Fréttablaðið - 07.06.2001, Síða 1

Fréttablaðið - 07.06.2001, Síða 1
Ég held mig við kjötfarsið bls 11 KOSNINCAR Bilið minnkar í Bretlandi MENNING Kuran Kompaní x Húsi málarans bls 18 einfaldlega hollt! FRFTTARl APiIPi rrvL i 1 /\DL/YLy 111/ t ::::: :l 31. tölublað - 1. áraangui^ Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 7. júní 2001 FIMMTUDAGUR Er gróði af Kára- hnjúkavirkjun? hagfræði Þorsteinn Siglaugsson, rekstrarhagfræðingur, gerir í dag grein fyrir mati á arðsemi Kára- hnjúkavirkjunar, sem hann hefur unnið fyrir Náttúruverndarsamtök íslands. Boðað hefur verið til fund- ar með fréttamönnum kl. 10.30. Vorblót tónlist Sinfóníu- hljómsveit ís- lands heldur lokatónleika starfsársins í Há- skólabíói kl. 19.30 í kvöld undir stjórn Petri Sak- aris. Á efnisskrá eru 6. sinfónía Beethovens, Pastoralsinfónían, og Vorblót eftir Igor Stravinski. IVEÐRIÐ f DAGl REYKJAVÍK Vestan 5-10 m/sek. Skýjað með köflum og hiti 6 til 11 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI isafjörður Q 5-10 skýjað Q 9 Akureyri © 3-8 léttskýjað Q 9 Egilsstaðir © 3-8 léttskýjaö Q 9 Vestmannaeyjar © 7-12 skýjað ()6 Einstakur í Evrópu miniar Hólavallagarður, kirkjugarð- urinn við Suðurgötu, er best varð- veitti 19. aldar garður í Evrópu. Þjóðminjasafnið gengst fyrir göngu- ferð um garðinn kl. 20.00 í kvöld. Landvernd setur punkt umhverfi Landvernd setur í dag punkt aftan við fundaröð sína um áhrif og afleiðingar Kárahnjúka- virkjunar á Grand Hotel kl. 16:00. Þar tekur Kristín Einarsdóttir saman niðurstöður sérfræðinga. Heil umferð fótbolti Efsta lið 1. deildar tekur á móti Þrótti í 1. deild karla í knatt- spyrnu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20, en heil umferð verður leikin í kvöid. |KVÖLPIÐ í KVÖLp I Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 19 Útvarp 21 Misstum 5 0 millj arða í gjaldeyristekjum - segir forsætisráðherra um svörtustu skýrslu Hafrannsóknarstofnunar. „Höfum ekki aðra þekkingu," segir ráðherrann. Hann segir íslenskt efnahagslíf það sterkt að það þoli áfallið. kvótamál Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, telur að ofmat Hafrann- sóknarstofnunarinnar á íslenska þorskstofninum þýði 50 milljarða króna tap í gjaldeyristekjum fyrir ríkissjóð. „Þegar það týnast 500 þúsund lestir af þorski úr stofninum erum við að tala um 50 milljarða króna minna í tekjur ef tekin eru nokkur ár í röð. Þetta eru gjaldeyristekjur og við verðum að komast yfir þetta,“ sagði ráðherrann. Hann sagði að traust ríkisstjórnarinnar á Hafrannsóknarstofnun væri ekki brostið, en að stofnunin hafi trúað of mikið á „eigin kenningar og óskeikuleika vísindanna.“ „Við hljótum að sjá það núna - og þeir ekki síður - að öryggi vís- indanna er minna en þeir töldu. En á móti kemur - og á það skal benda - að við höfum ekki aðra þekkingu til þess að styðjast við,“ sagði Dav- íð. Hann bætti því við að ekki væri um að ræða nákvæmnisvísindi eins og „stundum hefur verið talað um.“ Þegar ráðherrann var spurður hvort fyrirsjáanlegar væru ein- hverjar breytingar á samskiptum ríkisstjórnarinnar og Hafrann- sóknarstofnunar sagði hann að sjávarútvegsráðherra væri með málið í skoðun og hann myndi taka ákvörðun um það. Davíð sagði að skýrsla Hafrannsóknarstofnunar - sem kölluð hefur verið svartasta skýrsla stofnunarinnar til þessa - hefði „sáralítil áhrif á stöðu efna- hagslífsins vegna þess að staðan er svo sterk.“ „Það hefði einhvern tíma verið saga til næsta bæjar að menn þurfa í tvö ár að skera niður aflann um 30 þúsund tonn og að efnahagslífið sé samt sem áður svona sterkt," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. Á síðasta fiskveiðiári var þorsk- kvótinn 250 þúsund tonn, en verður aðeins 190 þúsund tonn á næsta fisk- veiðiári sem hefst 1. september. omarr@frettabladid.is Karlavígi fellur: Spennandi heimur orkumál Eitt vígi karlaveldisins féll í gær þegar kona var í fyrsta skipti ráðin yfirmaður í virkjun Landsvirkjunar. Rán Jónsdóttir, rafmagnsverkfræðingur var ráðin stöðv- arstjóri Blönduvirkjunar. í aflstöðvunum hafa fram að þessu ekki unnið konur í tæknistörfum. „Ég fer í Blöndu með manni og mús,“ segir Rán Jóns- dóttir og bætir því við að fjölskyldunni finnist frábært tækifæri að flytjast út á land og gera eitthvað nýtt. „Starfið er líka mjög fjölbreytt og spennandi og ég tek við góðu búi.“ Rán hefur unnið hjá Landsvirkjun síðastliðin sjö ár, fyrst við kerfisáætlanir og síðan á markaðsdeild. „Ég vissi ekkert um orkugeirann þegar ég byrjaði, en það var ást við fyrstu sýn. Mér finnst þetta mjög spennandi heimur." Verkfræðingar eru ekki fjölmenn kvennastétt og Rán er því ekki óvön að vera umkringd körlum í starfi. „Það hefur aldrei truflað mig neitt og ætti ekki að trufla nokkurn mann.“ ■ Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og orkuráðherra: Bönnum engum smásölu á raforku AFL KVENNA VIRKJAÐ. Rán Jónsdóttir, rafmagnsverkfræðingur tekur við stjórn Blönduvirkjunar I sumar, en hún er fyrsta konan sem stjórnar virkjun á íslandi. FÓLK Dýrasta mynd sem gerð hefur verið orkumAl Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðar- og orkuráðherra hefur ekkert nema gott um það að segja að Orku- veita Reykjavíkur hugi að nýrri gufu- aflsvirkjun á Hellisheiði, eins og fram kom í blaðinu í gær. „Orkufyrir- tækin eru öll að þreifa fyrir sér um það hvernig þau eigi að undirbúa sig undir samkeppnisumhverfi í orku- geiranum. Orkuveita Reykjavíkur hefur rannsóknarleyfi og það er sjálfsagt að fyrirtækið kanni til hlítar hvort um raunhæfan orkuöflunar- möguleika sé að ræða í Hellisheiði og hvort hann reynist hagkvæmur þeg- ar allt hefur verið rannsakað." Ráðherra kvað það ekki vera í verkahring ráðuneytisins að ákveða hverjir fengju leyfi til smásölu á raforku, en fram hefur komið að Orkuveita Reykjavíkur telur ekki rétt að Landsvirkjun hafi smásölu- leyfi eins og mál standa. „Það er gert ráð fyrir að flutningur og dreifing á raforku verði á einni hendi en orkuöflunin og salan verði gefin frjáls eftir nokkur ár. Þeir sem uppfylla þau skilyrði sem sett verða fyrir að fá sölu- og orkuöflun- arleyfi munu að sjálfsögðu fá þau. Við munum að öðru leyti ekki ákvarða þar um.“ ■ SÍÐA 16 ÍÞRÓTTIR Grátlegt jafntefli í Laugar- dalnum SÍÐA 14 | ÞETTA HELST | T Teruleg aukning klamydiusmits V hjá aldurshópnum 15-24 ára bendir til þess að ungt fólk gæti ekki að sér. bls. 2 VI 'iðgerðin á þyrlu Landhelgisgæsl- unnar kostar 30-50 milljónir. bls. 4 Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar segir ekkert kalla á nýja gufuaflsvirkjun þar sem orku- þörf sé fullnægt. bls. 6 Kristinn H. Gunnarsson er ekki á mínum vegum, segir Davíð Odds- son fosætisráðherra. bls. 6 Sigurður Gísli Pálmason og Sigurjón Sighvatsson eignast skólasetrið Eiða. bls. 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.