Fréttablaðið - 07.06.2001, Side 6

Fréttablaðið - 07.06.2001, Side 6
 FRAMK\'/i MDASVÆÐIÐ Á l(oríinu;má sjá hvar til- raunaborWtilurnar tvær ertr ^taðsekartSú til vinstri ér við Stóra-Raykjafell, nálægt Hveratlöluirj. Til vinstri er holan vjð SkaVðsmýrarfjalI. Sólveig Steinsson er formaður Þroskaþjálfafélags íslands. Hún stendur nú í samningaumleitunum fyrir sitt félag við samninganefnd sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og ríkið I RÉTTARSAL Dómarinn tók kröfu þeirra ekki til greina og sagði McVeigh vera „verkfæri dauða og eyðileggingar." Timothy McVeigh: Aftökunni ekki frestað denver. ap. Dómstóll í Denver hafnaði í gær beiðni Timothy McVeigh um frestun á aftöku. Lögmenn McVeigh hafa haldið því fram að „ýmsar mik- ilvægar upplýsingar" hafi skort við réttarhöldin yfir honum árið 1997 og því beri að rétta í málinu aftur. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, viðurkenndi nýlega að hafa haldið hjá sér 4.000 blaðsíðum varðandi rannsókn sprengingarinnar í Okla- homa sem McVeigh er sakaður um. 168 manns létust í sprengingunni árið 1995. Dómarinn sagði að ekkert magn af nýjum upplýsingum nægði til að breyta því að McVeigh væri „verk- færi dauða og eyðileggingar." Lög- menn McVeigh ákváðu samstundis að áfrýja málinu. Verður það tekið fyrir með hraði á næstu dögum. „Ef McVeigh verður tekinn af lífi án þess að tillit verði tekið til nýrra sönnun- argagna hefur réttarkerfi okkar brugðist hrikalega," segir Rob Nigh, einn lögfræðinga hans. Gert er ráð fyrir því að McVeigh, sem er 33 ára, verði tekinn af lífi með banvænni sprautu nk. mánudag. ■ ♦— Fræðsla efld um um- hverfismál og vistvernd: Grænflagg- inu hleypt af stokkunum umhverfisvernd f gær tóku höndum saman umhverfisráðherra, Land- vernd og 12 grunnskólar til að efla fræðslu um umhverfismál og vist- vernd í daglegu starfi skólanna með verkefninu „Græna flagginu". At- höfnin fór fram í Café Floran í Laug- ardalnum í Reykjavík að viðstöddum fjölda gesta. Grænflaggið er um- hverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skól- um. Markmið verkefnisins er að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfis- mál. Verkefnið miðar að því að efla þekkingu nemenda og skólafólks svo að fólk fái góðar forsendur til að taka ábyrga afstöðu í umhverfismálum og að innleiða raunhæfar aðgerðir í um- hverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri. ■ FRÉTTABLAÐIÐ 7. júní 2001 FIIVIMTUDACIJR SPURNINC DACSINS Af hverju eiga þroskaþjálfar að fá hærri laun? Vegna mennt- unar sinnar og þekkingar sem er 90 eíninga Há- skólanám og vegna mikil- vægi þessara starfa sem þeir sinna. Mikil ábyrgð hvílir á herð- um þeirra og þörf fyrir þekkingu og færni. Auk þess er ekki nema sanngjarnt að laun þessarar stéttar séu i líkingu við laun annarra fagstétta Kristinn er ekki á mínum vegum Davíð Oddsson segist ekki bera ábyrgð á Kristni H. Gunnarssyni. Kannast ekki við ósætti, segir Halldór Ás- grímsson. Ekki nægjanlegt að leyfa smábátum einungis að fiska steinbít frítt, segir Kristinn. ágreiningur „Þetta er alfarið ákvörð- un ráðherra og þegar hann ákvað þetta fór hann ekki að ráðum Haf- rannsóknastofnunar," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Framsóknar og varaformaður sjáv- arútvegsnefndar, um þá ákvörðun Árna M. Mathiesen að taka steinbít úr kvóta. „Þetta er ágætt svo langt sem það nær og léttir róðurinn eitthvað hjá þeim trillukörlum sem hafa verið að veiða steinbít. Er ekki rétt að van- meta áhrifin af því. Það er hinsvegar spurning hvort þetta verði ekki til þess að línuútilegu bátar munu ekki gera út á þetta,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson. „Þetta er ekki nægjanlegt þar sem ýsan hefur skipt mun meira máli en steinbíturinn. Aukategundirnir hafa gefið um 25 til 30 prósent af tekjun- um og þar af hefur ýsan skipt mun meira máli en steinbíturinn. Þessar veiðar hafa skipt sköpum,“ sagði Kristinn. Það hefur verið gagnrýnt að eng- ar hömlur eru á hverjir geti sótt á frjálsan steinbít. Getur verið að það valdi trillukörlum á Vestfjörðum áhyggjum? „Já, það gerir það. Nú geta aflamarksbátarnir þyrpst á þetta og miðin eru ekki endalaus og ef margir eru að er hætta á að það geti orðið þröng á þingi. „Sátt um það. Það er búið að taka þessa ákvörðun," sagði Halldór Ás- grímsson formaður Framsókna- flokksins, þegar hann var spurður hvort til ágreinings hefði komið inn- an Framsóknarflokksins um stein- bítsmálið. „Hann er ekki á mínum vegum,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra þegar hann var spurður hvort hann vildi tjá sig um athugasemdir Kristins H. Gunnarssonar. sme@frettabladid.is DAVÍÐ ODDSSON OG HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Forsætisráðherra vill ekki bera ábyrgð á þingflokksformanni framsóknar og utanrík- isráðherra kannast ekki við ósætti um steinbítsmálið. m Borun byrjar í júlí Fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir OR á Hellisheiði virkjanir Orkuveita Reykjavíkur bor- ar tvær tilraunaholur í byrjun júlí í sumar til undirbúnings gufuafls- virkjunar. Önnur borholan er undir Skarðsmýrarfjalli og hin er nærri Stóra-Reykjavelli ekki langt frá skíðaskálanum í Hveradölum. í því tilviki er ekki borað lóðrétt heldur á ská innundir svæðið og þannig náð í jarðvarmann sem er við Hveradali. Með þeim hætti er hægt að forðast að láta holur blása gufumekki yfir þjóð- veginn sem gæti skapað hættu. Að sögn Einars Gunnlaugssonar, hjá tæknideild OR, eru þessar til- raunaboranir gerðar til þess að kanna virkjunarkraft svæðisins. Með ákvörðun um þessar framkvæmdir nú er verið að marka stefnuna til framtíðar og kanna hvað þetta svæði getur gefið. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður OR, sagði i gær að heildar- kostnaður við þessar framkvæmdir næmu 12 milljörðum króna. Mark- miðið væri að OR framleiddi nógu mikla orku til að fullnægja orkuþörf höfuðborgarsvæðisins þegar sam- keppni kæmist á í smásölu á raf- orku. Orkuveita Reykjavíkur hefur gagnrýnt fyrirkomulag orkusölu sem boðað er í nýjum orkulögum þar sem Landsvirkjun, sem framleiðir 90% af allri orku í landinu, er ekki gert skylt að selja orku í heildsölu. Með þeim hætti er Landsvirkjun hleypt óheft inn á smásölumarkað fyrir raforku á meðan hún hefur nánast einokun á framleiðslu á raforku í landinu. ■ Eftirspurn almennings eftir raforku fullnægt: Ekkert kallar á nýja virkjun Ef fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar selur ekki raforku frá Landsvirkjun munu aðrir aðilar sjá um smásöluna. Kaupendur ráða hvaðan þeir kaupa orkuna. orkusala Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir ekkert kalla á nýja virkjun til að fullnægja eftir- —♦— spurn almennings eftir raforku sem fyrir er í landinu. Einungis sé hyggi- legt fyrir Orkuveitu Reykjavíkur að koma upp nýju orku- veri á Hellisheiði ef selja á raforku til stóriðju. Vöxturinn í Fyrirætlanir OR koma ekki framtíðaráætl- unum Lands- virkjunar um virkjanir (upp- nám. —♦— raforkusölu sé fyrst og fremst þar. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður OR, gagnrýndi í gær nýtt frumvarp um orkulög þar sem Landsvirkjun er ekki gert skylt að selja raforku í heildsölu. Landsvirkj- un ber því ekki skyldu til að selja orku til smásöluaðila í eigu OR þegar samkeppni kemst á framleiðslu og sölu raforku í desember 2003. Eftir að lögin taka gildi þurfa fyr- irtæki, sem framleiða raforku, að að- greina rekstur dreifikerfis annars vegar og framleiðslu og sölu raforku hins vegar. „Fyrirtækin sem sjá um dreifingu raforku eiga að vera með opinbert, gagnsætt verð og allir eiga að njóta sömu kjara. Þeim verður óheimilt að hafa aðra starfsemi með höndum og ber að hleypa allri raforku í gegnum sig án þess að hafa nokkuð um það að segja," segir Friðrik. Þessi fyrirtæki þurfa því að lúta opinberu eftirlíti. Alfreð gaf í skyn í gær að ef ráð- ist verður í virkjun á Hellisheiði muni OR hætta að kaupa raforku af Landsvirkjun þar sem raforkufram- leiðsla OR muni fullnægja þörfum íbúa og fyrirtækja á höfuðborgar- svæðinu. Friðrik segir að Landsvirkjun verði að tryggja smásölu til almenn- ings og fyrirtækja á raforku sem fyr- irtækið framleiðir. „Ef sölufyrirtæki Reykjavíkurborgar kaupir ekki jöfn- um höndum af okkur eins og öðrum þá verðum við að tryggja það mef öðrum hætti.“ Hann segir jafnvel fleiri en einn og fleiri en tveir aðilai komi til greina hvort sem þeir eru i eigu Landsvirkjunar, Reykjavíkur borgar eða einhvers óháðs aðila. „Það eru kaupendurnir, einstak lingarnir og fyrirtækin, sem ráðí hvaðan þeir kaupa orkuna. Smásöju fyrirtæki í eigu Reykjavíkur hefui yfirburðastöðu vegna þeirra upplýs inga sem það býr yfir frá fyrri sölu en getur ekki skipað fólkinu í Reykja vík að kaupa af einum frekar en öðr um,“ segir Friðrik. Aðspurður um það hvort þessai áætlanir OR komi framtíðaráætlur Landsvirkjunar um virkjanir í upp- nám segir Friðrik það af og frá. Fyr- irliggjandi áætlanir Landsvirkjunai um virkjanir byggjast einungis á þeim viðræðum sem þegar eru í gangi og samningar eru til tuttugu ára. „Orkuveitan hreyfir ekkert við því,“ segir Friðrik Sophusson. ■ FRIÐRIK SOPHUSSON Engai áætlanir eiu hjá Landsvirkjun að auka sókn sína inn á almennan markað I raforkusölu. Þó hefur fyrirtækið í hyggju að halda sínum hlut.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.