Fréttablaðið - 11.05.2001, Side 22

Fréttablaðið - 11.05.2001, Side 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 11. maí 2001 FÖSTUDAGUR HRAÐSODIÐ PÁLL PÉTURSSON ráðherra Engin átthagabönd HEFUR brottflutningur flóttamanna frá viðtökusveitarfélögum sínum til höfuð- borgarsvæðisins ekki sýnt að það séu mistök að koma þeim fyrir á smærri stöðum úti á landi? Það er nú síður en svo að það hafi verið einhver mistök. Það hefur aldrei verið meiningin að binda þetta fólk í átthagafjötra. Það var samið við viðkomandi sveitarfélög vegna þess að þau buðu upp á góða aðstöðu til að annast þetta fólk í eitt ár meðan það aðlagast íslensku þjóð- félagi. Síðan hefur því verið frjálst að flytja á brott ef þeim líst svo á. HEFUR þetta ekki einfaldlega verið notað til að tryggja sveitarfélögum vinnuafl? Nei. Það gerum við með því að veita atvinnuleyfi fyrir útlendinga. Það er ekkert bundið við þetta. HVAÐ mælir gegn því að veita flótta- mönnum þessa aðstoð á höfuðborgarsvæð- inu? Við höfum komið einum hópi fyrir í Hafnarfirði. Það sem fyrst og fremst veldur erfiðleikum er að húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu er hærri en annars staðar. Okkur er kunnugt um að hér eru biðlistar hjá borginni eftir leiguhúsnæði. Það er sjálfsagt ekkert sveitarfélag sem ætti erfiðara með að hýsa flótta- menn en Reykjavík. HVAÐA árangti hafa þessi verkefni skilað? Þetta hefur skilað því að við höfum með miklum sóma tekið á móti hátt í 200 manns. Þeir hafa plumað sig mjög vel í þessu þjóðfélagi. Mér er ekki kunnugt um eina einustu fjöl- skyldu sem þurfti á einhverri aðstoð að halda eftir að þessu ári sem verk- efnið tekur var lokið. Við höfum fengið mikið hrós frá Alþjóða flótta- mannastofnuninni sem er mjög ánægð með hvernig hefur verið staðið að þessum málum hér á landi. Páll Pétursson er 64 ára þingmaður Framsókn- arflokksins. Hann hefur verið félagsmálaráð- herra frá 1995 og faríð með málefni flótta- manna. íslenski hugbúnaðarsjóðurinn kynnir nýtt starfsheiti: Fj árfes tingars tj óri HUGBÚNflÐUR Jónmundur Guðmars- son hefur verið ráðinn fjárfestinga- stjóri (Chief Investment Officer) hjá íslenska hugbúnaðarsjóðnum hf. Mun Jónmundur eiga sæti í framkvæmdastjórn félagsins sem sér um að greina og taka ákvarðan- ir um fjárfestingar. Auk þess mun hann eiga sæti í stjórnum félaga fyrir hönd sjóðsins og fylgja eftir þeim fjárfestingum sem sjóðurinn hefur gert eða hyggst ráðast í. Jónmundur starfaði áður sem framkvæmdastjóri breska hugbún- aðarfyrirtækisins Virtual State Productions á Englandi. Hann er fæddur árið 1968, lauk stúdents- STJÓRN FJÁRFESTING Jónmundur Guð- marsson kemur úr bresku hugbúnðar- umhverfi yfir í Is- lenskt. prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1988, B.A. prófi frá Háskóla ís- lands árið 1992 og meistara- gráðu (M.Phil.) í International Relations frá Ox- ford háskóla árið 1994. Jónmundur er kvæntur Mar- gréti Gísladóttur Blöndal og eiga þau saman fjög- ur börn. ■ Deilt um RANNIS Boðaðar breytingar afturhvarf til fortíðar eða aðlögun að því sem gefist hefur vel erlendis ? rannsóknir Til harðra orðaskipta kom á Alþingi í gær þegar fjallað var um hugmyndir Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra, um breytta skipan og starfshætti Rannsóknarráðs íslands. Sigríður Jóhannesdóttir, þingmað- ur Samfylkingar sem bað um umræð- una, sagði hugmyndir menntamála- ráðherra vera afturhvarf til fortíðar þar sem Rannsóknarráð væri gert að pólitískri stofnun undir stjórn sjö ráð- herra. Því yrði breytingin til að auka möguleika stjórnmálamanna til að hafa áhrif á fjárúthlutanir ráðsins. Að auki hefði stofnuninni verið haldið í fjársvelti. Menntamálaráðherra sagði ~ SIGRÍÐUR JÓ- HANNESDÓTTIR Núverandi fyrir- komulag þótti ekki nógu lýðræðislegt og því breytt. ræðu Sigríðar ein- kennilega og byg- gða á misskilningi. Breytingarnar væru lagðar til eftir mat á árangri annarra þjóða þar sem þetta fyrir- komulag hefði gefið góða raun. Þá væri rangt að halda því fram að fjárveitingar hefðu rýrnað. Þær hefðu þvert á móti aukist og það meira en víðast. ■ Eimskip og Hekla semja um flutninga og upplýsingaþjónustu: Víðtækt samstarf FRÉTTIR AF FÓLKI ólöglegra samninga um verð og af- slætti á bensíni. Þeir félagar Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Smári Geirsson formaður Sambands sveit- arfélaga í Austur- landskjördæmi ætla á ráðstefnuna Menningarlandið sem haldin verður í Félagsheimilinu Herðubreið á Seyð- isfirði á mánudag og þriðjudag næst- komandi. Þar á að fjalla um um stefnumótun í menning- armálum á landsbyggðinni, en að ráð- stefnunni standa menntamálaráðu- neyti, Byggðastofnun og Samband ís- lenskra sveitarfélaga. Sagt er að und- irritunarpennar verði mundaðir. Helgi Pétursson borgarfulltrúi sækir nú fast að fá forstjóra- stöðu í hinu sameinaða fyrirtæki um strætisvagna- samgöngur á höf- uðborgarsvæðinu. Talið er að pólitísk framtíð Helga inn- an R-listans sé í tvísýnu. Hann er fulltrúi krata í R- listanum en bak- landið er veikt og rótgrónir kratar ekki sáttir við Helga og Hrannar Arnarsson sem sína fulltrúa í borgarstjórn. Helgi hefur hins vegar aflað sér mikillar viðskipti Eimskip og Hekla skrifuðu í gær undir samning um víðtækt samstarf á sviði flutninga og upp- lýsingaþjónustu. Flutningasamn- ingurinn tekur til allra flutninga- þátta Heklu þ.e. til sjóflutninga, flugfraktar, forflutnings að höfn er- lendis eða framhaldsflutnings inn- anlands og annarar flutninga- tengdrar þjónustu. Samningurinn byggir á verðkönnun sem Hekla framkvæmdi í febrúar síðastliðn- um. Meðal þátta sem Hekla lagði mesta áherslu á voru siglingatími, vörumeðferð, afkastageta, strand- flutningar og áreiðanlegir sam- starfsaðilar. TVG Zimsen, dóttur- fyriræki Eimskips, kemur til með að sinna þeim þáttum sem snúa að flugflutningum Heklu. Mikilvægur hluti af flutningaþjónustunni í dag tengist upplýsingaþjónustu og stef- na Eimskip og Hekla að auknu sam- starfi í upplýsingamálum sem miða meðal annars að því að einfalda ferla og stórauka upnlýsingagjöf á milli fyrirtækjanna. I því felst með- al annars nánari tenging á milli upplýsingakerfa Eimskips og Heklu, þar sem upplýsingakerfi fyrirtækjanna eru samþætt og verkferlar endurbættir. í því felst TEKIST I HENDUR Sigfús Sigfússon í Heklu og Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Eimskips innsigla samninginn í gær. áframhaldand uppbygging beinna rafrænna samskipta, aukin þjón- usta og upplýsingasamskipti í tengslum við uppbyggingu Eim- skips við vöruhótel og flugfrakt- þjónustu og tenging viðskipta- tengslakerfa Heklu og Eimskips (CRM) en Eimskip vinnur nú að inn- leiðingu á slíku kerfi í samvinnu við Siebel Inc. og Nýherja. ■ Innan úr Framsóknarflokknum heyrast þær fréttir að stutt sé í að tilkynnt verði um skipan nefndar til að f jalla um sjávar- útvegsmál en á síð- asta flokksþingi var samþykkt tillaga Kristins H. Gunn- arssonar og fram- sóknarmanna í Reykjavík um að slík nefnd yrði sett á fót til að ná sátt um málaflokkinn. Að sögn kunnugra verður enginn annar en Jón Sigurðs- son, fyrrum skólastjóri, fyrir valinu. Hann þótti standa sig vel þegar hann leiddi Evrópumálanefnd flokksins og vonast menri til að honum takist að stýra væntanlegri sjávarútvegs- nefnd flokksins að ásættanlegri nið- urstöðu. Ef þú átt einn milljarð króná hand- bæran getur þú fengið hús Landssíma íslands við Austurvöll keypt af Þórarni V. Þórarinssyni á svokölluðu sláðu- fáðu verði. Um er að ræða allar hús- eignir Landssímans í Kvosinni á sam- einaðri lóð frá 1972: Thorvaldsensstræti 2,4 og 6, Aðalstræti 11 og Vallarstræti 4 (Hótel Vík). Þú getur farið á Kauptorg.is og boðið í eignina til laugardagsins 9.júní og upphafsverð er 700 milljónir, en lág- marksverð seljenda er þó ekkert. Stóru olíufélögin í Danmörku eru nú undir mikilli pressu því for- stjórar þeirra eru sakaðir um að hafa samráð sín í milli um samn- ræmdar hækkanir á verði bensíns. Þannig hækkuðu flest félögin líter- inn af bensíni um nákvæmlega sjö aura danska. Hinu megin Eyrasunds urðu Sví- ar fyrir miklu áfalli er fréttist af ólöglegu verðsamráði í Svíþjóð. Sænska samkeppnisstofnunin hefur stefnt Norsk Hydro, Ok-Q8, Preem Petroleum, Shell og Staoil fyrir rétt og krafist rúmlega 7 milljarða ís- lenskra króna í skaðabætur vegna Lilja Ólafsdóttir, núverandi for- stjóri SVR, fær væntanlega sér- fræðingsstarf í almenningssam- göngum á þróunarsviði Reykjavík- urborgar og því skrifstofu í Ráðhús- inu. Möguleikar hennar á að stýra nýja fyrirtækinu urðu að engu þeg- ar upp úr sauð í samstarfi hennar og Skúla Bjarnasonar, hæstaréttar- lögmanns og sérstaks ráðgjafa borgarstjóra í almenningssamgöng- um en Skúli lagði grunninn að þeirri sýn á stefnu í almenningssamgöng- ur höfuðborgarsvæðisins sem nýja fyrirtækið leggur upp með. þekkingar á almenningssamgöng- um, sem formaður stjórnar SVR síðustu sex ár og rennir hýru augu til hins nýja embættis. Heilsárs bústaður Fullbúinn 60 fm með bjálkaklæðn- ingu. Sérlega vandaður, allir gluggar með flugnaneti, tilbúinn til flutnings verð kr 6.800.000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.