Fréttablaðið - 07.06.2001, Page 16
FRÉTTABLAÐIÐ
7. júní 2001 FIMMTUPAGUR
BEST i BÍÓ
HULDA BJARNADÓTTIR
dagskrárgerðarkona á FM 95,7
Flottar tökur
„Síðasta mynd sem ég sá í bíó var The
Crimson Rivers. Það er frábær mynd en
svolítið ógeðsleg á köflum. Spennan
hélst út alla myndina og það var áber-
andi hvað voru flottar tökur í henni." ■
HÆST LAUNAÐA FYRIRSÆTAN
Brasilíska fyrirsætan Cisele Bundchen er á
toppnum í tískubransanum.
Gisele og Leonardo:
Gifta sig
í Feneyjum
brúðkaup Ofurparið Leonardo
DiCaprio og Gisele Biindchen munu
að öllum líkindum gifta sig í Feneyj-
um í sumar. Þau neita að staðfesta
fregnirnar og bölva blaðamönnum
sem voga sér að skrifa um ráðahag-
inn. Gisele sagði í viðtali í ítölsku
blaði fyrir skömmu að fréttir um
brúðarkjólainnkaupaferð hennar
væru lygi. Hún sagði þau vera ást-
fangin þótt sambandið sé erfitt vegna
stöðugs áreitis. Haft var eftir Gisele
fyrir áramót að hún vildi ekki gifta
sig þar sem hún er einungis 20 ára.
Hún hefur greinilega skipt um skoð-
un. Leonardo er að vinna að Gangs Of
New York eftir Martin Scorcese með
Cameron Diaz á Ítalíu. Hann ferðað-
ist til Feneyja um daginn og stakk
upp á því að giftast þar. Búist er við
því að athöfnin verði í minni kantin-
um (á þeirra mælikvarða). ■
Taktu
smá
nspu
msm
■íjiiuEimn? 5ÍkkBf15
bilalakk á úðabrúsum
Fáðu litinn þinn á úðabrúsa til að
laga grjótbarning og smárispur.
Sikkens gefur rétta litinn á bílinn þlnn.
O'SLI ,jÓNSSON ehf
Bíldshöfða 14 • s. 5876644
16
HÁSKÓLABÍÓ
HAGATORGI, SIMI 530 1919
Þar sem allir salir eru stórir
MimnjiN ijlíifPfli. ;-
iiJiiTnlHim
IUIIÍJ UUIIIU U U|JI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
[SPÖT kL6|
Iblow kl. 10.301
ISTATE AND MAIN kl. 5.451
1$ ■
m i i|v|m y
THE MEXICAN
Sýnd kl. 8 og 10.45
FILMLIfMDUR
LALLIJOHNS
JANICE BEARD
kl.6
kl. 8 og 10.30
[fréttir af fólki
Sir Elton John er tveimur milljón-
um punda ríkari eftir að hafa selt
alla lúxusbílana sína. Hinn 54 ára
gamli söngfugl
græddi tvöfalt
meira á bílunum
sínum 20 en áætlað
var, en uppboðið fór
fram á Christies
uppboðsskrifstof-
unni. Að hans eigin
sögn seldi hann bíl-
ana þar sem hann
notaði þá aldrei en eins og flestir
vita hefur hann átt við kaupæði að
stríða og eyðir mörgum milljónum
dag hvern í föt og annan munað.
„Þegar boðin fóru hækkandi með
hverjum bílnum var ég bæði glaður
og þakklátur í hjarta mínu,“ sagði
söngvarinn eftir uppboðið.
Leikaranum Russell Crowe er
margt til lista lagt. Síðustu mán-
uði hefur hann verið að hasla sér völl
í fatahönnun, en
ekki þessari hefð-
bundnu tískuhönn-
un því hann hefur
hannað fótbolta-
treyju. Hann, ásamt
fríðu föruneyti
skraddara, hannaði
treyjur á ástralska
fótboltaliðið Orara
Valley Axemen. Crowe hefur verið
aðdáandi liðsins síðan hann var lítill
en treyjurnar sem hann hannaði
voru í hinum hefðbundnu litum liðs-
ins, grænar og gullnar. Formaður
knattspyrnuklúbbsins, Kevin Elks,
sagði hönnun Crowe vera í sama stíl
og í kringum 1960.
Elizabeth Hurley og Catherine
McCormak munu leika saman í
nýrri dramamynd er ber nafnið The
Weight Of Water.
Sagan fjallar um
hvaða áhrif fjöld-
morð hafa á líf
fólks en sagan ger-
ist árið 1873. Sean
Penn leikur eigin-
mann Hurley og
ljóðskáld en Hurley
leikur ljósmyndara
sem tekur myndir af morðunum.
Hún verður síðan heltekin af morð-
unum og áttar sig skyndilega á því
að vandamál hjónabands síns endur-
speglast í morðunum. Katherine Big-
elow verður leikstjóri myndarinnar
og tökur á henni hefjast á næsta ári.
USS OKLAHOMA
Eitt stærsta viðfangsefni aðstandenda Pearl Harbor var að sýna herskipið USS Oklahoma velta á trúverðugan hátt. Hér eru sjóliðarnir
að búa sig undir að leggja úr Perluhöfn.
Dýrasta kvikmynd
sem gerð hefur verið
Pearl Harbor frumsýnd á morgun. Hún verður sýnd stanslaust í sólahring í
þremur kvikmyndahúsum.
kvikmyndir Á morgun verður kvik-
myndin Pearl Harbor frumsýnd.
Henni hefur veriö beðið með mikilli
eftirvæntingu enda er þetta dýrasta
mynd kvikmyndasögunnar. Þar að
auki er auglýsingaherferðin í kring-
um myndina ekki í hógværari kant-
inum. Hún var frumsýnd í Banda-
ríkjunum fyrir tveimur vikum og er
enn á toppnum yfir mest sóttu mynd-
irnar.
Framleiðandi myndarinnar er
risinn Jerry Bruckheimer. Hann hef-
ur framleitt vinsældarmyndir í tæp
tuttugu ár, fyrst með félaga sínum
Don Simpson og einn síns liðs eftir
að Simpson lést við tökur á The
Rock. Undanfarin ár hefur Bruck-
heimer farið hamförum með risa-
myndum: Con Air, Armageddon,
Enemy of the State, Gone In Sixty
Seconds, Coyote Ugly og Remember
the Titans. Gagnrýnendur hans
kvíða því jafnan að fara á myndir
sem hann framleiðir þar sem þær
þykja ávísun á innihaldslausa þvælu.
En áhorfendur virðast ekki á sama
máli enda er skemmtanagildið jafn-
an í hávegum haft.
Pearl Harbor er fjórða myndin
sem Michael Bay leikstýrir. Fyrri
þrjár voru einnig framleiddar af
Bruckheimer: Bad Boys, The Rock
og Armageddon. Hann segir ástæð-
una fyrir því að hann vildi leikstýra
Pearl Harbor vera þá að hann vildi
fræða fólk um hvað raunverulega
gerðist. „Þegar ég heyrði sögur her-
mannanna skyldi ég hvað fólk mein-
ti með því að Bandaríkin hefðu tapað
sakleysi sínu. Fólkið sem tók þátt
voru alvöru hetjur. Við reynum að
gefa rétta mynd af því sem gerðist.
Við fylgjumst með lífi fjögurra per-
sóna Rafe (Ben Affleck), Danny
(Josh Hartnett), Evelyn (Kate Beck-
insale) og Dorie (Cuba Gooding Jr.) í
atburðarásinni. Þetta er ekki bara
mynd um Pearl Harbor, þetta er
mynd um sjálfboðaliðana sem lögðu
hjarta sitt að veði fyrir föðurlandið,"
sagði Bay.
Myndin er þrír tímar að lengd og
gerist ekki einungis á vígvellinum.
Ástarsamband flugmannsins Rafe
og hjúkrunarkonunnar Evelyn fær
einnig að njóta sín. Víst er að mynd-
in á eftir að festa Kate Beckinsale í
sessi sem stórstjörnu ásamt því að
lyfta Ben Affleck enn hærra upp á
himininn. Hlutverk hans í myndinni
var ekki gefið. Affleck þurfti, ásamt
Josh Hartnett, að eyða nokkrum dög-
um í þjálfunarbúðum hersins fyrir
myndina. Hann sagði það hafa verið
kvöl og pínu. „Tími Ben er kominn,"
sagði Jerry Bruckheimer. „Fólk vill
horfa á hann á hvíta tjaldinu. Fólk
viil vera hann, þetta er það sem það
að vera stjarna snýst um.“
Búið er að ákveða að klippa
myndina til áður en hún verður sýnd
í Japan og Þýskalandi og hafa marg-
ir áhyggjur af því að Japanir komi
illa út úr þessarri bandarísku mynd.
Affleck er ekki sammála því.
„Ég hefði ekki tekið hlutverkið að
mér ef um bandarískan þjóðernis-
rembing væri að ræða. Japanir eru
heiðvirt fólk með sín sjónarhorn í
myndinni. Þeim fannst Bandaríkin
vera ógn og framkvæmdu eins og
þeir héldu aö væri hið rétta. Það
verður að virða alla aðila sem koma
að myndinni," sagði Affleck. Myndin
er sýnd í heilan sólahring í Bíóborg-
inni, Nýja Bíó Keflavík og á Akur-
eyri. Auk þess er hún sýnd í Bíóhöll-
inni, Kringlubíó, Háskólabíó, á ísa-
firði og á Egilsstöðum. ■
Nabbi, ég d eftir að fara sjö ferð
ir í þvottavélina óður en mamma
þín kemur heim. Ef þú værir ég
rnyndir þú hætta við allt til að nú
í kók handa lindýrinu sem kallast
sonur þinn?
Aftur ó móli. Ef ég
væri þú myndi ég
ekki heldur þvo
allan þennan þvott.
E © ©
§ <£