Fréttablaðið - 16.05.2001, Page 19

Fréttablaðið - 16.05.2001, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 16. maí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 Heildarútgáfa píanóverka Páls ísólfssonar á geisladisk: Hugmynd orðin að veruleika ceisladiskur Annar einleiksdiskur Nínu Margrétar Grímsdóttur, píanó- leikara, kemur út í dag á vegum sænska hljómplötufyrirtækisins BIS gramophone. Hann inniheldur fyrstu heildarútgáfu frumsamdra píanó- verka dr. Páls ísólfssonar. Diskurinn fór á alþjóðlegan markað í apríl en BIS gramophone er með dreifingu í 45 löndum þ.á.m. í Evrópu, Asíu, Bandaríkjunum og í Kanada. „Ég sendi útgefendunum BIS DISKUR í DAG Sænska hljómplötufyrirtækið BIS gramophone gefur í dag út heildarútgáfu frumsaminna pianóverka Páls ísólfssonar sem Nína Margrét Grímsdóttir flytur. gramophone hugmynd á blaði um að hljóðrita heildarútgáfu af þessum verkum en þeir höfðu áður gefið út verk Jóns Leifssonar með Sinfóníu- hljómsveit ísland. Útgefendurnir leggja áherslu á útgáfu á verkum eft- ir skandinavísk tónskáld og brugðust þeir vel við og óskuðu eftir hljóðtöku sem ég gerði í New York fyrir einu og hálfu ári síðan. Þeir urðu mjög hrifn- ir af verkum Páls og buðu mér að hljóðrita í Svíþjóð í apríl á síðasta ári,“ segir Nína Margrét. Nína Margrét hefur leikið ein- leiksverk Páls víða og kom m.a. fram í Salnum í nóvember sl. í tónleikaröð Tíbrá og hlaut góðar viðtökur gagn- rýnenda. Aðspurð um hvað væri framund- an sagðist Nína Margrét þegar hafa lokið við upptöku á nýjum geisladisk fyrir Naxos hljómplötufyrirtækið sem væri væntanlegur á markað í júlí á þessu ári. „Diskurinn var hljóð- ritaður á íslandi undir stjórn Hall- dórs Víkingssonar og inniheldur heildarverk Mendelssohn fyrir fiðlu og píanó. Núna er ég að vinna að doktorsrit- gerð um Pál ísólfsson og svo er aldrei að vita hvað gerist í haust, hvort ég haldi svipaða tónleika og í Salnum," sagði Nína Margrét að lok- um. Japis sér um dreifingu diskanna á íslandi. ■ CAROLE DAVIS SÓPRANSÖNGKONA Næstu þrjár vikurnar ferðast hún um landið ásamt píanóleikaranum Harold Brown og halda þau tónleika á Seyðis- firði, Akureyri, Sauðárkrók og ísafirði, en þau byrja í Kópavogi í kvöld kl. 20. leikaferð um Bresku Kólumbíu, Tyrkland og Austurríki. Hún kenn- ir söng og er jafnframt stofnandi og stjórnandi Delta Cantilena barnakórsins. 20 og föstudaga til sunnudaga 13-17. Sýningin stendur til 21. maí. í Þjóðarbókhlöðu stendur yfir sýningin sem ber heitið Þróun námsefnis á 20. öld: Móðurmálið - náttúran - sagan og er opin á opnunartíma safnsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sett er upp sýning af þessu tagi hér á landi. Hún tekur til námsefnis fyrir skyldunám og hafa verið valin sýnishorn námsbóka í nokkrum greinum frá því um og eftir aldamótin 1900, frá miðri öldinni og loks frá síðustu árum. Sýningin stendur til 31. maí. Heimildir um siglingar íslendinga og Grænlendinga til Vínlands og kristni- töku á Alþingi víð Öxará fyrir þúsund árum er að finna í þeim handritum sem varðveitt eru á Árnastofnun, Árnagarði. Einnig eru sýndir gripir af Þjóðminjasafni sem tengjast upphafi kristni í landinu. Sýningin stendurtil 15. maí. i Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í víkingaþorpi þar sem hægt er að sjá fólk við vinnu sína og hins vegar sýn- ingu sem heitir „Skullsplitter" á frum- málinu, þar má sjá beinagrind og haus- kúpur víkinga sem féllu í bardögum. Á sýningunni eru raunverulegar líkamsleif- ar sem geta valdið óhug. Sýningin er opin alla daga frá 13-17, kostar 300 krónur, frítt fýrir börn, unglinga og ellilíf- eyrisþega. IVIiðin gildir einnig í hin hús safnsins. Sýnigarnar standa til 1. októ- ber. Ljósmyndasýning grunnskólanema stendur yfir í Gerðubergi. í vetur hafa þeir unnið undir handleiðslu hugsjóna- mannsins Marteins Sigurgeirssonar og afraksturinn hangir á veggjum Gerðu- bergs. Sumar myndanna eru Ijóðskreytt- ar aðrar segja sjálfar allt sem segja þarf. Sýningin stendur til 2. júní. MYNDLIST Anna Þ Guðjónsdóttir heldur sýningu á málverkum í Listasal Man, Skólavörðu- stíg 14. Salurinn er í kjallara verslunar- innar Man. Sýningin stendur til 27. maí. Jón Reykdai og Jóhanna Þórðardóttír hafa opnað sýningu Listasafni ASÍ Ás- mundarsal og Gryfju við Freyjugötu Jón sýnir uppstillingar með ýmsum tilbrigð- um og myndir þar sem konan er í önd- vegi og Jóhanna sýnir myndir málaðar með olíulitum á tré þar sem hún notar einnig pappír semmhún mótar eða límir niður. Opið alla daga nema mánudaga frá 14.00-18.00 Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Sýningunni lýkur sunnudag- inn 20.maí Ropi er yfirskrift myndlistarsýningar sem opnuð hefur verið í Nýlistasafninu. I SÚM sal er Anna Líndal að velta fyrir sér gjaldföllnu gildismati, í Gryfju safns- ins sýnirólöf Nordal skúlptúr og gagn- virk myndverk og í Forsal safnsins sýnir Valka (Valborg S. Ingólfsdóttir) leirstyttur og vatnslitamyndir. Hlif Ásgrímsdóttir hefur opnað sýning- una Innivera í Galleríi Sævars Karls. A sýningunni eru vatnslitamyndir, Ijós- myndir og skúlptúr. Þetta er fimmta einkasýning Hlífar. Sýningin stendur til 23. maí. Hrafnkell Sigurðsson hefur opnar sýn- ingu á verkum sínum í galleríi i8, Klapparstíg. Sýnd verða nýjustu verk Hrafnkels af tjöldum í íslensku vetrar- umhverfi. Sýningin er opin þriðjudaga til laugardaga kl. 13-17 og stendur til 16. júní. 1 Listasafninu á Akureyri stendur yfir sýning á Ijósmyndum eftir hinn þekkta franska Ijósmyndara Henri Cartier- Bresson, en líklega hefur enginn átt meiri þátt í því að gera Ijósmyndun að viðurkenndri listgrein. Opið 14-18. Sýn- ingin stendur til 3. júní. í gallerí@hlemmur.is stendur yfir sýning Erlu Haraldsdóttur og Bo Melin „Here, there and everywhere". Á sýningunni leika þau Erla og Bo sér að því að brey- ta Reykjavík i fjölþjóðlega borg með aðstoð stafrænt breyttra Ijósmynda. Opið 14-18. Sýningin stendurtil 6. júni. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning norska listmálarans Odds Nerdrums, sem baðst nýverið afsökunar á því að hafa siglt undir fölsku flaggi með því að kalla sig listamann. Sýningin er opin 10- 17 en til kl. 19 miðvikudaga. Sýningin stendur til 27. maí. Sjö olíumálverk er á sýningu Kristínar Geirsdótturí Hallgrímskirkju. í verkunum er lögð áhersla á krossinn, þríhyrninginn og litinn en verkin voru gerð sérstaklega fyrir þessa sýningu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9-17. Sýningin stendur til 20. maí. „Heimskautalöndin unaðslegu" er heiti sýningar sem lýsir með myndrænum hætti lífi, starfi og hugsjónum Vestur- íslendingsins Vilhjálms Stefánssonar. Sýningin er um leið kynning á umhverfi, menningarheimum og málefnum norðurslóða, en hún er í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu og er opin 10-17. Sýningin stendur til 4. júní. „Á meðan eitthvað er að gerast hér, er eitthvað annað að gerast þar" nefnist sýning á vekum Bandaríkjamannsins John Baldessari sem stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Hann er eitt af stóru nöfnunum í samtí- malistasögunni og hefur verið nefndur Ijóðskáld hinnar öfugsnúnu fagurfræði og húmoristi hversdagsleikans. Sýningin er opin 11-18 og fimmtudaga til kl. 19. Sýningin stendur til 17. júní. Norðmaðurinn Gisle Nataas hefur opnað sýningu á Mokka-kaffi við Skólavörðustíg. Sýninguna nefnir listamaðurinn Eitt andartak og þrjár samræður og fjallar hún um hreyfingu og rými. Ljós og skugga. Sambandið á milli mynda og samræðna og þau áhrif sem hlutirnir hafa á rýmið. i Listasafni Sigurjón Ólafssonar er sýn- ing á verkum Sigurjóns sem spanna 30 ára tímabil í listsköpun hans. Sýndar eru Ijósmyndir og verk í eigu safnsins, raun- sæisverk, andlitsmyndir og abstrakt verk. Fram til 1 júní er safnið opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17. Kaffístofa safnsins er opin á sama tíma. Sýningin stendur til 1. júní. Ásdís Kalmanheldur sýningu í Listasalnum Man, Skólavörðustíg, á abstrakt-málverkum sem hún hefur gert á sl. tveimur árum. Þetta er hennar 4. einkasýning. EIN MYNDANNA Á SÝNINGUNNI Tolli sækir myndefni sitt sem fyrr í íslenska náttúru. Islensk menningarkynning í Berlín: Sögurnar verða til í ljósaskiptunum mynplist Sýning á verkum Tolla verð- ur opnuð í dag í stofnun Konrad Adenauer í Berlín. Aðstandendur sýningarinnar eru auk stofnunarin- nar íslenska sendiráðið í Berlín. Tolli, sem búsettur er í Berlín, sýnir 40 olíumálverk sem unnin eru í Þýskalandi. „Ég kalla sýninguna Ljósið handan sjóndeildarhringsins og dreg nafnið af tilraunum mínum til að staðsetja mig í birtubrigðum kvölds og morgna. Þar leik ég mér að stemningunni sem einungis má finna í ljósaskiptunum og ég leyfi mér að kalla uppsprettu íslenskrar sagna- gáfu því þar verða sögurnar til,“ sagði listamaðurinn. Við opnunina munu Gyrðir Elías- son rithöfundur og þýski leikarinn Otto Sandler lesa úr verkum Gyrðis og Sandler les einnig úr verkum Ein- ars Más Guðmundssonar og nýtur liðsinnis Sólveigar Arnardóttur. Arn- dís Halla Ásgeirsdóttir sópran syn- gur lög eftir ís- lensk tónskáld. í tilefni sýning- arinnar hefur ver- ið gefin út bók með myndum af verkum Tolla. Inn- gangsorð í hana rita Björn Bjarna- son, menntamála- ráðherra og dr. Gúnter Rinsche, forstöðumaður Kon- rad Adenauer-stofnunarinnar, auk listamannsins sjálfs. í bókinni er ein- nig grein eftir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing um list og feril Tolla. Texti bókarinnar er á ensku og þýsku. íslendingar sem eru á ferð í Berlín ættu að líta við á í Konrad Adenauer stofnuninni í Tiergar- tenstabe 35, beint á móti íslenska sendiráðinu. Sýningin stendur til 20. júní. ■ LJÓÐ í LAGINU EINS OG TRÉ Svanhildur Eiríksdóttir sýnir hér Ijóðið Trén eftir Gró Einarsdóttur. Elsta íðorðanefnd landsins sextug: Hafa smíðað rafmagnsorð í áratugi iÐORÐASMÍÐ Orðin skjái', segulsvið, rafiögn, spennistöð og tengill eru eðlilegur hluti af máli okkar íslend- inga og dags daglega leiðir líklega enginn hugann að því hvaðan þau koma. Ljóst er að þau hafa ekki alltaf vei'ið til og enn ljósara að ef þessi orð og ýmis önnur hefðu ekki verið búin til þá þyrftum við að notast við er- lend orð um þessa hluti. Orðin góðu eru runnin undan rifj- um elstu íðorðanefndar landsins, Orðanefndar rafmagnsverkfræð- inga, en í dag er fagnað sextugsaf- mæli hennar. Nefndin hefur starfað óslitið þessi 60 ár. Nefndin fundar að jafnaði vikulega og standa fundirnir yfirleitt upp undir þrjá tíma. Nefndin hefur þó aðeins haft þrjá formenn og þeir sem lengst hafa starfað með henni hafa verið þar í 32 ár. Orðanefnd i'afmagnsverkfræð- inga eða Orðanefnd Rafmagnsverk- fræðingadeildar Verkfræðingafélags Islands, eins og hún heitir fullu nafni, hefur gefið út 12 orðabækur og í tölvuski'áðu safni orðanefndarinnar er að finna um 12.000 íðorð á íslensku og samsvarandi íðorð á þremur öðr- um tungumálum. Stærsta hluta þessa orðasafns er að finna á Orðabanka ís- lenskrar málstöðvar á slóðinni http/Avww.ismal.hi.is/ob. Þótt oi'ðanefndin sé nú sextug á hún rætur sem ná allt aftur til ársins 1919 en þá var orðanefnd Verkfræð- ingafélagsins stofnuð. Fyrsta orða- skrá yfir rafyrði birtist í Tímariti Verkfræðingafélagsins árið 1920 og sú næsta árið 1923. Þar voru birt í fyrsta sinn mörg orð sem nú lifa góðu lífi, svo sem jarðstrengur, rafstreng- ur og rofi. Oi'ðanefnd rafmagnsverkfræð- inga hefur lagt drjúgan skerf til íslenskrar tungu og fyrir það ber að þakka. Ef hennar hefði ekki notið við væri tungumálið án efa fátækara. Verkefni hennar eru næg enn þann dag í dag og ástæða til að ætla að hún muni lifa góðu lífi lengi enn eða með- an talin er þörf á að nota íslensk orð yfir flest það sem nefnt er. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.