Fréttablaðið - 07.06.2001, Qupperneq 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
7. júni 2001 FIIVIIVITUDAGUR
SVONA ERUM VIÐ
ÞESSIR VORU SVIPTIR
ÖKURÉTTINDUM ÁRIÐ 2000
Umferðarpunktar eru viðurlög við umferð-
arlagabrotum. Eftir ákveðinn fjölda punkta
þá eru menn sviptir ökuréttindum um til-
tekinn tima. Hér að neðan er fjöldi þeirra
sem misstu ökurétt-
indin árið 2000
vegna uppsafnaðra
umferðarpunkta.
64
68
24
g i
17-18 19-20 21-22 23-24 Aðrir
STUÐNINGSMENN KHATAMI
Kosningabaráttan var með liflegasta móti í
Teheran í gaer. Khatami hefur varað sig á
því að styggja trúarlega harðlínumenn ekki
um of með umbótastefnu sinni.
Rússland og kjarnorkan:
Vilja úrganginn
reuters. Rússneska ríkisstjórnin hef-
ur samþykkt frumvarp þess efnis að
Rússar flytji inn, geymi og endur-
vinni kjarnorkuúrgang frá öðrum
löndum. Ákvörðun þessi hefur vakið
hörð viðbrögð umhverfisverndunar-
sinna sem segja að Rússland muni
með þessu frumvarpi breytast í
ruslahaug fyrir kjarnorkuúrgang.
Talið er að frumvarpið, sem sam-
þykkt var með 243 atkvæðum gegn
125 í rússneska þinginu, muni trygg-
ja Rússum um 20 milljarða dollara á
10 ára tímabili og hafa stjórnvöld
heitið því að sá peningur verði notað*
ur til að hreinsa upp þann kjarnorku-
úrgang sem fyrir er í landinu frá Sov-
éttímabilinu. Andstæðingar frum-
varpsins eru hins vegar á því að pen-
ingurinn verði notaður í flest annað
en að hreinsa upp landið og hafa
hvatt þingið til að hugsa um komandi
kynslóðir Rússa og endurskoða af-
stöðu sína. Frumvarpið á enn eftir að
hljóta samþykki efri deildar þings-
ins, sem síðan yrði þá sett í lög af
Vladimir Putin, forseta. ■
MÓTMÆLA KJARNORKUÚRGANGI
Ungir meðlimir umvhverfisverndarsam-
taka mótmæla fyrir framan Dúmuna í
Rússlandi. Skoðanakannanir í Rússlandi
hafa ítrekað sýnt fram á mikla andstöðu
almennings við frumvarpinu.
Afkomuviðvörun frá
Samherja:
Tapið í apríl
493 milljónir
sjAvarútvegur Óendurskoðað uppgjör
Samherja hf. fyrir móðurfélagið á
íslandi fyrir fyrstu fjóra mánuði árs-
ins sýnir 252 milljóna króna tap.
Fyrstu þrjá mánuði ársins var 241
milljón krónu hagnaður af rekstri
Samherja. Alls hefur taprekstur fé-
lagsins í apríl því numið 493 milljón-
um króna.
Versnandi afkomu má rekja til
lækkunar á gengi íslensku krónunn-
ar og verkfalls sjómanna.
Samherjamenn gera ráð fyrir að
afkoma ársins verði lakari en gert
var ráð fyrir á aðalfundi félagsins. ■
Björgunarþyrlan TF-SIF úr leik fram á mitt sumar:
Viðgerðin kostar 30
til 50 milljónir króna
Forsetakosningar í Iran:
„Hófsemi, hóf-
semi, hófsemi“
teheran. ap. Forsetakoningar verða í
íran á föstudag og er búist auðveldum
sigri Mohammad Khatami, núverandi
forseta. Forseti írans segir „enga upp-
gjöf“ fyrir íhaldssömum öflum í land-
inu vera á dagskrá. Kynnti hann í gær
hóflega umbótastefnu sína þar sem
hann talaði um aukið persónufrelsi,
sjálfstæðari dómsvöld og bætt um-
hverfi fyrir erlenda fjárfestingu í
landinu. Umbótatilburðir Khatami
hafa jafnan fallið í grýttan jarðveg hjá
trúarlegum harðlínumönnum og hefur
hann hingað til siglt milli skers og
báru í samskiptum sínum við þau öfl.
Forsetinn er, þrátt fyrir allt, undir trú-
arleiðtoga írans, Ayatollah Ali
Khameini og klerka hans settur og er
umbótastefna hans því umfram allt
hófleg og aðeins innan þeirra marka
sem trúarleiðtoginn getur sætt sig við.
„Ráð mitt til allra írana er þolin-
mæði og hófsemi til að ná háfleygum
markmiðum. Við verðum að koma á
lýðræði í fullri merkingu þess orðs.
En við þurfum hófsemi, hófsemi, hóf-
semi,“ segir Khatami. Sumir um-
bótasinnnaðir kjósendur í íran telja
forsetann ganga og skammt og gagn-
rýna hann fyrir að berjast ekki harðar
fyrir umbótum. Flestir kjósendur
styðja hann þó. „Khatami er líf,
Khatami er ást,“ hrópaði stuðnings-
maður á götum Teheran í gær þar sem
hann útdeildi veggspjöldum með for-
setanum. ■
lanphelci?c/e;lan Þyrla Landhelgis-
gæslunnar, TF-SIF, sem laskaðist á
flugi yfir Snæfellsnesi fyrir tæpum
tveimur vikum verður líklegast
ekki tekin í notkun að nýju fyrr en
eftir miðjan júlí og jafnvel enn síð-
ar.
Opinberri rannsókn á óhappinu
er ólokið en Jón Pálsson, tæknistjóri
hjá Landhelgisgæslunni, segir að
gríðarlega öflugur vindgöndull sem
myndaðist yfir brún fjallgarðsins á
Snæfellsnesi hafi tekið þyrluna slík-
um heljartökum að hún snerist
beint upp í himininn og síðan til
jarðar áður en áhöfnin náði stjórn á
henni að nýju. Við óhappið hafi kom-
ið sláttur á vélina sem hafi verið
nægjanlegur til að þyrlublöðin rák-
ust í stélið. Jón segir þessa leið oft
hafa verið flogna áður en að aðstæð-
ur hafi verið mjög óvenjulegar þeg-
ar sterkur kaldur norðanvindur
mætti sterkum og hlýjum loft-
straumi úr suðvestri sem hafa
myndað eins konar stormsveip yfir
fjallsbrúninni. „Líkurnar á að lenda
í þessu eru sjálfsagt einn á móti
milljón,“ segir Jón.
Oljóst er hvernig staðið verður
að viðgerð vélarinnar og hvenær
nauðsynlegir varahlutir berast til
landsins. Skrokkur vélarinnar er
óskemmdur en ýmsan drifbúnað
þarf að endurnýja og lagfæra þarf
stélið. Þá skemmdust allir fjórir
þyrluspaðarnir en ekki hefur verið
ákveðið hvort gert verður við þá eða
nýir keyptir. Einn slíkur spaði kost-
ar 5,5 milljónir króna að sögn Jóns,
sem telur að viðgerðarkostnaðurinn
muni liggja á bilinu 30 til 50 milljón-
ir króna. Að auki aukast rekstrarút-
UR LEIK
TF-SIF stendur nú ( biðstöðu inn á gólfi hjá Landhelgisgæslunnar.
gjöld Landhelgisgæslunnar þar sem
TF-SIF er mun ódýrari í rekstri en
stór þyrlan TF-LÍF. Jón segir að til
greina hafi komið að leigja aðra
þyrlu í stað TF-SIF en að ákveðið
hafi verið að bíða fremur af sér við-
gerðarhléð.
Jón segir rannsókn á þyrlunni
hafa leitt í ljós að ekkert hafi verið
að búnaði hennar þegar óhappið átti
sér stað. Hann segir ennfremur að
þyrlan hafi verið í það mikilli hæð
að óhugsandi væri að hún hafi rek-
ist í fjallsbrúnina.
gar@frettabladid.
Jóhannes í Bónus afneitar
samstarfi við hótelkóng:
Held mig
við kjötfarsið
hótelrekstur Nei, þakka þér fyrir. Það
ætla ég ekki að gera,“ segir Jóhannes
Jónsson í Bónus aðspurður hvort
hann ætli í samstarf við norska hótel-
kónginn Petter Stordalen um hótel-
rekstur á íslandi. Stordalen, sem er
aðaleigandi norrænu Choice hótel-
keðjunnar, sagðist í viðtali við Frétta-
blaðið á dögunum ætla að hefja hótel-
rekstur hérlendis á íslandi undir
merkjum keðjunnar. Hann sagðist
vilja samstarf við íslenska aðila
vegna verkefnisins og nefndi sér-
staklega að hann hefði rætt við Jó-
hannes um samvinnu.
„Hann talaði reyndar við mig.
Jónína, vinkona mín, er kunningi
hans og við fórum einfaldlega saman
út að borða. En það er af og frá að við
ætlum að reka hótel. Við höldum okk-
ur bara við kjötfarsið," segir Jóhann-
es.
SAMA OG ÞEGIÐ
Fór bara út að borða með Stordalen, segir
Jóhannes I Bónus.
Að sögn Jóhannesar hefur Storda-
len hins vegar átt óformlegar við-
ræður við ýmsa íslendinga. „En það
er enn sem komið er aðeins spekúla-
sjón og almennt tal,“ segir hann. ■
Noregur:
Bifvélavirki
kemst í hann
krappan
AB Bifvélavirkinn, Kwi Hong, komst
heldur betur í hann krappan nýlega
þegar stór trukkur sem hann lá und-
ir, fór skyndilega af stað og keyrði
með hann alls 18 kílómetra leið á erf-
iðum vegum. Atvikið átti sér stað í
Notodden, um 100 km suðvestur af
Osló. Hafði bílstjórinn greinilega
ekki tekið eftir Hong, sem var djúpt
sokkinn í iðju sína þegar- trukkurinn
fór af stað. „Þetta var hræðileg lífs-
reynsla,“ sagði Hong skömmu eftir
atvikið. Honum hafði tekist að hanga
uppi fyrir ofan hjól bílsins með því að
halda sér fast með höndum og fótum
í slöngu sem þar var. Þegar trukkur-
inn loksins stöðvaðist eftir 18 kíló-
metra svaðilför, sleppti Hong takinu,
en þá vildi ekki betur til en trukkur-
inn rann aðeins til baka og særði
hann lítillega á mjöðm. ■