Fréttablaðið - 16.05.2001, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 16. maí 2001
FRETTABLAÐIÐ
7
Fiðluleikari segir Saccani á nýrri vinnuáætlun:
Allt mjög dularfullt
sinfónían „Við höfum ekki fengið nein-
ar upplýsingar," segir Hildigunnur
Halldórsdóttir, önnur fiðla og formað-
ur starfsmannafélags Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, um málefni aðalstjórn-
anda hljómsveitarinnar, Rico Saccanis.
Hvorki hefur sést tangur né tetur
af Saccani síðan hann yfirgaf landið í
fússi í byrjun mars.
Hildigunnur segir hljóðfæraleikar-
ana hafa fengið nýja vinnuáætlun í
hendurnar og að þar sé nafn Saccanis
tilgreint eins og ekkert hafi í skorist.
Það virðist ekki enn hafa verið fund-
inn staðgengill fyrir Saccani. Stjórn
Sinfóníunnar hefur ítrekað sagt aðal-
stjórnandann óvinnufæran vegna
veikinda en í Morgunblaðinu í gær er
hann hins vegar sagður við störf í
Búdapest.
„Við viljum sem starfsmenn fyrir-
tækisins verða fyrst til að fá að vita
hvað er að gerast og höfum beðið
stjórn hljómsveitarinnar um það,“ seg-
ir Hildigunnur, sem telur brotthvarf
Saccani óheppilegt:
„Starfssamningur hans rennur ekki
út fyrr en eftir ár og því hefði verið
eðiilegt að ljúka því tímabili í vinsemd.
Það er óþægilegt að það líði svona lang-
ur tími án þess að nokkur viti neitt því
þá fara alls konar getgátur af stað og
málið verður allt mjög dularfullt."
Saccani hefur ekki svarað skilaboð-
um Fréttablaðsins.
gar@frettabladid.ís
í ÓVISSU
Hvorki hefur sést tangur né tetur af Rico saccani, aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar
Islands síðan hann fór í fússi i byrjun mars.
Utanríkisráðuneyti:
Egill aðstoðar
Halldór
stjórnmál. Egill Heiðar Gíslason hef-
ur verið ráðinn aðstoðarmaður Hall-
dórs Ásgrímssonar, utanríkisráð-
herra, og hefur hann tekið til starfa.
Undanfarin 11
ár hefur Egill Heið-
ar gegnt starfi
framkvæmdastjóra
Framsóknarflokks-
ins.
Hann er 42 ára
og lauk prófi frá
egill heiðar Samvinnuskóianum
gíslason á Bifröst árið 1978
og stundaði nám við
Lýðháskólann í Gautaborg.
Skuggahverfið ekki
skipulagt sem ein heild
Borgarstjóri segir hugmyndir um niðurrif 40 húsa ganga of langt. íbúi í hverfinu segir að borgaryfirvöld
þurfi að koma hreint fram í málinu.
HUGMYNDIR UM NIÐURRIF HÚSA
við skipulag Skuggahverfisins. Hann
sagði að sú óvissa sem nú ríkti um
framtíð svæðisins milli Lindargötu og
Hverfisgötu væri mjög bagaleg fyrir
íbúana, t.d. væri nánast ómögulegt
fyrir þá sem vildu eða þyrftu að selja
sínar íbúðir að gera það. Fasteigna-
markaðurinn á reitnum væri dauður.
Orri sagði að vegna þessa væri
brýnt að borgin kæmi hreint fram við
SKIPULAGI SKUGGAHVERFISINS SKIPT í TVENNT
Borgarstjóri segir mikilvægt að ráðast 1 framkvæmdir á svæðinu milli Lindargötu og Skúlagötu fljótlega, en að endurskoða þurfi hug-
myndir um skipulag reitsins mili Lindargötu og Hverfisgötu.
íbúana. Þeir vissu í raun lítið annað en
að byggja ætti á auðu lóðunum milli
Lindargötu og Skúlagötu. Hann sagði
að frá byggingarsögulegu sjónarmiði
þætti svæðið nú ekki ýkja merkilegt,
þar sem megináherslan undanfarin ár
hefði verið lögð á að vernda heildstæð
hverfi í borginni, en að í Skuggahverf-
inu væri að finna blandaða byggð með
húsum frá ýmsum tímabilum bygg-
ingarsögunnar. Orri sagði að bygging-
arsögulegt gildi svæðisins gæti samt
hæglega breyst eftir 10 til 20 ár, menn
þyrftu því að horfa til framtíðar við
skipulagningu svæðisins.
Nikulás Úlfar Másson, deildar-
stjóri húsadeildar Árbæjarsafns,
sagði að þegar gert hefði verið varð-
veislumat fyrir núverandi byggð á
svæðinu hefði komið í ljós að mögu-
leiki væri á frekari uppbyggingu þar.
Hann sagði að farið hefði verið vand-
lega yfir málið og að menn hefðu
komist að þeirri niðurstöðu að breytt
skipulag á svæðinu gæti orðið varð-
veislu gamalla húsa í austurbænum
til framdráttar. Skapað sérstöðu fyr-
ir önnur gömul hús í nágrenninu, sem
gæti leitt til þess að þau yrðu gerð
upp, en hann sagði að mörg þeirra
væru í frekar slæmu ásigkomulagi.
Að sögn Nikulásar Úlfars voru 11 hús
á Lindargötu flutt þaðan fyrir um 10
árum og sagði hann að það hefði eyði-
lagt heildarmynd svæðisins.
traustijfrettabladid.is
skipulagsmál. Horfið hefur verið frá
þeirri hugmynd að skipuleggja
Skuggahverfið sem eina heild vegna
áberldinga frá íbúum. Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri sagði að
ákveðið hefði verið að skipta svæð-
inu í tvennt. Deiliskipulag fyrir reit-
inn sem afmarkast af Lindargötu,
Klapparstíg, Skúlagötu og Frakkar-
stíg, yrði væntanlega tilbúið í sumar,
en endurskoða þyrfti þær hugmyndir
sem verið hefðu uppi um skipulag á
reitnum sem afmarkast af Hverfis-
götu, Klapparstíg, Lindargötu og
Frakkarstíg, en ráðgert hafði verið
að rífa 40 hús á því svæði.
Ingibjörg Sólrún sagði að ákvörð-
un þessa efnis hefði verið tekin í síð-
ustu viku, þar sem hugmyndin um
niðurrif 40 húsa hefði þótt of róttæk.
Hún sagði hins veg-
—♦— ar mjög mikilvægt
að ráðast í fram-
kvæmdir á svæð-
inu milli Lindar-
götu og Skúlagötu
eins fljótt og unnt
væri, enda ríkti til-
tölulega góð sátt
um framtíðarskipu-
lag þess svæðis,
þar sem það væri
að stórum hluta
óbyggt.
Orri Vésteins-
son, fornleifafræð-
ingur og íbúi á Veg-
húsastíg, sagði enn
ýmislegt vera
óljóst í tengslum
Hann sagði að
sú óvissa sem
nú ríkti um
framtíð svæðis-
ins milli Lindar-
götu og Hverfis-
götu væri mjög
bagaleg fyrir
íbúana, t.d. væri
nánast ómögu-
legt fyrir þá
sem vildu eða
þyrftu að selja
sínar íbúðir að
gera það.
■ Klapparstígur 9, 13, 17
■ Lindargata 22a, 24a, 29, 28, 30, 34, 36, 40, 42, 44, 46 (Gamla Rikið), 48, 49
■ Vatnsstígur lOa, 11, 12,
| LÖGREGLUFRÉTTIR ]
Tveir lögreglumenn voru á vakt á
Patreksfirði þegar ólæti brutust
út á milli tveggja hópa um helgina.
Þegar lögreglan kom á vettvang var
búið að vinna skemmdarverk á húsi
þar sem annar hópurinn hafðist við.
Hún náði að skakka leikinn og stilla
til friðar. Enginn var handtekinn
enda ekki á valdi tveggja manna að
ráða við æstan hóp unglinga.
—♦—
Mikil stemning var yfir Húsavík
aðfaranótt sunnudags vegna
Eurovision keppninnar að sögn lög-
reglu. Síðasta sætið virtist ekki fara
í skapið á Húsvíkingum, sem
skemmtu sér án afskipti lögreglu þá
nóttina. Einn stútur var þó tekinn
undir stýri.
STUTT
Borgarráð hefur samþykkt að
taka tilboði þriggja lægstbjóð-
enda í malbiksyfirlagnir samkvæmt
útboði. Samkvæmt því var tekið til-
boði Hlaðbæjar Colas fyrir tæpar 85
milljónir króna, tilboði Malbikunar-
stöðvarinnar Höfða fyrir rétt rúmar
84 milljónir króna og Loftorku
Reykjavík fyrir 87,5 milljónir króna.
—#—
Borgarráð hefur samþykkt að
taka tilboði lægstbjóðenda Jarð-
krafts í lagningu gangstíga sam-
kvæmt útboði. Tilboðið nemur um
40,5 milljónum króna. Alls tóku
fjögur fyrirtæki þátt í þessu útboði.
Herbalife
Haföu samband
við mig ef þig
vantar vörur
Eyrún Anna Einarsdóttir
sjálfstæður Herbalife
dreifingar aðili
sími 8616837 visa - euro
■ Hverfisgata 39,43, 55 ,57, 59 (Ríkey), 61 (Lúllabúð)
■ Veghúsastigur 3, 5 (Leikskólinn Lindarborg - áður bókaútgáfan Helgafell),
7 (Bakhús söngskólans).
■ Auk þessara húsa var ráðgert að rífa nokkur bakhús á svæðinu.
www.firmaskra.is
Fjölbreyttur matseðill alla daga!
f^fsKUR.
Hollt og huggulegt í hádeginu!
kr. 980.-
Súpa og salat
krl290-
Hádegishlaðborð
+ súpa og salatbar
alla virka daga
----- S I N C E 1 9 6 6 -
SUÐURLANDSBRAUT
Simi: 553 9700