FÖSTUDAGUR 11. maí 2001 FRETTABLAÐIÐ 23 ítölsku kosningarriar: Thatcher hjálpar Berlusconi ítalía Lafði Margaret Thatcher hefur komið til liðs við Silvio Berlusconi, sem talinn er munu leiða flokk sinn Forca Italia til sigurs í ítölsku þing- kosningunum. í bréfi til Berlusconi segir hún að í gangi sé „andevrópsk blaðaherferð gegn þjóðlegu lýð- ræði“. Breska vikublaðið The Economist setti í gang skriðu blaða- greina víða um Evrópu þegar það birti forsíðufyrirsögnina: „Hvers- vegna Berlusconi er ekki hæfur til þess að veita Ítalíu forystu." Þar var vakin athygli á fjömörgum hags- munaárekstrum sem stjórnmálamað- urinn Berlusconi lendir í gagnvart hinu mikla fjármála- og fjölmiðla- HJÁLP AÐ UTAN Silvio Berlusconi gerði mikið úr stuðningi Margaret Thatcher á fundi með blaða- mönnum í gær og var einnig blíðmáll í garð samstarfs Ítalíu og Bandaríkjanna. veldi sinu, svo og á öllum þeim mála- ferlum sem eru í gangi. „Þetta er ekki fýrsta sam-evrópska tilraunin til þess að knésetja kjósendur í einu landi“, skrifar Thatcher, „en hún gæti orðið sú síðasta ef ítalir neita að beygja sig fyrir henni.“B Bensínverðið hitamál Hague gerir Blair erfitt fyrir með tillögu um lækkun verðs á bensíni. BRETLAND William Hague leiðtogi breska íhaldsflokksins lofaði í gær að lækka verð bensínlíters í fyrstu fjárlögum sínum um 32 krónur kom- ist hann til valda, og þrýstir þar með á Blair-stjórnina þar sem hún er veikust fyrir. í september sl. varð mikil uppreisn atvinnubílstjóra gegn bensínsköttum í kjölfar verðhækk- ana á olíu, og neyddist stjórnin til þess að lækka verðið um ellefu krón- ur fyrr á þessu ári. Hann lofar einnig 1150 milljarða króna skattalækkun- um innan tveggja ára stjórnarferils nýrrar stjórnar íhaldsflokksins. Tony Blair forsætisráðherra svaraði þessum tillögum í gær með því að kalla þær farsakennda tækifæris- mennsku sem íhaldsmenn myndu aldrei verða borgunarmenn fyrir. Fulltrúar íhaldsflökksins voru spurðir að því í gær hvort þessar skattalækkanir þýddu að þeir styddu BENSÍNSTRÍÐ f BRETLANDI William Hague lofar að lækka verð á bens- ínlítra úm-30 krónúr I fyrstu fjárlögum sín- um. Býður nokkur betur? George Bush forseta Bandaríkjanna í andstöðu við Kyotobókunina um að draga úr losun gróðurhúsalofftegunda. William Hague sagði að flökkurinn sty- ddi ennþá JKyoto-bókunina.B Blákaldar staðreyndir sem tala sínu máli Launaseðill þroskaþjálfa eftir 9 ára starf og þriggja ára háskólanám dlfef, RÍKISBÓKHALD Grei&skí$tí*&ur Landsb Austurbæjarú'tib Anna Lilja Magnúsdóttir þroskaþjálfi 2 Dalsbyggð 9 210 Garðabær Launaséélll ' ReikfiHigsnamer . SlgreíðaJurtómef -'t ÁfftfBómgssrsta&jr 02.20 0.1:;';999210 Þros'KaÞj- -fjflag fsl S?affs£JdiÁíp’rófaí4«(' -------- 07. 19 92 01.03.2001 iOffhetK- 85.109 Launategurd Lfl„þrep Gic-ióslutímabli trá - til Einíngaverð fcn-tga- fiðklí Styrktarfélag vangefinna dagvistun Lækjarási « mánaðarlaun 203-2 010201-280201 104.857 1,0000 O ; 2 >; Laun og aðrar greiðslur samtals ö. Skattstofr, Reiknaður skattur iFrá dregst persðnuafsláttur 38,76% 100,00% Líf.sj starfsmanna ríkisins A-deild ibroskaþjálfafélag íslands Staðgreiðsla skatta Frádráttur samtals - Atgrein nú kr. 104.857 104.857 100.463 39.016 25.245 4.194 1.783 13.771 19.748 wsn Notum akreinar til þess að greiða fyrir umferð - ekki til þess að stofna heilsu og eignum annarra í hsettu Evrópuskýrsla ★ * ★ ★ + ★ Á vegum Samfylkingarinnar hefur að undanförnu verið unnið að faglegri úttekt á stöðu íslands í Evrópusamstarfi þar sem reynt er að skilgreina hugsanleg samningsmarkmið ef til umsóknaraðildar kæmi. Fimmtári sérfróðir einstaklingar hafa tekið að sér að fjalla um álitamál sem snerta hin ýmsu svið Evrópusamvinnunnar. Skýrslur þeirra verða gefnar út í sérstöku riti að fundaröðinni lokinni í haust. Næstu fundir: Fundur 2: Sjávarútvegur, félags- og efnahagsmál (8. sept) Sjávarútvegsmál - Ágúst Ágústsson og Katrín Júlíusdóttir. Félags- og jafnréttismál - Bryndís Hlöðversdóttir. Efnahagsmál - Tilkynnt síðar. Fundur 3: Landbúnaðar, neytenda og utanríkismál (22. sept) Landbúnaðarmál - Runólfur Ágústsson og Magnús Árni Magnússon. Neytendamál - Þórunn Sveinbjarnardóttir. Utanríkismál - Árni Páll Árnason. Fundur 4: Umhverfið, menningin, byggða og fullveldismál (6. október). Umhverfismál - Jón Gunnar Ottósson. Menning og samkennd - Gestur Guðmundsson. Byggðamál - Ingileif Ástvaldsdóttir og Halldór S. Guðmundsson. Fullveldismál - Valgerður Bjarnadóttir. Samfylkingarinnar - Fundaröð um álitaefni og samningsmarkmið Fyrsti fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu, laugardaginn 12. maí kl: 11:00-14:00: Stjórnsýslan, mennta- og vísindamál •yndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, flytur ávarp. forstöðumaður Rannsóknaþjónustu H.í. fjallar um mennta- og vísindaáætlanir ESB. Eiríkur Bergmann, Evrópuráðgjafi hjá Rannsóknaþjónustu H.í. fjallar um breytingar á mennta- og vísindaumhverfi íslands við aðild að ESB. Baldur Þórhallsson, lektor í stjórnmálafræði við H.Í., fjallar um breytingar á stjórnsýsiu íslands við aðilda að ESB. Hólmfríður Sveinsdóttir, stjórnmálafræðingur, stjórnar fundi og stýrir umræðum. B Á „ ..#*.. ...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.