Fréttablaðið - 16.05.2001, Síða 18

Fréttablaðið - 16.05.2001, Síða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 16. maí 2001 MIÐVIKUDACUR Félag íslenskra fræða: Klassík Norðursins bókmenntir í kvöld flytur Gauti Kristmannsson þýðingarfræðingur erindi á rannsóknarkvöldi Félags ís- lenskra fræða í Sögufélagshúsinu í Fischersundi. Gauti ætlar að fjalla um það hvernig enskur biskup og ballöðusafnari, Thomas Percy, tók norrænar bókmenntir með skipuleg- um hætti inn í enskar bókmenntir. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um það hvernig klassískar bók- menntir norðursins hafa verið notað- ar til þess að byggja upp bókmennta- arf í Englandi, Þvskalandi og Dan- mörku, eins og Arni Björnsson og Óskar Bjarnason hafa skrifað um ný- iega. Gauti Kristmannsson hefur ný- lega lokið doktorsritgerð um þátt þýðinga í tilurð þjóðarbókmennta í Bretlandi og Þýskalandi á árunum 1750-1830. ■ JIM BLACK Þekktur djasstrommuleikari sem hefur starfað mikið með Skúla Sverrissyni. Djasstónleikar: Jim Black í Tjarnarbíói tónleikar Djasstrommuleikarinn Jim Black kom hingað til lands fyrir þremur árum og hélt þá tónleika í Loftkastalanum. Nú er hann kominn aftur og verður heldur betur í stuði í Tjarnarbíói í kvöld ásamt þeim Hilm- ari Jenssyni, Skúla Sverrissyni og Chris Speed. Jim Black hefur spilað djass í meira en tvo áratugi og leikið inn á fjöldann allan af hljómplötum sem unnendur nútímadjass ættu að kannast vel við. Þeir Jim Black, Chris Speed og Skúli Sverrisson bassaleik- ari hafa lengi starfað saman ásamt Brad Shepik í hljómsveitinni Pachora, sem sækir innblástur sinn í tónlist frá Balkanskaga. ■ Varnarsamstarf í 50 ár: Ljósmynda- sýning uósmynpiw í gær var opnuð í Lands- bókasafni íslands - Háskólabókasafni sýning í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá gerð varnarsamnings íslands og Bandaríkjanna. Sýningin stendur til 6. júní, og hana er hægt að skoða á opnunartíma Þjóðarbókhlöðu mánu- daga til fimmtudaga kl. 8.15-22, föstudaga kl. 8.15-19, laugardaga kl. 9-17 og sunnudaga kl. 11-17. Henni fylgir ítarleg sýningarskrá, sem má einnig skoða á vefsetri utanríkis- ráðuneytisins, www.utanrikisradu- neytid.is undir „Nýtt“. ■ Opinn fyrirlestur: Þegar foreldri deyr félacsráðcjöf í dag mun dr. Phyllis R. Silverman halda fyrirlestur á vegum félagsráðgjafar við Háskóla íslands í stofu 101 Odda kl. 17 - 18:30. Dr. Sil- verman fjallar um hlutverk og stöðu þess foreldris sem missir maka sinn frá ófullveðja börnum. Foreldrið þarf að hjálpa börnum sínum að syrg- ja hið látna foreidri jafnframt því að takast á við eigin sorg. Dr. Silverman mun kynna niðurstöður rannsókna um þessi mál og hvernig best sé að aðstoða foreldra við að aðlagast breyttum aðstæðum. ■ LYFTISTÖNG FYRIR ÞJÓÐFÉLAGIÐ Halldór Gíslason arkitekt og nýráðinn deildarforseti hönnunardeildar Listahá- skóla íslands telur brýnt að huga að umhverfismálum á íslandi, allt frá hinu smæsta til hins stærsta. MIÐVIKUDAGURINN 16. MAÍ FUNDUR______________________________ 17.00 Dr. Phyllís R. Silverman heldur fyrirlestur á vegum félagsráðgjafar við Háskóla íslands í dag í stofu 101 Odda með yfirskriftinni: „When a Child's Parent Died: The Role of the Surviving Parent" Dr. Silverman fjallar um stöðu þess foreldris sem missir maka sinn frá ófullveðja börnum. Foreldrið þarf að hjálpa börnum sínum að syrg- ja hið látna foreldri jafnframt þvi að takast á við eigin sorg. Dr. Sil- verman mun kynna niðurstöður rannsókna um þessi mál og hvernig best sé að aðstoða for- eldra við að aðlagast breyttum aðstæðum. 20.00 Foreldrafélag misþroska barna stendur fyrir fræðslufyrirlestri í kvöld. Sólveig Sigurðardóttir barnalæknir fjallar um greiningu á athyglisbresti með ofvirkni / mis- þroska og fyrstu skrefin eftir hana. Fyrirlesturinn verður haldinn í safnaðarheimili Háteigskirkju, gengið inn frá bílastæðinu. Að fyr- irlestri loknum svarar Sólveig spurningum og almennar um- ræður verða. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. 20.30 Rannsóknarkvöld Félags ís- lenskra fræða er í kvöld í Sögu- félagshúsinu í Fischersundi. Gauti Kristmannsson, þýðingar- fræðingur, flytur erindi sem nefn- ist Klassík norðursins: Nýting nor- rænna bókmennta til byggingar þjóðararfs. TÓNLEIKAR___________________________ 20.00 Tíbrá söngtónleikar eru f kvöld. Fram kemur kanadfska sópran- söngkonan Carole Davis og Harold Brown píanóleikari. Flutt verða sönglög eftir Mozart, Fauré, Wlahler og Barber auk Islenskra sönglaga. Að auki mun Harold Brown leika verk eftir Mozart og Brahms. 21.00 Jasstónleikar verða í Tjarnarbíói í kvöld með jassaranum Jim Black en hann kom hingað til lands fyrir þremur árum síðan og hélt þá tónleika í Loftkastalanum. Með honum leika þeir Hilmar Jens- son, Skúli Sverrisson og Chris Speed. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og er forsala miða í 12 tónum. 22.00 Hljómsveitin Jagúar spilar gamalt og nýtt efnir á Gauki á Stöng í kvöld. LEIKHÚS_____________________________ 20.00 Feðgarnir Árni Tryggvason og Örn Árnason verða með sýningu á Feðgar á ferð en þeir eru höf- Hönnunardeild Listaháskóla Islands: Öðruvísi vinna í hönnun en myndlist ustaháskóli isLANPS Halldór Gíslason arkitekt verður deildarforseti hönn- unardeildar Listaháskóla íslands en rektor Listaháskóla íslands hefur ný- verið ráðið í stöðuna. Halidór lauk M.A. prófi í arki- tektúr frá háskólanum í Portsmouth í Englandi árið 1979. Eftir það lagði hann stund á listasögu, heimspeki og táknfræði við háskólann í Bologna á Ítalíu veturinn 1979-80 og nam heim- speki við Háskóla íslands 1980-82. Halldór starfaði hjá ýmsum arkitekt- um samhliða námi og árið 1980 stofn- aði hann arkitektastofu sem hann rak fyrst einn og síðar með öðrum. Árið 1993 var Halldór ráðinn kennari við arkitektadeild háskólans í Ports- mouth þar sem hann hefur starfað síðan, samhliða sjálfstæðri starf- semi. í umsögn dómnefndar um hæfi umsækjenda segir um Halldór: „Verk umsækjanda á sviði arkitektúrs og hönnunar bera með sér að höfundur- inn hefur alla tíð verið frjór í vinnu sinni og fús til að taka listræna áhættu fremur en að feta örugga slóð fastmótaðra höfundareinkenna. Um- sækjandi er í hópi merkari arkitekta sinnar kynslóðar hér á landi og hefur á aldafjórðungs starfsferli náð að móta framvindu íslenskrar bygging- arlistar með verkum sínum.“ Hönnunardeildin er nýstofnuð en hönnunargreinar hafa verið kenndar á hönnunarsviði myndlistardeildar Listaháskólans. „Það er lyftistöng fyrir skólann að hafa sérstaka hönn- unardeild," segir Halldór Gíslason. „Við vinnum öði’uvísi en „fine art“ liðið þótt margt sé að sjálfsögðu líkt í vinnuaðferðum." Viðræður um samvinnu Listahá- skólans og Háskóla íslands um nám í arkitektúr hafa staðið að undan- förnu og Halldór telur að þess sé ekki langt að bíða að hægt verði að stunda þetta nám hér. „Það er stutt bil milli vöruhönnunar og bygginga- hönnunar,“ segir hann og bendir á að hugafarið sé hið sama, unnið sé eftir ákveðnum ramma eða fyrir ákveð- inn markhóp. Kanadísk söngkona af íslenskum ættum í Salnum: Islensk kímnigáfa virkar ekki í Kanada tónleikar í kvöld verður kanadíska söngkonan Carole Davis með tón- leika í Salnum í Kópavogi ásamt Harold Brown píanóleikara. Hún er af íslensku bergi brotin, á rætur að rekja til Sauðárkróks og Akraness. Undirleikari hennar hefur auk þess haft löng kynni af íslensk-kanadísku samfélagi en fyrstu kennararnir hans voru einmitt íslendingar. Carole Brown ætlar að syngja lög eftir Mozart, Fauré, Mahler ásamt tveimur kanadískum lögum við ljóð eftir haida-indjána. Einnig syngur hún átta íslensk lög eftir Sigfús Hall- dórsson, Jórunni Viðar, Jón Ásgeirs- son og Jón Nordal. „Mér finnst ég sýna mikið hug- rekki með því,“ segir hún og hlær við. Hún er vön að syngja á fi'önsku og þýsku auk enskunnar, en íslensku kann hún ekki þrátt fyrir upp- runann. „Ég þekkti sum þessara laga fyrir, en hef lært nokkur ný,“ segir hún. „Ég held að foreldrar mínir hafi verið mjög íslensk í háttum, því hér kemur fólk mér mjög kunnuglega fyrir sjónir. Kímnigáfan er kunnug- leg, en það er kímnigáfa sem virkar ekki vel i Kanada. Faðir minn var fyndinn á mjög íslenskan hátt og þegar ég er hér þá líður mér mjög vel. íslensku lögin finnst mér auk þess áhugaverð vegna þess að ég á auðvelt með að skilja tilfinningarnar í þeim. Þau fjalla ekki svo mjög um rómantíska ást heldur frekar um sumarkomu, náttúruna og börnin. Ég ólst upp við það með vissum hætti.“ Carole stundaði söngnám við Frankfurter Musikhochshule og síð- an í Vancouver, Victoria og Banff School of Fine Arts. Hún hefur hald- ið fjölda tónleika og hefur fengið af- bragðs góða dóma enda er hún með glæsilega sópranrödd. Á síðasta ári hélt Carole í tón- undar að verkinu. Sýningin fer fram í kvöld í Iðnó. 20.00 Píkusögur eftir bandaríska leik- skáldið Eve Ensier er sýnt í kvöld. Verkið er byggt á viðtölum leikskáldsins við konur, gamlar konur og ungar, um þeirra leynd- ustu parta, píkuna. Með aðalhlut- verk fara Halldóra Geirharðs- dóttir, Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir og Sóley Eliasdóttir. 20.00 I kvöld er sýning á leikritinu Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jo- nes ÍÞjóðleikhúsinu. Leikrltið fjallar á gamansaman hátt um samskipti írskra statista við fram- leiðendur og leikarara stórrar Hollywoodmyndar. Með aðalhlut- verk fara þeir Stefán Karl Stef- ánsson og Hílmir Snær Guðna- son. ÚTiVIST__________________________ 20.00 Hafnagönguhópurinn stendur fyrir gönguferð um Hafnarfjarð- arhöfn í kvöld. Að venju verður farið frá Hafnarhúsinu í Reykjavík, Miðbakkamegin og síðan með Al- menningsvögnum suður í Hafnar- fjörð. Sjálf gönguferðin hefst á mótum Flókagötu og Vesturgötu kl. 20.40. Þar verður einnig hægt að koma inn í gönguna. Gengið verður um Hafnarsvæðið út að Hvaleyrarlóni í fylgd Kristjáns Bersa Ólafssonar. Allir eru vel- komnir í ferð með Hafnagöngu- hópnum. SÝNINGAR___________________________ I Borgarskjalasafni Reykjavik, stendur yfir sýning á skjölum og Ijósmyndum tengdum verkalýðsbaráttunni í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar. Á sýningunni eru skemmtilegar og sjaldséðar Ijósmyndir af fyrstu kröfugöngunni í Reykjavlk, þann 1. maí 1923. Margir nafngreindir þekktir íslendingar sjást á myndunum, en Pétur Pétursson, þulur hefur unnið að rannsóknum á Ijósmyndunum. Sýn- ingin er á 6. hæð Grófarhúss, Tryggva- götu 15 og er aðgangur ókeypis. Hún er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10- VERÐLAUNAHAFAR Hér eru verðlaunahafar i báðum flokkum. Lengst til hægri er Ólafur Randver Stefánsson höfundur Ijóðsins Dagur. Ljóðabókin Vetur, sumar, vor og haust: Ur hugarheimi barna barnamenning Vetur, sumar vor og haust heitir kver með ljóðum eftir börn og unglinga á aldrinum 9 til 16 ára. Ljóðakverið er afrakstur ljóða- samkeppni ungs fólks sem ber yfir- skriftina Ljóð unga fólksins og geym- ir 67 ljóð, þar af sex verðlaunaljóð, þrjú í yngri flokki og þrjú í eidri. Keppninni Ljóð unga fólksins var hrundið af stað árið 1998 og er keppnin nú í höndum Þallar sem er samstarfshópur um barna- og ung- lingamenningu á bókasöfnum og Máls og menningar. í ár bárust vel á annað þúsund ljóða til keppninnar. Verðlaunahafar í yngri flokki voru þau Snærós Sindradóttir 9 ára sem hlaut fyrstu verðlaun fyrir ljóð sótt Árstíðirnar, Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttir 10 ára var í öðru sæti með ljóð sitt Ég vildi að ég færi og í þriðja sæti var Ólafur Randver Stef- ánsson 10 ára með ljóðið Dagur. í eldri hópnum voru einnig veitt þrenn verðlaun, Sigrún ísleifsdóttir 15 ára hlaut verðlaun fyrir ljóðið í spegli, Gró Einarsdóttir var í öðru sæti með ljóðið Trén og Hugrún Geirsdóttir í þriðja sæti með ljóðið Ég er. Dagur Mér leið vel í morgun gott veður - rökkur. Eg lagði af stað út í lífið með löskuna mína.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.